— GESTAPÓ —
Þín uppáhalds hljómsveit/hljómsveitir!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 8/5/06 01:41

Uriah Heep er einmitt hljómsveit sem ég kynntist á unglingsárum mínum. Þá bjó ég í smábæ úti á landi þar sem engin hinna svokölluðu „frjálsu“ útvarpsstöðva náðist heldur stóð val á tónlist á milli þess að hlusta á aríur á Rás1 eða þennan sérkennilega bræðing tónlistar sem oft er að finna á Rás2. Þorsteinn J sá um þátt á Rás2 sem hét Vinsældalisti götunnar þar sem hann fór með hljóðnema til fólksins og spurði hvort það væri eitthvað lag sem það langaði til að heyra í útvarpi, svo spilaði hann allt sem fólkið langaði til að heyra, allt frá gömludansamúsík upp í þungarokk. Og það brást varla, í nánast hverjum þætti var einhver sem vildi heyra July Morning með Uriah Heep og eftir að ég var búin að heyra það einu sinni þá skildi ég af hverju, ég gæti hlustað á endakaflann í laginu endalaust! Seinna heyrði ég svo meira með hljómsveitinni og líkaði mjög vel þótt ekkert hafi gripið mig jafnmikið og July Morning.

Uriah Heep er nú samt ekki alveg uppáhaldshljómsveitin mín en mér datt þetta bara í hug fyrst það var farið að tala um hana!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 8/5/06 22:31

Enter mælti:

Hey! Þú hefur kannski hlustað meira á samuriah heep?

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

‹Steitir hnefa framan í Enter›

Troddu úldnu pungbindi Mike Tyson í þverrifuna á þér, náðlausa næpan þín!

‹Verst brosi›

‹Bælir niður hlátur›

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 8/5/06 23:17

Ég tel að Elliott Smith sé uppáhalds tónlistarmaðurinn minn. Frábærir textar og fallegar laglínur eiga mestan þátt í því. Mér finnst textarnir hans einstaklega hugrakkir, þægilega þunglyndir og vel skrifaðir. Hann dó ungur en ég tel hann sé örugglega með einn flottasta dauðdaga af öllum þessum frægu. Ekkert aumingjalegt eins og að drukkna í sinni eigin ælu eða taka of stóran skammt af eiturlyfjum (þó hann hafi örugglega oft komist nálægt því) . Nei nei, hann stakk sig í hjartað með stórum eldhúshníf. Ég held að það sé ekki hægt að toppa það. Svo skilst mér að hann hafi bara átt ís í ísskápnum sínum síðustu árin.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 9/5/06 08:22

Vá.. ég hreinlega nenni ekki að telja upp allar uppáhalds hljómsveitirnar mínar.
AC/DC er þar samt ofarlega á lista, ásamt Guns'n'Roses... Aerosmith kannski líka... já bara.. fullt af svona gömlu rokki.
Old school rock eins og þeir kalla það.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 9/5/06 10:34

IRON MAIDEN!
Slisaðist til að hlusta á number of the beast og ekki aftur snúið. Satanískar limrur og gítarglamrið eykur endorfínframleiðslu heilans og veldur mikilli gleði og hasar.

Góðar stundir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 9/5/06 21:22

Hvernig er það, hlustið þið ennþá hljómsveitirnar sem þið hlustuðuð á þegar þið voruð ung? Eða hefur smekkurinn breyst eftir að þið urðuð fullorðin?

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 9/5/06 21:30

Nei menn hættu bara að framleiða almennilega músik eftir 1980.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 9/5/06 22:25

Akkúrat

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sjálfur hlusta ég mest á tónlist Pink Floyd, Bob Dylan og The Smiths. Það sem tónlist þessara tónlistamanna á sameiginlegt er m.a. músíkalitetið og textagerð með vott af merkingu. Mjög svo fínt alltsaman.

‹Setur á Mr. Tambourine Man, leggst á gólfið og gefur frá sér vellíðunarstunu›

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 10/5/06 00:37

Ferrari mælti:

Af íslenskum böndum þá toppar engin Ham eða Þeysarana

Þeysararnir eru æðislegir.

Cogito Ergo Cogito
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 10/5/06 09:40

Purrkur Pillnikk og S/H Draumur.

Sonic Youth.

Gott stöff.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 10/5/06 11:56

Ég hlusta nú bara á útvarpið. Ég hef ekkert sérstakt dálæti af einstaka listamönnum og trúi því að þeir hafi allir samið léleg lög við hliðina á flottu lögunum sem ég hlusta á. Það slær enginn Beethoven við!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 11/5/06 16:58

Antony and the Johnsons eru í uppáhaldi núna.
Fór á tónleikana þeirra fyrir tilviljun og fékk einhverskonar áfall....
Hef aldrei heyrt fallegri rödd fyrr eða síðar.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 18/5/06 22:07

Guns 'N Roses - Appitite For Destruction. Bróðir minn átti diskinn sem var frekar nýtt þá.
The Doors maður þarf ekki dóp, að hlusta á þessa vitleysinga er allveg nóg.
Nirvana - var bara með í æðinu.
System of a Down þeir spila Intelligent Rock endalaust.
Smashing Pumpkins mér líkaði gítar hljóðgerfillinn sem þeir notuðu frá Rússlandi.
Deftones - það kveiknaði í ferminga græjunum hjá nágranna mínum þegar hann spilaði þá fyrst.
Elvis Prestley - mesti aumingji allra tíma.
Botnleðja - Hljómsveitin mín spilaði í músíktilraunum sama ár og þeir unnu, líka 200.000 Naglbítar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 19/5/06 10:18

Eyjaskeggur mælti: Elvis Prestley - mesti aumingji allra tíma.

Nei, hættu nú alveg. Elvis Aron Prestley var KÓNGURINN! Stjarna hans var og er ein sú skærasta á himnafestingunni, rödd hans demantur innan um verðlaust gler Og líkt og demanturinn þá eyðir henni hvorki mölur né ryð, hann er orðinn klassískur, tímalaus. Upptökur með honum verða spilaðar löngu eftir að allir Baggalútar verða komnir í kistu og lagðir í foldu.

Í gamla daga voru þeir sem töluðu illa um kónginn látnir berja sjálfa sig á munninn (sbr. Íslandsklukkuna 1. hluti). Er það góð þróun að hafa tekið það úr lögum?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/5/06 20:50

Ég er sammála hundinum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 19/5/06 22:01

Iron Maiden, Rammsten, Metallica, Led Zeppelin, Kiss, Guns 'n roses, Deep Purple, Egó....

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/5/06 13:42

Nermal minn. Þú átt að skrifa af hverju þér líkar viðkomandi hljómsveitir og hvernig þú kynntist þeim o.sv.frv.

Upptalning er leiðinleg. Lýsing að leiðinni í faðm uppáhaldssveitanna er skemmtileg.

        1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: