— GESTAPÓ —
Brúðkaup Slopps og Hundslappadrífu: Undirbúningur!
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 4/4/06 20:14

Kæru Gestapóar!
Hjér með tilkynnist að loxins hafa Hundslappadrífa í Neðra og Sloppur ákveðið að láta gefa sig saman og ganga í mjög svo Baggalútískt hjónaband og er þessi þráður tileinkaður Brúðkaupinu og undirbúningi þess!

Mikill undirbúningur fer nú í hönd og krefst viðburður þessi mikillar hjálpar allra þeirra er hönd geta lagt á plóginn! Til munu falla ýmis konar verkefni og störf, sem sækja þarf um hjér fyrir neðan, en þegar er búið að ráða í nokkur slík störf!

۩ Hans Riddaralega hávelborintign Heiðglyrnir hinn hugdjarfi hefir að sjér tekið að framkvæma þessa stórkostlegu athöfn og gefa okkur saman.

۩ Þarfagreini hlotnast það mikilvæga hlutverk að vera "Faðir Brúðarinnar" og leiða Hundslappadrífu upp að altarinu!

۩ Nú þegar hefir staðsetning verið ákveðin, en Don De Vito, sá öðlingur hefur boðið okkur Hringleikahús sitt til afnota fyrir brúðkaupsathöfn og veislu. ‹Hvar sem hann nú er›

۩ Vladimir Fuckov háttvirtur Forseti vor, hefir verið útnefndur Einstakur Forseti öryggismála og Heiðursdyravörður og felst starfið í því að hafa yfirumsjón yfir öllu sem viðkemur öryggi brúðkaupsins, veislunnar og Skýjafeykisfylgd. Felur starfið einnig í sjér yfirmennsku allra öryggismála, s.s. dyravörslu, vopnaleit, sætavísun o.þ.h.

۩ Albin skal skipaður sjérlegur aðstoðarmaður Vladimirs, en hefir þó að mestu frjálsar hendur með snæperinn!

۩ Húmbaba, sá heiðursmaður, hefir boðið Brúðhjónunum Höll sína í Sígrænaskógi til afnota á Brúðkaupsnóttina! ‹skal málið sett í nefnd og svarað innan tíðar!›

۩ Upprifinn hinn undraverði, bauðst til að ljá Brúðhjónunum Spilahöll Lomberklúbbs Baggalútíska Heimsveldisins yfir Brúðkaupsnóttina! ‹skal málið sett í nefnd og svarað innan tíðar!›

۩ Brauðfótur varð fyrir valinu sem blindfullur frændi, sem mjög þykir dýr á fóðrun og enginn vill þekkja!

۩ Stelpið sýndi mikinn áhuga á að vera blindfulla frænkan sem lumar á Jagermeisterpela við öll tækifæri! Var umsóknin einróma samþykkt og hún ráðin á staðnum! Er hún einnig í forsvari fyrir Gæsagleði Hundslappadrífu í Neðra!

۩ Offari tók strax að sjér að vera Forsvarsmaður Steggjapartýs Slopps og bakaði meira að segja strippdömuköku!

۩ Hvæsi hafði lofað oss að sjá um veitingarnar og að sjérstakri beiðni Hundslappadrífu í Neðra, mun verða boðið upp á rautt pestó í tonnavís!

۩ Hexía De Trix ætlar að koma með Brúðarkakó og mun sjá um drykki handa brúðkaupsgestum. Einnig verður í boði Frostlögur!

۩ Skoffín, sem er fósturskoffín Hundslappadrífu, verður HeiðursbrúðarSkoffmey og hringaberi Hringanna Einu! Verður hún í tyggjóbleiku og hvítu!

۩ Blóðugt hefir verið valin af sjérstakri ósk Hundslappadrífu í Neðra til að annast söng!

۩ Ferrari var sjálfskipaður Skýjafeykir; Háttsettur ekill brúðhjónanna!

۩ Útvarpsstjóri mun að sjálfssögðu vera með beina útvarpssendingu frá Athöfninni og Veislunni á Ísafold! Mun hann einnig flytja heiðursskálarræðu Brjúðhjónanna, en eftir hana verður þeim, er enn verða vakandi, frjálst að kveða sjér hljóðs og heiðra Brúðhjónin!

۩ Voff verður mögulegur lögfræðingur Brúðhjóna! Tók einnig að sjér að "merkja" alla ljósastaura í nánd við Hringleikahúsið! ‹Það mál skal sett í nefnd og rætt við Vladimir Fuckov, Forseta Öryggismála!›
_____________________________________________________________________

Fleiri hafa eigi verið ráðnir, en Gestapóar eru hvattir til að sækja um þau störf sem til falla og sjé eitthvað starfsheiti sem einhverjir vilja ekki til, má ávallt skoða málin og búa þau til!

Þau störf er uppfundin hafa verið og eru laus:

۩ SvaraSloppar – Vegna mikillar ábyrgðar og mikilvægi þessa starfs, munu 2 – 3 Gestapóar verða ráðnir í þetta hlutverk!

۩ Brúðarmeyjar – Ekki eru mikil takmörk fyrir fjölda Brúðarmeyja! - Aulinn í tyggjóbleiku, Sjérútvalin Forystubrúðarmey! ‹mögulegur Forréttur›

۩ Tónlist – Viðkomandi sjér um bókun á hljómsveit! Einnig væri vel liðið ef viðkomandi aðili gæti starfað náið með sjérstakri söngkonu brúðkaupsins!

۩ Veislustjóri – Sá eða sú, er þetta starf hlýtur, hefur yfirumsjón yfir neðangreindum störfum! Sjér einnig um boðsmiða og formleg boð í brúðkaupið. 1 – 2 starfsgildi! Veislustjóri skal þó svara til Vladimirs, Forseta Öryggismála Brúðkaupsins!

۩ Blómaberar – Um er að ræða 5 stöðugildi, sem fela í sjér blómatínslu, snyrtingu, skreytingar, blómaburð og allt sem viðkemur blómum athafnarinnar!

۩ Dyravarsla – Þar sem atburður þessi fer fram í Hringleikahúsinu, þarf 4 fílhrausta dyraverði. Störfin henta báðum kynjum, sem og Rússneskum kúluvörpurum. - ‹#1› Tigra útnefnd Yfirdyravörður sem einungis svarar til Vladimirs! ‹#2› Furðuvera, með hnyklaða Tvíhöfða!

۩ Sætavísir – Ekki verða númeruð sæti, en mörgum gestum þarf þó að fylgja til sætis síns og sjá til að allir sjéu prúðbúnir. 2 störf! ‹#1› Dr. Zoidberg, sem einnig er tók að sjér smökkun drykkja og matvæla!

۩ Almennar skreytingar – Sökum umfangs viðburðarins og stærð Hringleikahússins, er sóst eftir sem flestum í þetta starf og er óskað eftir því að Blómaberar og Skreytingafólk starfi saman í sátt og samlyndi.

۩ Framreiðslumeistarar – Upphaflega var hugmyndin að nota þræla, djöfla, púka og Færeyinga í framreiðslu! Hefur nú verið tekin ákvörðun um að nota hin fyrrnefndu fyrirbæri, séu þau enn á lausu, en þá vantar enn 5 – 10 Framreiðslumeistara, sem skulu vera yfirmenn kvikindanna!

۩ Klæðskeri – Þar sem Sloppur hefir of lítinn tíma til að sjá um sníðingu Sloppa á allt starfsfólk, verður ráðinn klæðskeri til að annast Sloppasauma allra nema brúðhjónanna, en Sloppur sér um þau!_____________________________________________________________________

Ekki hafa fleiri störf verið uppfundin, en sjé hugmyndaflug í lagi og ekki vilji til að taka að sjér þau störf er þegar hafa verið tekin fram, skal sækja um fleiri starfsheiti hjér fyrir neðan!

Kæru Gestapóar! Enn eru til störf fyrir þá, er vilja, sem og þá er vilja vera neyddir til starfa. Eftir sem áður verða Gæsagleði og Steggjapartý opin fram að Brúðkaupi, svo framarlega sem Brúðhjónin geta mætt merkilega lítið þunn til athafnarinnar!

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

‹Dæsir af vellíðan og titrar af spenningi› Ohh Sloppur þú ert svo málhagur... ‹roðnar›

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 4/4/06 20:21

Pant vera dyravörður. ‹Hnyklar tvíhöfðann›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 4/4/06 20:23

Pant vera brúðarmey í tyggjóbleiku!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Furðuvera mælti:

Pant vera dyravörður. ‹Hnyklar tvíhöfðann›

Get ekki hugsað mér hæfari manneskju í starfið. Sloppur, þú skráir það ‹dansar um með stjörnur í augunum›

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

aulinn mælti:

Pant vera brúðarmey í tyggjóbleiku!

Bókað!!!! ‹hlakkar óskaplega til að sjá›

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/4/06 20:38

Ég get verið SvaraSloppur. Vonandi verða spurningarnar ekki erfiðar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 4/4/06 20:39

‹Skoðar listann spekingslega.›

Pestó er ekki mannamatur!!!!‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 4/4/06 20:40

Þarfagreinir mælti:

Ég get verið SvaraSloppur. Vonandi verða spurningarnar ekki erfiðar.

Þarfi minn!!! Skoðaðu einkapóstinn þinn! Hef mikið mikilvægara starf fyrir þig!

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 4/4/06 20:44

Hvæsi mælti:

‹Skoðar listann spekingslega.›

Pestó er ekki mannamatur!!!!‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Vel má vera að þjér viljið eigi jéta Pestó, þjér þurfið ekkert að borða það!
Eigi verður eingöngu boðið upp á Rautt Pestó, þó svo að það verði í mestum meirihluta!
Þú hefur frjálsar hendur með allan annan mat, svo framarlega að sjérstök áherzla verði lögð á Pestóið!!

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 4/4/06 20:49

‹Skoðar póstinn›

Faðirinn já. Það væri mér sannur heiður að vera 'faðir' brúðarinnar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Þarfagreinir mælti:

‹Skoðar póstinn›

Faðirinn já. Það væri mér sannur heiður að vera 'faðir' brúðarinnar.

‹Stekkur hæð sína› Æðislegt kæri fósturfaðir!

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 4/4/06 21:07

Ég er heiðursbrúðarmey og verð því í hvítu og tyggjóbleiku líkt og sönnum hringbera sæmir! ‹Stekkur hæð sína og finnur til sín í hlutverkinu›

Jólaköttur Baggalútíu ~ Yfirrannsóknardómari ~ Skírlífisbrjótur~ Ofstopaköttur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 4/4/06 21:09

Skoffín mælti:

Ég er heiðursbrúðarmey og verð því í hvítu og tyggjóbleiku líkt og sönnum hringbera sæmir! ‹Stekkur hæð sína og finnur til sín í hlutverkinu›

Nei, ég legg til að Skoffínið dragi hestvagninn. Ég verð heiðursbrúðameyin.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 4/4/06 21:11

Skoffín mælti:

Ég er heiðursbrúðarmey og verð því í hvítu og tyggjóbleiku líkt og sönnum hringbera sæmir! ‹Stekkur hæð sína og finnur til sín í hlutverkinu›

Elsku Skoffínið mitt.. Þú ert HeiðursbrúðarSkoffmey!

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

aulinn mælti:

Skoffín mælti:

Ég er heiðursbrúðarmey og verð því í hvítu og tyggjóbleiku líkt og sönnum hringbera sæmir! ‹Stekkur hæð sína og finnur til sín í hlutverkinu›

Nei, ég legg til að Skoffínið dragi hestvagninn. Ég verð heiðursbrúðameyin.

Usssuuususuussusss, Skoffín er fósturskoffín mitt og verður því heiðursbrúðarskoffmey og hringberi, Aulinn má samt alveg vera forystubrúðarmý ef hún vill ...

- Hæstvirtur Lögfræðingur pirrandi félagsins - Þáttastjórnandi hinna sívinsælu Baggasveins og Baggasveinku þátta - Besservisser - Verndari rauðs pestós - Stofnandi og Skýjameistari H-menningarklúbbsins - Fósturmóðir Skoffíns - Unnusta Slopps -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skoffín 4/4/06 21:18

Ég tek mig hreint út sagt ótrúlega vel í tyggjóbleiku og hef því fullan rétt á að stela þeirri hugmynd. Hvernig datt þér í hug að ég gæti dregið hestvagn?!
‹hryggbrotnar nánast við tilhugsunina og handfjatlar hringana undursamlegu›

Jólaköttur Baggalútíu ~ Yfirrannsóknardómari ~ Skírlífisbrjótur~ Ofstopaköttur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 4/4/06 21:18

Ég tel mig vera sjálfvalinn sem ökumaður brúðhjónanna

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 11, 12, 13  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: