— GESTAPÓ —
Sálmagetraunin
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 49, 50, 51  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/2/06 15:50

Leikur þessi er svipaður hinum vel þekkta Orðsnilldagátuleik (sjá http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2414 ) nema hvað hjer verður það sem spurt er um að hafa birst hjer á Gestapó frumsamið og í bundnu máli.

Hugsanlega eru eigi nægilega margir Bagglýtingar virkir á Kveðist á til að leikur þessi gangi almennilega en vjer ætlum samt að prófa.

Og hefjum vjer þá leikinn. Í tilefni fjelagsrits Skabba um klámvísur þar sem m.a. er minnst á að yrkja undir rós spyrjum vjer: Hver orti eftirfarandi ?

Tilvitnun:

Á ég skilin öll þín hrós
aldrei hreint ég klæmist
þó undir Rós og yfir Rós
og inn í Rós ég kæmist

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 22/2/06 15:53

Er það Skabbi sem yrkir hjerna yfir rós?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/2/06 15:57

Heiðglyrnir?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/2/06 15:58

Ég myndi giska á Nornina.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/2/06 15:59

Ég ætla nú að giska á Z. Natan...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/2/06 16:09

Eigi er rjett svar komið. Sá Bagglýtingur er um er spurt er minna þekktur en þeir er nefndir hafa verið hjer og hefur fremur lítið sjest að undanförnu.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/2/06 16:10

Smali?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/2/06 16:11

Þetta er snúið.

Zorglúbb?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/2/06 16:18

Bleh... ég er allt of ung!

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/2/06 16:23

Eigi rjett en sannleikskorn í því er blóðugt segir því sá er um er spurt hefur lítið sjest eftir að Gestapó var opnað eftir sumarlokunina í fyrra. Umrætt sálmaskáld breytti nafni sínu eitt sinn lítillega.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/2/06 16:30

Ruglubulli... eða Bjargmundur frá Keppum?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/2/06 18:15

Bölverkur ... hét hann ekki áður bölverkur?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/2/06 18:25

Vladimir Fuckov mælti:

Eigi rjett en sannleikskorn í því er blóðugt segir því sá er um er spurt hefur lítið sjest eftir að Gestapó var opnað eftir sumarlokunina í fyrra. Umrætt sálmaskáld breytti nafni sínu eitt sinn lítillega.

Afsakið. Eitthvað drógust augun aftur úr þarna. Auðvitað getur þetta þá ekki verið Bjargmundur.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 22/2/06 20:32

Kynjólfur úr keri.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

E-ð rámar mig í þetta vísukorn . . . & hvað varðar nafnbreytinguna, þá efast ég um að þetta geti hafa verið Kynjólfur, þótt vissulega hafi hann alltof lítið komið hér við á undanförnum mánuðum. Þá skýt ég á höfundur sé annaðhvort Vatnar B. Vatne ellegar Tony Halme . . .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/2/06 23:30

Enginn þeirra er nefndur hefur verið en það er rjett að nafnið breyttist lítið. Hversu lítið kann að vera eitthvað háð framburði. Gesturinn var mest virkur á Kveðist á en hefur lítið sjest eftir sumarfrí.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ekki er þetta gesturinn sem stundum hefur gengið undir nafninu Gimlé ?
‹Klórar sér í höfðinu› . . . eða kannske Gvendur skrýtni/skrítni ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/2/06 00:30

‹Klórar sér ákaft í höfðinu›

Er þetta Sjöleitið?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2, 3 ... 49, 50, 51  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: