— GESTAPÓ —
Hvað fenguð þið í jólagjöf?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 25/12/05 00:43

Ég fékk fimm eða sex stuttermaboli, húfu frá ömmu, þrjá geisladiska, þrjár bækur, belti, sokka, skó, púða (líka frá ömmu), eitthvað rakspíradót og ég veit ekki hvað og hvað.

Svo á ég náttúrulega eftir að opna frá vinnufélugunum (bíst aðalega við vélbyssum, sprengjum og svoleiðis dóti þaðan).

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 25/12/05 00:52

Ég fékk eina gjöf en hún var alveg þess virði að bíða eftir henni. Dark side of the moon DVD. Ekta nördastöff til að liggja yfir og drekka bjór með.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 25/12/05 01:15

Einhverstaðar í pakkahrúgunni innan um pakkana sem krakkarnir fengu lágu nokkrir til mín.T.d skór og allskonar dótt í heimilið og svo kom Lasyboystóll ‹Stekkur hæð sína› Letiköstinn eiga eftir að verða ansi mörg í framtíðinni

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 25/12/05 01:16

Djö mar ‹ verður grænn af öfund›

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Hún dóttir mín gaf mér snotra lyklakippu sem hún hafði gert sjálf. sonur minn gaf mér disk með Svend Asmussen og Alice Babs. Síðan sögðu þau að ég væri besti pabbi í heimi og kystu mig . Það var sú besta gjöf ég gat óskað mér.

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/12/05 01:36

Þetta voru óvenju uppskerurík jól. Fékk 7 glæsilegar bækur (11 ef meðtaldar eru 4 teiknimyndasögur: Tvær Ástríks og tvær fágætar Viggóbækur). 6 Dvd myndir. 3 skyrtur, tvö bindi, tvö kerti, seðlaveski, tvo trefla, eldavélahanska (?), jú og geisladisk (Coltrane) og stóra makkintossdós.

Allt í allt ætti ég að koma út í óvenju litlum mínus þessi jól.

‹Færir gjafirnar í bókhaldið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 25/12/05 02:16

Viskustikki, bók, bók, DVD, bók, nammi, mjúkan pakka, mjúkan pakka, borvél, slaufu sem blikkar, mjúkan pakka, CD, bók. tusku, jólasveinabolla og -disk.

Þetta var hresst, en ég veit ekkert hvort ég hafi komið út í mínus. Það er varla hægt að verðleggja hugsunina sem ég lagði í allar jólagjafirnar. Ef við værum að því, værum við að tala um kazilljónir íslenskra króna.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 25/12/05 03:19

3 frábærar bækur (þar af eina áritaða af höfundinum, oh my), gufustraujárn, kertastjaka, 2 vínkaröflur, töfrasprota/mixer, 2 stóra blómavasa, kaffibollasett, salatskál og salatáhöld og DVD mynd.

Jamm, slatti af fínum hlutum í búið svo ekki sé meira sagt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hrani 25/12/05 07:07

Ég fékk eina 3.falda DVD, eina peysu og eina mynd.
Soldið hissa að fá ekki bók.
Kannski er það rétt að bækurnar séu á undanhaldi.

Ég ætla að nota þetta tækifærið til að bjóða góða nótt, þegar klukkan er orðin 7:02. Jú ég gleymdi að ég fékk Camus frá vinnunni. Þeir eru sem betur fer hættir að senda mér vindla.
Góða nótt.

Hott hott
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 25/12/05 12:17

Chronicles vol. 1 eftir Bob Dylan(tvö stykki af henni reyndar, mun skipta annarri fyrir Anansi Boys eftir Neil Gaiman), This Diary Will Change Your Life 2006, Eragon eftir Christopher Paolini, Scar Tissue eftir Anthony Kiedis, allar Narniu bækurnar eftir C.S. Lewis, geisladiskinn Bob Dylan Live 1964 úr The Bootleg Series, einn lítinn bangsa sem er eins og svart lamb, capo fyrir gítarinn, Sennheiser heyrnartól, handklæði, hálsmen, bol, þrjár tegundir af tei, tvö teglös, bókamerki, RISAstórar náttbuxur, skartgripaskrín, fjórar DVD myndir og 15.000 kall.

Bara assgoti fínt!

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 25/12/05 12:57

Ein af bókunum sem ég fékk var einmitt Anansi Boys... það var reyndar ekki hún sem var árituð af höfundinum þó.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/12/05 13:35

Ég fékk hjólatjakk, kúbein og topplyklasett.‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/12/05 14:51

Ég fékk líka Anansi boys.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
sphinxx 25/12/05 15:13

ættingjar áhváðu að ég ætti ekki nógu flott glös og matastell þannig þessi jól eru hálfgerð postulínsJól enginn pakki undir 5 kg..
ja nema diskurin með Hjálmum.
auglýsi ég hérmeð eftir nýrri eldúsinnréttingu eða risaskenk svo ég komi nú nýja kínanu mínu á öruggan stað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/12/05 15:16

Vonandi ert þú ekki ein(n) af þessum stellfíklum. Það er erfið og hræðileg fíkn. Ég hef séð besta fólk leiðast út í glæpi á mettíma til að svala þeirri fíkn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 25/12/05 15:22

Hakuchi mælti:

Vonandi ert þú ekki ein(n) af þessum stellfíklum. Það er erfið og hræðileg fíkn. Ég hef séð besta fólk leiðast út í glæpi á mettíma til að svala þeirri fíkn.

Ég þekki líka fólk, sem hefur orðið fyrir barðinu á þessari fíkn. Nokkur afbrigði hennar eru t.d. mávastellið, fallandi lauf, mánaðarbollar og jólaplattar Bing og Gröndal.
Mitt leirtau er hins vegar mest megnis úr Ikea þannig að ég tel mig hólpinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/12/05 15:24

Prísaðu þig sælan félagi.

‹Minnist vina og ættmenna sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari fíkn›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 25/12/05 15:29

Hakuchi mælti:

Prísaðu þig sælan félagi.

‹Minnist vina og ættmenna sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari fíkn›

Já, og svo má auðvitað ekki nota þessi fínu stell því óvart gæti brotnað diskur eða bolli og þá er voðinn vís.

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: