— GESTAPÓ —
Tónlist & söngleikir - eldri og nýrri
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 30/4/06 14:30

Ég er mjög atkvæðamikill tónlistarsafnari. Ég borga stórar fúlgur fyrir áskrift að ótakmörkuðu interneti, ásamt lítilli fjárhæð fyrir áskrift að tónlistarþjónustum erlendum. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa í tölvugeiranum og hef því komist í kynni við gríðarlegan fjölda af öðrum áhugamönnum sem hafa bent mér á sérkennilega og skrýtna tónlist. Og þar liggur einmitt mesti áhuginn.

Ég hef komist yfir mikið magn af stórfurðulegri tónlist. Tónlist þar sem að maður situr og starir á tölvuskjáinn í algerri forundran á meðan "söngurinn" hljómar. Af því leiðir að mig langar að koma á fót þræði hér sem að við Bagglýtingar getum skipst á upplýsingum um skrýtna og öðruvísi tónlist, jafnvel skipst á tónlistinni sjálfri (sem er þá hýst hjá mér og á mína ábyrgð, Baggalútur kemur ekki á neinn máta nálægt því). Ef það er sendur einkapóstur á mig get ég veitt upplýsingar um slóð og aðgang.

Hvað um það. Nermal kom með pistling hér um ferð sína á Litlu Hryllingsbúðina, þar er stykkið mært í hástert og almennt gerður góður rómur að öllum flutningi. Ég nöldraði náttúrulega dálitið á móti því mér finnst persónulega uppsetningin með Ladda, Gísla Rúnari, Bo og fleirum vera alger snilld. Ég ætla því að byrja á því að benda á uppfærslu af Rocky Horror Picture Show sem að Norðmenn settu á svið og þrykktu á hljómdisk. Upprunalega útgáfan með Tim Curry og Richard O' Brian er náttúrulega tímalaus snilld, uppsetning MH tókst mjög vel, bæði sjónrænt og tónlistarlega.

Aðrir hafa einnig tekist á hendur þetta verkefni og ber þar fyrst að nefna áðurnefnda uppfærslu, norska, sem ber af á allan máta sem að hægt er að benda á. Tónlistarútsetningar eru stórfurðulegar, söngurinn er alveg gersamlega til vinstri en svo toppar það allt að heyra "sweet transvestite" á norsku.

Af öðrum tónlistarsköpurum má benda á mann er ber það virðulega heiti "Schwump". Maður sá á við einhver stórskemmtileg veikindi að stríða. Alls ekki leiðinleg tónlist, bara skrýtin. Lög eins og "Drain the people", "Dream come true" og "Martian home" láta manni líða vel. Ég hef ákveðnar hugmyndir um almenna geðheilsu fólks og að heyra svona flutning lætur mér finnast sem ég hafi hárrétt fyrir mér.

Endilega komið með ábendingar um öðruvísi tónlist.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/4/06 14:40

Þetta er virðingarvert framtak og lofar góðu.

Hversu öðruvísi á þessi öðruvísi tónlist að vera? Áttu við tja..stórfurðulega tónlist eða bara sjaldgæfa tónlist, tónlist handan almannastraums?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 30/4/06 14:42

Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa er mögnuð.Spilar barnalög í snildarútsetningum

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 30/4/06 15:08

Hakuchi mælti:

Hversu öðruvísi á þessi öðruvísi tónlist að vera?

Smekkur manna er mjög mismunandi, sem betur fer. Það sem mér finnst skrýtið finnst öðrum kannski vera bara leiðinlegt. Af því leiðir að menn ættu að setja inn hvað það sem þeim finnst skrýtið, sama hvort það er svokallað "mainstream" eða eitthvað annað. Mínar hugmyndir eru samt sem áður bundnar við hvaðeina sem að er eitthvað langt frá spillista Bylgjunnar og FM957. Á ég þá við öðruvísi útsetningar á þekktum lögum eða... ja, látið ímyndunaraflið ráða!

Talandi um velheppnaðar útsetningar, einhver best heppnaðasta útsetning á Íslensku þjóðlagi er hjá Strigaskóm no. 42 á hinum alþekkta slagara "Á Sprengisandi". Tær snilld.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 3/5/06 18:41

Ég veit nú ekki alveg hvernig öðruvísi tónlist þú átt við, hvort sem það eigi að vera tónlist í raf-meiri kantinum eða kántrítónlist, en ég veit um alveg slatta af minna þekktum böndum og frekar öðruvísi líka. Annars er bara fínt að skella sér á www.myspace.com og leita að tónlistartegundum við sitt hæfi og hlusta á einhver bönd þar.

Cogito Ergo Cogito
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 6/5/06 23:16

Fann eitt sem skildi eftir sig miklar pælingar hjá mér. Abba (Fernando, Money Money Money, The Name Of The Game, Dancing Queen, Super Trooper og Mama Mia) á Hindí. Skrítið. Það er svona sem að ég á við með skrýtið.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/5/06 13:37
Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 8/5/06 00:00

Norðurlöndin eiga margt skemmtilegt til. Black Ingvars til dæmis. Svo eiga Finnar ýmsa slagara á finnsku sem gaman er að hlusta á sei sei....

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 19/5/06 22:21

Svo hef ég heyrt Bohemian Rhapsody sungið á japönsku. Það var bara snilld

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: