— GESTAPÓ —
Sjálfsmorðinginn kveður sér hljóðs
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 15/4/06 10:11

Las enginn tilkynninguna frá honum?

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 15/4/06 11:25

Nau halló, hér er kominn einhver sem hægt er að henda í botnlausa pyttinn, vítislogann og búrið hennar Mörthu Stewart, og hann hefði bara gaman af því!
Komdu blessaður Sjálfsmorðingi og vertu velkominn.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 15/4/06 11:39

Furðuvera mælti:

Nau halló, hér er kominn einhver sem hægt er að henda í botnlausa pyttinn, vítislogann og búrið hennar Mörthu Stewart, og hann hefði bara gaman af því!
Komdu blessaður Sjálfsmorðingi og vertu velkominn.

Elsku besta ofbeldisfulla Furða mín... hann vill fá að drepa sig sjálfur.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 15/4/06 11:56

Nú þá getur hann bara fleygt sér í þetta sjálfur, en ég vil fá að fylgjast með!
‹Glottir og hoppar af kæti›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 15/4/06 17:15

Furðuvera mælti:

Nú þá getur hann bara fleygt sér í þetta sjálfur, en ég vil fá að fylgjast með!
‹Glottir og hoppar af kæti›

Að sjálfsögðu!!! Eins og áður sagði er ég þekktur fyrir að klúðra málunum svo það gætu jafnvel orðið endursýningar ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 15/4/06 18:54

Þú klúðra málunum? Nei það held ég ekki.

‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 15/4/06 22:20

Upprifinn mælti:

Ísdrottningin mælti:

Sæll Sjálfsmorðingi, ég vona að nafnið þitt verði þér heillavænlegra en merkingin sjálf.

Ef að sterk er stafsetning
á svellinu stendur keikur.
En villu sértu vitleysing
verður þér enginn leikur.

Með kveðju
Ísdrottningin

hei drolla þó að þetta sé ekki kveðist á þráður verðurðu að stuðla rétt.

Hey og gras með því ef vill, mér er sama hversu Upprifinn þú ert, ég legg það ekki í vana minn að drolla.
Ég kann ekki að kveðast á og gef mig ekki út fyrir að kunna það (og einmitt þess vegna er ég ekki á „kveðist á“ þráðunum) en ef að umræddur nýliði skildi mína meiningu er mínum tilgangi náð því ég þekki stafsetningarvillur hvar sem ég sé þær og þú þarft að taka þig á í þeim málum áður en þú setur út á aðra. Tvær villur og einn misskilningur í ekki lengri texta slær út allar meiningar um orðalag mitt hér áðan. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér› Og hana nú!

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/4/06 22:28

Ísdrottningin mælti:

Og hana nú!

‹Kemur með hana›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 16/4/06 05:43

Ísdrottningin mælti:

Tvær villur og einn misskilningur í ekki lengri texta slær út allar meiningar um orðalag mitt hér áðan. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér› Og hana nú!

Já, það var lagið Ísdrottning, láttu hann heyra það. En gættu þín þó samt, hann gæti skvett á þig latté... ef hann tímir því.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 16/4/06 22:04

Komið þjér sælir kæri sjálfsmorðingi og verið velkominn!
Vjér erum skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins og klæðum þá er vilja eftir smekk!
Hjér er staðlaður nýliðasloppur, þó með örlítið nýmóðins sniði!
‹Færir málhögum nýliðanum rauðan slopp, merktum nýliða í bak og fyrir›
Þessum sloppum fylgir engin nútímatækni, önnur en sú að efnið hrindir frá sjér málningu eftir fjóra tíma!
Þegar þjér teljist gestur fastur, og viðvera yðar telst viðunandi, munum vjér færa yður slopp að eigin vali!
Vjér munum nú verpa þremur verplum, þjér til heiðurs!

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/4/06 22:09

Hmm...

‹Virðir fyrir sér embættismannalista baggalútíska heimsveldisins›

Ertu komin með löggildingu á þessu embætti Sloppur minn? Eða er Vladimír ekki að standa sig í stykkinu við uppfærslu listans?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 16/4/06 22:23

Ísdrottningin mælti:

Hey og gras með því ef vill, mér er sama hversu Upprifinn þú ert, ég legg það ekki í vana minn að drolla.
Ég kann ekki að kveðast á og gef mig ekki út fyrir að kunna það (og einmitt þess vegna er ég ekki á „kveðist á“ þráðunum) en ef að umræddur nýliði skildi mína meiningu er mínum tilgangi náð því ég þekki stafsetningarvillur hvar sem ég sé þær og þú þarft að taka þig á í þeim málum áður en þú setur út á aðra. Tvær villur og einn misskilningur í ekki lengri texta slær út allar meiningar um orðalag mitt hér áðan. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér› Og hana nú!

Yfirleitt fer það saman að þeir sem er góðir í íslensku eiga auðvelt með kveðskap. Yrðir þú ekki bara fjandi góð ef þú kynntir þér reglurnar og prófaðir?
Ég hef trú á því. xT

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/4/06 22:29

Nú er ég frekar lélegur í Íslenskunni, á ég þá að hætta að reyna að klambra saman ljóðum?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 16/4/06 22:33

Offari mælti:

Nú er ég frekar lélegur í Íslenskunni, á ég þá að hætta að reyna að klambra saman ljóðum?

Þó svo flestar rollur séu hvítar þá er ekki þarmeð sagt að rollur séu gerðar úr snjó... eða hvað?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 16/4/06 22:36

Hakuchi mælti:

Hmm...

‹Virðir fyrir sér embættismannalista baggalútíska heimsveldisins›

Ertu komin með löggildingu á þessu embætti Sloppur minn? Eða er Vladimír ekki að standa sig í stykkinu við uppfærslu listans?

Tjah.. þar sem engin svör bárust umsóknum og mútum, sem greinilega eigi hafa skilað sjér á rjétta staði, tókum vjér ákvörðun nokkurn vegin af sjálfsdáðum um að titla oss þetta!

Hjér má finna þá færzlu! http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=1459&postdays=0&postorder=asc&start=1674

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 16/4/06 23:27

Offari mælti:

Nú er ég frekar lélegur í Íslenskunni, á ég þá að hætta að reyna að klambra saman ljóðum?

Nei, enda geta menn verið skáld þó þeir séu ekki góðir í stafsetningu eða íslensku yfirleitt .
En þeir sem hafa góð tök á málinu, reglum þess beygingum og öðru, hljóta að eiga auðveldar með það.
Áhugi á íslensku máli og kveðskap fylgjast líka oft að enda vart hægt að skilja hvort frá öðru.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 16/4/06 23:36

dordingull mælti:

Offari mælti:

Nú er ég frekar lélegur í Íslenskunni, á ég þá að hætta að reyna að klambra saman ljóðum?

Nei, enda geta menn verið skáld þó þeir séu ekki góðir í stafsetningu eða íslensku yfirleitt .
En þeir sem hafa góð tök á málinu, reglum þess beygingum og öðru, hljóta að eiga auðveldar með það.
Áhugi á íslensku máli og kveðskap fylgjast líka oft að enda vart hægt að skilja hvort frá öðru.

Nú tel jég sjálfan mig hafa helvíti góð tök á tungunni, en eigi á jég neitt auðveldar með kveðskap, á alla vega í vandræðum með bragfræði o.þ.h.

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/4/06 00:14

Sloppur mælti:

Hakuchi mælti:

Hmm...

‹Virðir fyrir sér embættismannalista baggalútíska heimsveldisins›

Ertu komin með löggildingu á þessu embætti Sloppur minn? Eða er Vladimír ekki að standa sig í stykkinu við uppfærslu listans?

Tjah.. þar sem engin svör bárust umsóknum og mútum, sem greinilega eigi hafa skilað sjér á rjétta staði, tókum vjér ákvörðun nokkurn vegin af sjálfsdáðum um að titla oss þetta!

Hjér má finna þá færzlu! http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=1459&postdays=0&postorder=asc&start=1674

Uss uss svona ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Hins vegar er ljóst að það er brotalöm í kerfinu og hefur umsókn þín greinilega horfið í umsóknahrúgunni. Best að bæta úr þessu.

        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: