— GESTAPÓ —
Áhyggjur
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Foxy 16/1/06 02:54

ég hef áhyggjur af runnanum mínum og ég er ekki að tala um runnann í garðinum

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 16/1/06 10:08

Hefurðu ekki lesið Njálu!? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

... wúdd jú ðenn prífer eingliss?

En að öllu gríni slepptu þá sé ég nú meira en örlítið á eftir latínunni. Enda er það hið gagnlegasta tungumál sem hægt er að læra, því með henni lærirðu grunn æði margra tungumála annarra. Og ekki er íslenskan nóg, eða hvað?*

Jú, ég verð víst að kyngja því að þrátt fyrir allar tilraunir handboltadómarans til að draga úr þeirri virðingu sem þjóðin ber þó enn fyrir þessari merku stofnun tíðkast að rita nafn hennar stórum staf. Því biðst ég forláts.

Svo hefur dönskukunnáttu hrakað mikið undanfarin ár. Þegar ég hóf mitt háskólanám bölvaði ég sjálfum mér mikið fyrir að hafa ekki lagt mig betur fram við að læra dönskuna almennilega. Það hefði sparað mikinn tíma.

____
*Áður en upphrópanir um ágæti enskunnar hefjast, vil ég til gamans benda á að a.m.k. helmingur enskra orða eru af latneskum uppruna, og góður slatti í viðbót er kominn í ensku í gegnum tungumál sem eru beinir afkomendur latínu, t.d. spænsku og frönsku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 16/1/06 10:14

Afsakið, þetta var víst ég.

‹Bölvar innskráningarkerfinu í sand og ösku›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 16/1/06 13:28

Þar er ég alveg sammála þér Gunther. Danskan mætti fá nokkrar krónur í viðbót. Þó að þar sé á ferðinni dragleiðinlegt fag er þó umtalsverð praktík í því að vera sleipur í dönsku.
Verst að ég gat aldrei náð tökum á henni, enda er ég eins og fífl þegar ég er í Köben, tala bara ensku og bendi út í loftið.
Ef bara það væri til leið til að gera þetta skemtilegt.
<Hugsar sig um, vel og lengi>

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 16/1/06 16:21

T.d. með því að ferja öll íslensk grunnskólabörn í heimsókn til Árnastofnunar í Kaupmannahöfn?

‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 16/1/06 19:48

Þetta er alveg nýtt. Ungmenni sem þykjast vita hvað þeim er fyrir bestu. Í mínu ungdæmi ferðuðumst við um í hópum með bréfaklemmur í eyrunum, græna hanakamba og vorum dónaleg við fullorðna. En við lásum Njálu, ljóð Davíðs Stefánssonar, Bubba og Purrksins. Ekki man ég eftir því að við skirrðumst við að fara eftir ráðleggingum foreldra okkar.‹Glottir eins og fífl›

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 17/1/06 19:52

Áhugasömum bendi ég á þessa grein hér:
http://murinn.is/eldra_b.asp?nr=1855&gerd=Frettir&arg=6

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 17/1/06 21:48

Áhugaverð. Takk.

LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: