— GESTAPÓ —
Sjálfsmorðinginn kveður sér hljóðs
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3, 4  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:02

Kæru gestir þessa spjallborðs,

Mér var kennt sem unglingi að kynna mig þegar ég mæti á nýjar slóðir. Eftir það gekk mér miklu betur í lífinu.

Ég er Sjálfsmorðinginn, viðurnefnið fékk ég á unglinsárum, og ætti það að útskýra sig að mestu sjálft. Við mætti bæta að 27 leiðir hafa brugðist mér, og ákvað ég þá að drepa frekar sjálfið en sjálfan líkamann. Hvernig gengur á eftir að ráðast.

Ég villtist hingað inn og sá eftir nokkurn lestur að hér eru mörg sjálf, mis árásargjörn. Fyrsta skrefið í sjálfsmorðinu er að vera hér inni sem annað sjálf. Það sjálf tæki svo fljótlega við af hinu gamla og ónýta. Svo er bara að sjá hvort það sjálf er nægilega gæfuríkt til að haldast.

Gaman verður að kynnast ykkur nánar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 14/4/06 20:05

Velkominn.Vonandi að þessu sjálfi þínu eigi eftir að vegna vel
xT

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 14/4/06 20:06

Velkominn. ‹íhugar hvort Ég sjálfur viti af þessu›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:08

"Velkominn.Vonandi að þessu sjálfi þínu eigi eftir að vegna vel"

Þakka fyrir góða kveðju. Hvaða umræðu efni eru hér skemmtilegust? Er kannski ekki við hæfi að ræða dag og veg á degi þessum? Sit reyndar og borða nautakjöt á FÖSTU degi, þannig að fyrst byrjað er að brjóta reglur er lítið að því að halda því áfram.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:09

Komdu sæll... það er ekki hægt að drepa sjálfan sig á þessum vef.

‹Minnist stunda sinna á steikarpönnunni›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:10

"Kargur: Velkominn. ‹íhugar hvort Ég sjálfur viti af þessu›"

Þakka kveðjuna. Ertu að vísa til míns fyrra sjálfs, núverandi sjálfs, þíns eigin sjálfs eða..?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:12

"aulinn: Komdu sæll... það er ekki hægt að drepa sjálfan sig á þessum vef. ‹Minnist stunda sinna á steikarpönnunni›"

Sæl, enda drap ég það áður en ég mætti, en þökk fyrir ábendinguna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:26

Þú ert nú heldur dapur.... ég skal kæta þig!

‹Nuddar á Sjálfsmorðingjanum bakið og matar hann með vínberjum›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:28

"aulinn: Þú ert nú heldur dapur.... ég skal kæta þig! ‹Nuddar á Sjálfsmorðingjanum bakið og matar hann með vínberjum›"

<roðnar ógurlega> Það er naumast fólkið er vinalegt hér um slóðir. <hámar í sig vínber og slaknar óðfluga>

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:30

Smá ráð... smelltu á "vitna í" ef þú vilt svara einhverjum sérstökum. Og við hliðina á svarglugganum eru svið.

‹Flissar örlítið af nýliðanum en heldur nuddinu áfram›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:32

aulinn mælti:

Smá ráð... smelltu á "vitna í" ef þú vilt svara einhverjum sérstökum. Og við hliðina á svarglugganum eru svið.

‹Flissar örlítið af nýliðanum en heldur nuddinu áfram›

Lærir svo lengi sem lifir! ‹Er yfir sig ánægður að hafa hitt svo hjálplega dömu tímanlega›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:37

‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Vertu ekkert að misskilja neitt hérna, ég er yfirleitt vond við nýliða.

‹Grunar að hún sé komin með flensu›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:41

aulinn mælti:

‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Vertu ekkert að misskilja neitt hérna, ég er yfirleitt vond við nýliða.

‹Grunar að hún sé komin með flensu›

‹Þakkar lukkunni hve heppinn hann er› Mig grunar að jafnvel þegar þú ert "vond" sértu ægifögur. Líkt og sagði í Hringadróttins sögu "Allir munu elska mig og örvænta!"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:42

‹Lítur yfir aðra þræði›

Hmmpff... segðu þetta frekar við Ísdrottninguna!

‹Verður skyndilega afbrýðisöm og veit ekkert hvað er að gerast fyrir sig›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:50

aulinn mælti:

‹Lítur yfir aðra þræði›

Hmmpff... segðu þetta frekar við Ísdrottninguna!

‹Verður skyndilega afbrýðisöm og veit ekkert hvað er að gerast fyrir sig›

Ég er líkt og lamb í nýjum haga, undrast fegurð blómanna sem þar eru. Eldur er jafnfagur ís þótt mikill sé munur á þeim. Og ég hef fengið að kynnast ylnum frá þér, en eigi nema ásjónu hennar. Afbrýðissemin er því óþörf, en ég veit þó vel að varla er ég einn um að sitja við fótskör þína og njóta nærverunnar.

‹Býður aulanum rósavönd til að skreyta ægifagran makkan›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:53

Já nei! Nú hefst busunin!

‹Setur Sjálfsmorðingann í ól og dregur hann eftir götunni›

‹Hlær nornarhlátri eins og Norninni einni er lagið›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sjálfsmorðinginn 14/4/06 20:56

aulinn mælti:

Já nei! Nú hefst busunin!

‹Setur Sjálfsmorðingann í ól og dregur hann eftir götunni›

‹Hlær nornarhlátri eins og Norninni einni er lagið›

‹Röltir með leiðitamur› Hver gæti valið sér betri húsbónda!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 14/4/06 20:58

Þú ert nú meiri karlinn! Bara orðin og ekkert annað.

‹Leysir tauminn og tárast›

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: