— GESTAPÓ —
Þín uppáhalds hljómsveit/hljómsveitir!
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 1/5/06 17:56

Af hverju? - Hvað fékk þig til þess að byrja að hlusta á viðkomandi band? - Hvað gerir það frábrugðið hinum? - Fire away motherfuckers!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/5/06 18:11

Hvernig er það Finngálkn? Má ekki varpa fram sóló tónlistarmönnum líka?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
U K Kekkonen 1/5/06 18:21

Humm... Jethro Tull, Jonna Tervomaa, Ismo Alanko, Utangarðsmenn, Kolmas Nainen, The Stranglers, The Who, David Bowie, Cream, 22 pistepirkko og fleyri og fleyri.... Það er nú einusinni svo að ég hlusta á flest. En þessi eru svona fastir liðir á spilalistunum hjá mér.

- Yfirmaður Skógarhöggsstofnunar Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 1/5/06 18:26

Hakuchi mælti:

Hvernig er það Finngálkn? Má ekki varpa fram sóló tónlistarmönnum líka?

Auðvitað kæri Konungur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 1/5/06 18:49

Uriha Heep. Afhverju? Veit ekki alveg, en frábær flutningur mjög góðra laga ásamt fínum textum, heillaði apakrílið strax.
Nafnið vakti líka strax athygli mína, en ég man vart til þess að hafa hatað nokkra persónu nema Uriha Heep eftir að hafa lesið David Copperfield sem ungi.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 1/5/06 19:25

Queens of the Stone Age. Sá myndbandið við No One Knows í sjónvarpinu einhvertíman og þá var ekki aftur snúið. Mega Drottningarnar lengi lifa!

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 1/5/06 21:23

Queen, Pink Floyd, Clash og Þursaflokkurinn eru þær hljómsveitir sem ég hef hlustað mest á. Einfaldlega vegna þess að ég á fleiri en eina plötu með hverri og einni af ofantöldum hljómsveitum sem eru góðar og skemmtilegt að hlusta á.

Sama á við með tónlistarmannin Mike Oldfield.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 3/5/06 18:31

Oh, ekki þessi spurning. Mér leiðist og ég á eftir að sitja hérna í allt kvöld að svara þessu.

Aphex Twin, David Bowie, Ramones, Spilverk Þjóðanna, Fræbbblarnir, Purrkur Pillnikk, KMFDM, Laibach, Trabant, Fine Young Cannibals, RJD2, Rage Against The Machine, Mindless Self Indulgence, Nine Inch Nails, Wumpscut, KISS, Sex Pistols, Clash, ohGr, Skinny Puppy, HAM, Buff, Hljómsveitin Ég, Buzzcocks, Dead Kennedys, Joy Division, Iggy Pop & The Stooges, L7, Andlát, Subhumans, The Cramps og svona gæti ég talið lengi lengi áfram en ég nenni ekki að gera það. Ég var hinsvegar risastór Sigur Rós aðdáandi í 5 eða 6 ár en ég hlusta ekki jafn mikið á þá núna, hlusta meira svona á.. Allt.

Cogito Ergo Cogito
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 3/5/06 22:06

Iron Maiden var fyrsta alvöru bandið sem ég byrjaði að hlusta á um 1982 þegar ég sá myndbandið með laginu Number of the Beast.Hef ekki hætt að hlusta á þá síðan.Einnig er Judas Priest snild og Motorhead og fleiri í þeim geira.Af íslenskum böndum þá toppar engin Ham eða Þeysarana

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 4/5/06 19:28

Nylon, Rokklingarnir og Íslensku dífurnar

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 5/5/06 05:18

Ferrari mælti:

Iron Maiden var fyrsta alvöru bandið sem ég byrjaði að hlusta á um 1982 þegar ég sá myndbandið með laginu Number of the Beast.Hef ekki hætt að hlusta á þá síðan.Einnig er Judas Priest snild og Motorhead og fleiri í þeim geira.Af íslenskum böndum þá toppar engin Ham eða Þeysarana

Iron Maiden og Judas Priest... Það er alheimssannleikurinn í tónum!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 5/5/06 05:21

voff mælti:

Nylon, Rokklingarnir og Íslensku dífurnar

Já sniðugt... Þú ert svo vel gefin að þú kannt að fara með kaldhæðni...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 5/5/06 11:38

Kórar eru yfirleitt skemmtilegir, af nýmeti finnst mér þó Geirmundur slá alla við, sveiflan er svo dillandi að maður kemst í svaka stemmu. ‹Dillar sér›

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 7/5/06 16:18

Ferrari mælti:

Iron Maiden var fyrsta alvöru bandið sem ég byrjaði að hlusta á um 1982 þegar ég sá myndbandið með laginu Number of the Beast.Hef ekki hætt að hlusta á þá síðan.Einnig er Judas Priest snild og Motorhead og fleiri í þeim geira.Af íslenskum böndum þá toppar engin Ham eða Þeysarana

‹Klórar sér í höfðinu› Ég á ekki til orð...‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›Það er eins og ég hafi skrifað þetta‹Klórar sér í höfðinu› Snillingur ertu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/5/06 17:30

Ég var svo óheppinn að alast upp á 9. áratugnum, versta skeiði tónlistar allra tíma. Af þeim sökum hafði ég takmarkaðan áhuga á tónlist út þann áratug. Fyrsti tónlistarmaðurinn sem heltók mig var David Bowie. Það gerðist snemma á tíunda áratugnum. Auðvitað þekkti ég til Bowie og hans þekktustu lög. Ég hafði fengið lánaða best of Bowie plötu frá frænku minni (sem ég er enn með) og hlustaði mikið á hana. En það var ekki það sem dreif mig í fang Bowies umfram aðra.

Einn daginn var ég niðri í kjallara að grafa upp gamlar plötur foreldranna. Ég tók upp mikið notaðar Bítlaplötur, Zeppelin plötur og Stones plötur. Þá rakst ég á nær ónotaða plötu með Bowie; Diamond Dogs. Ég skoðaði lagalistann og sá þar Rebel Rebel, lag sem ég þekkti vel og ákvað því að gefa plötunni tækifæri. Ég setti plötuna á fóninn og fylltist hryllingi. Þetta var svo myrk og óhugnalega sýrð tónlist að ég gat ekki hugsað mér að hlusta á annað en Rebel Rebel (sem er dúndrandi skemmtilegt rokklag, í engum takti við afgang plötunnar). Ég tók upp Rebel Rebel á kasettu og lét þar við liggja.

Nokkru síðar, á síðasta ári grunnskóla ákvað ég í bríaríi að rifja upp þessa hryllilega skuggalegu tónlist á ný. Að þessu sinni reyndist mín lund vera í fullkominni harmóníu við myrka og þokukennda tóna Bowies. Ég hef aldrei upplifað eins öflug hughrif af tónlist. Tónlistin sem ég ætlaði að hlusta á til að patrónísera í huga mínum veitti mér rothögg. Ég sat dolfallinn og hlustaði gapandi. Eftir að platan hafði rúllað í gegn. Snéri ég henni samstundis og hlustaði aftur á hana. Og aftur. Og aftur. Ég fékk ekki nóg af plötunni.

Í eitt og hálft ár hlustaði ég ekki á neitt annað en þessa plötu. Á þeim tíma missti ég blessunarlega af hipp hoppinu, hástónlistaræðinu og grungeinu. Nirvana var gæs sem mér datt ekki til hugar að grípa á þessum árum þrátt fyrir að það æði hafi tröllriðið öllu á sínum tíma. Ég uppgvötaði ekki þá hljómsveit að neinu viti fyrr en nokkrum árum síðar. Ég hef aldrei nokkurn tímann verið eins hugfanginn af neinni plötu, þó nokkrar hafi komist sæmilega nálægt. Ætli músíkin hafi ekki náð að ríma við vissan drunga í undirmeðvitund unglingssálar minnar á þeim tíma.

Einn heitan sumardag í Norður Evrópu, sat ég í loftlausum og óþægilegum Ford Mondeo, kveikti á vasadiskóinu með Diamond Dogs og fann samstundis að álögunum hafði verið létt. Töfrar tónlistarinnar voru loksins uppurnir. Þá var komið að næsta stigi. Ég fór rakleiðis út í búð og keypti The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders From Mars með Bowie og varð hugfanginn á ný, en aldrei náði það sömu hæðum og með Dogs. Næstu ár fóru í nýjar uppgvötanir á Bowie; Aladdin Zane, Hunky Dory, Low, Scary Monsters ofl. einnig fóru aðrir áhrifavaldar að koma inn í vitundina og ég fór að leita víðar og af meiri forvitni að músík.

Eitt enn. Diamond Dogs hjálpaði mér ekki bara að lifa af unglingsárin og forða mér frá Vanilla Ice. Mörg laganna báru kunnuglega titla. Brátt rakst ég á útskýringuna. Bowie hafði ætlað að gera söngleik byggðan á 1984 eftir George Orwell en ekkja hans hafði hafnað því. Lögin úr söngleiknum urðu að Diamond Dogs. Ég hugsaði með mér að ef bókin er eitthvað eins myrk og sjúskuð og platan þá hlýtur að vera eitthvað fútt í henni. Ég leigði ensku útgáfuna á bókasafni og las. Sú bók kollvarpaði öllum mínum hugarheimi og kom mér tengsl við höfund sem ég mun dá, virða og lesa fram að ævilokum. Ef væri það eina sem hr. Bowie hefði gert, að kynna mig fyrir Orwell, þá hefði það verið yfirdrifið nóg fyrir mína parta. Takk Davíð.

Vá hvað enginn mun lesa þessa langloku

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 7/5/06 19:17

Jú, jú, las þetta allt. Fróðlegt, en ég vorkenni þér að hafa ekki fundið Uriha Heep þó það geti stundum verið kostur að geyma það besta þar til síðast.
Listaverkið Salisbury nefni ég með hálfum huga því allar plötur þeirra eru mjög góðar og einungis smekksatriði hver þeirra er best.

Annars hlustaði ég á nánast allt hér áður fyrr, en var mjög vandfýsin og hafnaði sumu því sem var mjög vinsælt strax við fyrstu hlustun.

David Bowie - já það er nú það. Allavega slapp hann, einn af fáum, í gegnum niðurskurðin hafnað - tekið, og fékk að fljóta með.
Eina platan sem ég eignaðist með honum var einmitt Diamond Dogs, en var aldrei í uppáhaldi og ég hafði ekki hugmynd um þessa tengingu við George Orwell.

Á hinn bóginn þarf ég að verða mér út um grammófón (sá gamli er löngu ónýtur og týndur) og grafa upp fjársjóð þann sem legið hefur í kössum í ‹Klórar sér í höfðinu› tuttugu ár? Meira?

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/5/06 21:41

Uss, maður kannast nú alveg við Uriah. Ágætis band með nokkur góð lög en ekkert sem ég set upp á altari sossum. Ég ber þó vissa virðingu fyrir þeim sei sei já.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 7/5/06 23:11

Hey! Þú hefur kannski hlustað meira á samuriah heep?

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: