— GESTAPÓ —
Kynning
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2, 3  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildigunnur 30/1/06 16:07

Já, á maður að kynna sig. Það er reyndar sjálfsögð kurteisi, en ég þorði varla eftir að hafa lesið Skottu-þráðinn. Skildi ekki alveg umræðuna.

Ég er fædd upp í frjósamri hlíð
og fjöllin mín vaka' yfir mér,
þar sem vaggar mér vorgolan blíð
og veturinn mjúkhentur er.
Þar er sólin mín sægræn og heit
og sællegt og heiðarlegt fólk,
það er blessun að búa í sveit
og börnunum hollt eins og mjólk.

P.S. Ég valdi mér nafn úr Njáls sögu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 30/1/06 16:09

Velkomin. Sjálfur valdi ég mér nafn úr símaskránni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 30/1/06 16:43

Mitt nafn birtist mér í draumi. Velkomin.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/1/06 16:43

Já, sæl vertu. Það er ekki skrýtið að þú hafir ekki skilið umræðuna á Skottuþráðnum, enda erum við öll sömul klikk. Eftir eigi langan tíma hér munt þú hins vegar sjálf verða klikk, og í þeirri andrá mun þér hætta að þykja nokkrar umræður hér óeðlilegar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/1/06 16:45

Vertu allra manna velkomnust.. Komdu á Kveðist á!

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 30/1/06 16:47

Mmmblessuð blessuð og velmokin Gildihunnur.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/1/06 16:54

Velkomin Hildigunnur.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skotta 30/1/06 16:57

Fékk ég nokkuð svo hræðilegar móttökur? Það þótti mér ekki. En velkomin Hildigunnur. Við eigum sama rafmælisdag ‹Ljómar upp og skottast›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 30/1/06 17:27

Vertu blessuð og sæl, þú virðist ekki vera svo slæm.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/1/06 17:32

Velkominn Hildigunnur. Ég valdi mér bara nafn við hæfi.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 30/1/06 17:33

Vertu velkomin Hildigunnur!
Alltaf gaman af góðum skáldum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 30/1/06 18:58

Margsæl og blessuð! ‹hristir höndina á Hildigunni ákaft›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 30/1/06 19:01

Falleg hlíð heyrist mér. Vertu velkomin.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hæ Hildigunnur

‹Verður vandræðalegur á svipinn en hverfur síðan til annarra starfa›

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 30/1/06 19:04

Ævinlega velkomin Hildigunnur. Þú virðist vera vönduð persóna.

Ég vil líka benda á að allir á Gestapó koma fram undir eigin nafni og líta nákvæmlega eins út og á einkennismyndum. Það er alger óþarfi að fela sig bak við skáldsögunöfn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 30/1/06 19:52

Velkomin Hildigunnur, ég væri ekkert Dularfullur ef ég gæfi upp mitt rétta nafn.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildigunnur 30/1/06 20:24

Takk fyrir,þið eruð svo almennileg. Ég var nú ekki svo viss um það þegar ég skrifaði kynninguna. Ég leit á Vísur dagsins. Margar flottar,en stundum dáldið dónó. Hlakka til framhaldsins hér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 30/1/06 20:39

Þurfum við að gerast siðprúðir?

KauBfélagsstjórinn.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: