— GESTAPÓ —
Þín uppáhalds hljómsveit/hljómsveitir!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 20/5/06 15:49

Hljómsveitir sem ég vil/nenni að gefa umfjöllun um núna:

Nirvana - Smells like teen spirit getur verið endalaust á rípíd hjá mér og ég fæ aldrei leið á því. Hélt fyrir nokkrum árum að þetta væri eina lagið þeirra, þá hafði ég engan metnað til þess að leita eftir tónlist. Nú hlusta ég hins vegar oft á allt þeim þeim félögum. Kurt Cobain var snilldar lagahöfundur.

System of a Down - hef fílað þá síðan að þeir gáfu út Chop Suey.

Metallica - finnst þeir ekki lengur góðir, fannst þei fínir einu sinni enn nú er það bara eitt lag sem ég hlusta á með þeim; Wiskey in a jar. Get hlustað á það jafn mikið ef ekki meira enn Smells like teen spirit.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Síðan hlusta ég bara á allt rokk nema þungarokk (undantekning=SOAD) og dauðarokk. Einnig hlusta ég á reggí þegar ég vil „tjilla“ og síðan eru strákarnir í Sigurrós virkilega góðir.

Ef ég ætti að nefna allar þær sveitir sem ég hlusta á tæki það allan dag.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 20/5/06 15:57

Ég er þannig af Guði gerður að ég get eiginlega ekki hlustað á sömu tónlistina í mörg ár. Mér finnst mun skemmtilegra að skoða hvað er nýtt eða eitthvað sem ég hef misst af á sínum tíma sem stenst tímans tönn. Ég hef farið í gegnum allskonar tímabil í tónlistarhlustun minni og ég efast stórlega að eftir 2 ár muni ég hlusta á sömu tónlist og ég geri núna. Er enginn hér eins og ég? Er enginn hér spenntur fyrir nýjungum og framtíðinni í tónlist og tónlistarstefnum/sköpun?

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/5/06 20:59

Það eru eflaust margir eins og þú. Sumir staðna hins vegar við tónlistarsmekk menntaskólaáranna. Mér finnst það hálf leitt fyrir þeirra hönd en það verður bara að vera þannig.

Ég bæti sífellt við mína flóru. Hins vegar loka ég heldur ekki á það sem ég er genginn í gegnum. Til dæmis Bowie sem ég fjallaði um á fyrstu síðu. Ég er nokkurn veginn kominn yfir það æði en hann er enn hátt skrifaður og heimsæki ég tónlist hans reglulega, auk þess sem ég sperri eyrun í hvert sinn sem ég heyri eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður með honum. Þannig hefur það verið með ótal tónlistarmenn hjá mér.

Varðandi framtíðina er mér skítsama um hana. Hið nýja hefur enga forgangsröð yfir hið gamla í mínum huga enda er hið gamla alveg jafn nýtt fyrir mínum eyrum, mest af því amk. Fyrir mér er þetta allt saman eitt stórt hlaðborð, óþarfi að takmarka sig við einn rétt. Meginstraumstónlist er fyrir löngu orðin ömurleg og hef ég verið að bíða í svona 5-8 ár eftir næstu meginstraumsbylgju sem er raunverulega góð (eins og Nirvana var á sínum tíma og pönkið þar á undan). Sú bið er orðin þreytandi. Þó er alltaf eitthvað að gerast á jöðrunum sem hægt er að kíkja eftir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/5/06 17:02

Ég er einmitt dálítið fastur í því sem maður hlustaði á í menntó; U2, Smiths og fleira í þeim dúr. Hins vegar þá hefur U2 séð um að þróa sig sjálfir í gegnum tíðina þannig að maður hefur þróast með þeim. Svo tekur maður það af nýrri tónlist sem manni finnst gott og bætir við, ég nefni t.d. Coldplay og Travis.

Svo verður ekki af pönkinu tekið að margt af því sem þeir gerðu var alger snilld.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 24/5/06 20:17

voff mælti:

Ég er einmitt dálítið fastur í því sem maður hlustaði á í menntó; U2, Smiths og fleira í þeim dúr. Hins vegar þá hefur U2 séð um að þróa sig sjálfir í gegnum tíðina þannig að maður hefur þróast með þeim. Svo tekur maður það af nýrri tónlist sem manni finnst gott og bætir við, ég nefni t.d. Coldplay og Travis.

Svo verður ekki af pönkinu tekið að margt af því sem þeir gerðu var alger snilld.

The Smiths! - Ég vissi að þú værir hommi!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/5/06 10:34

Svona rétt eins og allir sem hlusta á Pál Óskar eru hommar, allir sem hlusta á Michael Jackson eru barnaníðarar, allir sem hlusta á Iron Maiden eru djöfladýrkendur og allir sem hlusta á U2 kaþólskir? Nei, þannig er heimurinn nú ekki.

Annars þá er ég svo sem ekkert viðkvæmur fyrir svona skotum, þeim virðist ætlað til að koma inn þeirri hugmynd að tónlist eða önnur sköpunarstarfsemi samkynhneigðra eigi að meta út frá kynhneigðinni. Reynt er að gera þeirra listsköpun að einhvers konar tabu, reynt að spila á óöryggi fólks og spéhræðslu til að koma í veg fyrir að það hlusti á það sem því líkar, burtséð frá kynhneigð höfundar og flytjanda.

Þetta er mjög svipuð taktík og Óameríska nefndin beitti. En hún taldi á sínu tíma að bækur og kvikmyndir gerðar af mönnum sem hefðu verið félagar í verkalýðsfélagi eða gerðar af mönnum sem einhvern tíma hefðu haft skoðanir sem ekki samrýmdust harðlínu-hægristefnu Joseph MacCarthy öldungardeildarþingmanns og kumpána væru þar með ekkert annað en vinstri áróður og allir sem þær læsu og sæju væru þar meðórðnir óvinir hins ameríska þjóðskipulags. Ég held að við vitum flest hvers konar nornaveiðar fylgdu í kjölfarið

Er það þannig sem við viljum hafa þjóðfélagið?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/5/06 18:01

Iss gálknið er bara að stríða þér. Smiths er líka eðalhljómsveit angurværðarinnar.

        1, 2, 3
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: