— GESTAPÓ —
Hunangsflugan heilsar.
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hunangsflugan 17/2/06 10:52

Sæl og blessuð! Ég er Hunangsflugan og kom suðandi hingað inn um gluggann í gær/nótt og rata ekki út. Ég las í ráðum til nýliða að það væri gott að kynna sig og mér sýnist þetta afdrep vera rétti vettvangurinn fyrir það.
Ég hef lengi fylgst með fréttamiðlun Baggalúts og hef meira að segja gerst svo fræg að sjá köntrísveitina á sviði en það er tiltölulega stutt síðan ég uppgötvaði þennan afkima Baggalúts og alla þá frábæru leiki og ljóðagerð sem hér fer fram.
Ég vona að ég geri ekki mikið af vitleysum (ég er nefnilega búin að lesa nokkra aðra kynningarþræði og sé að þið eruð mjög misvinsamleg við svona nýgræðinga!) og að hér hefjist löng og farsæl viðvera á/í Gestapó (hvort myndi vera rétt, þið sem eldri eruð?!)

Kynningu er hér með lokið.
‹bíður skjálfandi eftir viðtökunum›

Sæt sem hunang, stingur sem bý
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 17/2/06 10:54

Velkomin.

Það tíðkast reyndar að kynna sig á svæði sem nefnist „Vjer ánetjaðir“.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 17/2/06 10:55

Nír níliði ‹nír saman höndunum af ánægju›
Komið með tjöru og fiður. Nú verður gaman!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/2/06 10:57

Já sæl vertu - þú stendur þig með prýði, en ein smávægileg mistök gerðir þú nú ... til siðs ku vera að stofna svona kynningarþræði á svæðinu Vjer ánetjaðir, eins og fröken blóðugt benti hér á. Sætleiki þinn veldur því hins vegar að ómögulegt er að gagnrýna þennan gjörning þinn. Svo er ég viss um að einhver sem til þess hefur völd færir þráð þennan von bráðar á rétt svæði.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hunangsflugan 17/2/06 10:58

Ó nei, ég vissi að eitthvað svona myndi gerast! Ég get svo svarið það að ég hélt að ég væri á vér ánetjaðir svæðinu! Ég sagði ykkur að puttarnir væru stundum fljótari en hausinn!

‹bíður eftir tjörgun og fiðrun fyrir þessi mistök›

Sæt sem hunang, stingur sem bý
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jerusalem 17/2/06 11:02

Hmm, mig minnir að ég hafi kannski gert svipuð mistök. Man nú reyndar ekki eftir hvar minn kynningar þráður var settur. En kannski var það ekki kynningarþráður...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/2/06 11:02

Velkomin Láttu ekki krakkagríslingana hrekja þig á brott, þetta eru bara meinlaus grey. Ég sé að þú ert nokkuð lagin við teningana þangað ert þú velkomin:‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hunangsflugan 17/2/06 11:07

Æ þakka ykkur fyrir, gott að vita að það er hægt að laga þessa vitleysu mína, ég vona þá að þráðurinn verði þá kominn á réttan stað innan skamms fyrst einhver æðri máttarvöld (ritstjórn?) geta fært hann til.

Takk annars fyrir ljómandi góðar viðtökur ‹Ljómar upp›

Sæt sem hunang, stingur sem bý
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 17/2/06 12:33

Velkomin‹Gefur Hunangsflugunni hunangsvín›

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/2/06 13:18

Ég skal færa þráðinn yfir á Vér ánetjaðir... og velkomin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 17/2/06 14:29

Vertu bara velkomin, ef ég væri þú myndi ég samt passa hunangið þegar Bangsímon er nálægt.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/2/06 14:34

Vjer bjóðum yður hjer með formlega velkomna ‹Kemur með ný-últrakóbaltsduft›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 18/2/06 21:47

Velkomin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/2/06 13:34

Mikið ofsalega eru allir mjúkir og kurteisir þessa dagana. ‹Klórar sér í höfðinu› Þetta gengur ekki.. ‹Sækir bunka af dagblöðum og rúllar upp hverju tölublaðinu á fætur öðru í hentugt flugnabarefli›
Allir að fá sér smá splattspaða! ‹Sveiflar einu eintaki í kringum sig› ‹Sér engan›
‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› Auðvitað eru allar flugur í dvala! Bjáni er ég.

P.s. ég er með flensu og hugsa ekkert skýrt þessa dagana. ‹Staulast út af sviðinu og sofnar úti í horni›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dr Zoidberg 20/2/06 10:25

Jæja jæja, það virðist engin stemming vera firir tjöru og fiðri en það er nú lágmark að þú útvegir þér ásjónu áður en ég bíð þið velkomna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hunangsflugan 20/2/06 10:45

‹ljómar upp yfir ný-últrakóbaltsduftinu og víkur sér fimlega undan sveiflum B.Ewing›

Þetta eru nú aðeins meiri dúllubossamóttökur en ég hélt að ég fengi en takk fyrir elskulegheitin! Og ég er búin að senda mynd til hr. Enters af því að það var ekkert í myndasafninu sem undirstrikaði sætleika minn nógu vel, en hann er náttúrulega búinn að vera bissí í júróvisjón og svona!

Sæt sem hunang, stingur sem bý
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 20/2/06 14:48

‹Stillir upp "skjóta - tennisbolta - út - um - allt - vél". Fyllir hana af tennisboltum, kveikir á henni, stillir á fullann kraft og heilmikinn hraða. Hleypur út.›

Reyndu núna að fljúga með þotuhreyflunum. Hahaha!

‹Vélin mallar›
‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þooúmp›‹Þúmp›
‹Þúmp›‹Þooúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þooúmp›‹Þúmp›
‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þooúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›
‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þooúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›
‹Þooúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›‹Þúmp›
‹Þúmp›‹Þooúmp›‹....................................................................›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 20/2/06 17:08

‹Tekur upp tennisspaða og byrjar að æfa sig›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: