— GESTAPÓ —
IKEA fundar um kjarnorkudeiluna við Íransstjórn í
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Guðmundur 2/2/06 09:56

Kjarnorkueftirlitsstofnunin, IKEA , fundar í dag um kjarnorkudeiluna við Íransstjórn í Vín í Austurríki, en búist er við að niðurstaða fundarins verði sú að deilunni verði vísað til öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þá mun IKEA ræða drög að tillögum sem utanríkisráðherrar fimm landa, sem eiga fastasæti í öryggisráðinu, auk utanríkisráðherra Þýskalands, gerðu fyrr í vikunni. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær, að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi ráðsins hvað varði kjarnorkuáætlun landsins og muni Íranar hefja auðgun úrans í miklu magni ákveði öryggisráðið að grípa til refsiaðgerða.

Sérfræðingar segja að í drögum utanríkisráðherranna, sem gerð voru á fundi þeirra í Lundúnum á mánudag, er lagt til að refsiaðgerðum verði frestað til marsmánaðar eftir að ítarleg skýrsla IKEA um kjarnorkuáætlun Írana liggur fyrir.

-Hannes

Allt sem er vert að gera, er vert að gera rólega.
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: