— GESTAPÓ —
Þjóðarsálin.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 15/12/05 00:24

♪Út með jólaköttinn.♪

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/12/05 19:51

Ekki gekk vel að æsa konur hér í gær Enda kanski ekki alveg samkvæmur sjálfum mér. Heldur orðaði ég þetta þannig til að fá strekari viðbrögð, og þó aðalega vegna þess að mér finst konur verða eitthvað fallegri þegar þær reiðast. ‹Glottir eins og fífl›

Frétt dagsins er að sjálfsögðu hátt matarverð hér og þátttaka bænda í því að halda uppi matvöruverði. Er ekki komin tími á að hefja alvöru innflutning á landbúnaðar vörum. Þetta kjaftæði að Kjötið hér sé best í heimi er náttúlega tómt rugl og við verðum að gera okkur grein fyrir því að kjötið verður að vera á samkepnishæfu verði.

Nú hef ég örugglega æst einhvern ‹Setur á sig hjálminn›.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 15/12/05 19:57

Flytjum inn krókódílakjöt og strútakjöt. Fínt kjöt á viðráðanlegu verði.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/12/05 20:14

Ég var nærri dauður eftir fyrstu vikuna í útlandinu! Síðan þá læt ég senda mér öll matvæli að heiman, með persónulegum gæðastimpli Guðna Á.

‹Gefur frá sér (kaldhæðnislega) vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/12/05 20:24

‹Umpólast› Ma ma ma Sko ekki ´ætla ég að fara éta þetta útlenska hormónakjöt og ekki ætla eg að fá mér græna súrmjólk frá grænlandi. ‹Glottir eins og fífl›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 17/12/05 09:16

Jamm. Ef hefja ætti ,,alvöru innflutning" á landbúnaðarafurðum, myndu íslenzkir bændur mjög fljótlega fara á hausinn, sérstaklega vegna þess að heima á Fróni eru aðstæður til ræktunar mun erfiðari en í flestum öðrum löndum.

Það eru heldur ekki bændurnir sem halda verðinu uppi. Þar er verið að hengja bakara fyrir smið. Það eru afurðarstöðvarnar og sérstaklega kaupmennirnir sem það gera, hvort sem eru heildsalar eða smásalar. Það þótti til dæmis tíðindum sæta hér um daginn þegar sláturleyfishafar samþykktu viðmiðunarverð samtaka sauðfjárbænda. Hér áður fyrr lækkuðu þeir það talsvert.

Að mínu mati var alveg kominn tími á það. Sauðfjárbændur hafa það ekki allt of gott og mega alveg við smá launahækkun af hálfu sláturleyfishafanna. Það jafnast ekkert kjöt á við gamla góða fjallarekna íslenzka lambaketið. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/12/05 09:52

Jæja loks kemur einhver að verja greyið bændurnar sem berjast í bökkum og fá svo framan í sig að það séu þeir valdir að því hátt verðlag ríki hér. Takk

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 17/12/05 09:55

Ef allir helvítis milliliðirnir yrðu teknir úr sambandin þá er hægt að lækka verðið svakalega.Hvað skyldi allt þetta bændarhallarkjaftæði kosta ?ég hef rúllað þangað inn og hef aldrei séð annað eins magn af allskonar tilgannslausum fræðingum.Ef það yrði skorið niður þar þá er svakalegur kostnaður farinn

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 17/12/05 11:10

Aumingja bændurnir sem eru arðrændir af framsóknarmönnum,milliliðum og kerfisköllum. Þetta er ekkert annað en heimska, leti og framtaksleysi í bændadurgunum að selja ekki sínar afurðir sjálfir. Þeir vilja bara fá tékkann beint inn um lúguna og nenna ekki að hafa fyrir neinu. Mæli með því að hvalveiðar verði stundaðar af kappi þannig að við getum valið eitthvað annað að éta en bændaket.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/12/05 16:04

Verð á landbúnaðarvörum er skítlega hátt. Það skiptir litlu máli fyrir neytandann hvar í keðjunni verðið hækkar upp úr öllu valdi. Aðalatriðið er það að hann þarf að borga gull og græna skóga fyrir nauðsynjavörur á borð við kjöt. Verð sem er langtum hærra en annars staðar.

Ég styð afnám tolla og annarra viðskptahindrana á landbúnaðarvörum. Slíkt mun valda geypilegum breytingum, án efa. Landbúnaður mun umturnast úr því dauðadásástandi sem hann er í núna. Spurningin er hvort sviptingarnar muni ganga af honum dauðum eða hvort þær muni hleypa lífi í greinina.

Sjálfur hef ég enga trú á dauða landbúnaðar. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Mjólkurafurðalandbúnaður er þegar nokkuð vel varinn út af náttúrlegri vernd tengdri fjarlægð frá landi (þó ekki að öllu leyti auðvitað).

Rollubændur tel ég jafnvel eiga hvað mesta möguleika af öllum bændum, einfaldlega af því að það er fjandi mikið til í því að íslenska lambið sé góð vara. Þá er ég ekki að miða við þjóðrembingsbjagaða tilfinningu mín sjálfs heldur hafa útlendingar sem ég hef spjallað við um mat hér á landi einatt hrósað lambakjötinu (af fyrra bragði) í hástert. Rollurnar búa við nokkuð einstakar aðstæður (n-k villifé á hálendum vs. búlduleitar rollur á allsnæktarlendum eins og í Nýja Sjálandi) sem gerir ketið sérstakt. Hæglega væri hægt að markaðssetja íslenska lambið sem vistvænt afburðarket og koma á snobbi eins og í vínæktarkjaftæðinu þar sem viðkomandi hérað framleiðir gæðavín með snobbpremíu ofan á. Ef tollaverndin og hin kæfandi barnfóstrukrumla ríkisins yrði fjarlægð og eftir stæðu bændur (og sláturleyfishafar; öll sölukeðjan) frammi fyrir naktri samkeppni, þá gætu þeir skussast til að laga til verðið og jafnvel markaðssetja lambið erlendis sem snobbvöru til að drýgja tekjurnar.

Annað sem andmælendur frelsis í landbúnaði segja er að þá muni rómantíkin hverfa, þetta verður bara stór iðnaður með risabúum. Mitt svar er að þetta er andskoti hátt verð sem allir þurfa að borga fyrir rómantík. Jú, sannarlega ættu beljubú að stækka, en hvaða rómantík hefur umleikið beljubúskap (sem fyrir löngu er orðinn ótrúlega tæknivæddur) og kjúklingabúskap? Enginn, segi ég. Öll rómantíkin og 'menningin' hefur tengst rollubúskapnum. Munum við sjá risabú með rollum myndast? Það þarf ekki að vera. Þau geta stækkað eitthvað jú en það eru náttúrulegar takmarkanir fyrir stækkun rollubúa og vafasamt hvort það þjóni einhverjum tilgangi að hafa einhver risabú með rollur. Ástæðan er sú að rollur þurfa sitt svæði til að borða. Það er ekki hægt að troða þúsundum rollna á einn blett og reka þær síðan á eitt risabú. Það er líkast til ekkert hagkvæmt, þá þyrftu amk. að vera mörg 'útibú' býlisins dreifð um stórt landsvæði (sem gætu hægast verið sjálfstæð bú). Einhvers konar aukin samvinna nálægra býla gæti virkað alveg eins vel og eitthver koróret bú stórfyrirtækis.

Þá er komið að nautinu. Ég vona heilshugar að íslenskur nautabúskapur deyi drottni sínum. Nautakjöt er yndislegt kjöt. Hins vegar er lítil sérstaða í nauti, eftir því sem ég hef tekið eftir. Auk þess hefur naut iðulega verið dýrara en gull hér á landi, sem er einstaklega pirrandi. Ég vildi glaður fá úrvals argentískt nautakjöt á mannsæmandi verði.

Með losun hamla ætti að auðvelda landbúnaði að sérhæfa sig í því sem þeir eru góðir í (rollur og í minni mæli beljur) og ættu hæglega að geta haldið sér í góðu formi með réttri markaðssetningu og réttum áherslum (hreint, vistvænt og gott og rukkað fyrir það aðeins hærra verð).

Góðar stundir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/12/05 16:28

‹Setur auglýsingar á fóninn meðan verið er að melta þetta›

KauBfélagsstjórinn.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/12/05 19:50

Það er strax byrjað að hræra í kjötmarkaðnum.
Ýmis fyrirtæki eru farin að flytja inn nýlega leyfðar nýjungar á borð við strút, kengúru,
fasana, dádýr, og ég tali nú ekki um nýsjálensku nautalundirnar, sem gera þær íslensku að
drasli í samanburði, en eru þó á billegra verði.

Hvað lambið okkar varðar,
Þá hljóta annara þjóða lömb að vera algjört drasl, því þessi ímynd sem íslenska lambið hefur,
"lifir á hálendinu og drekkur úr týndum ferskvatnslindum" Er nú ekki alveg rétt.
Rolluhelvítin sem þvælast fyrir okkur á þjóðvegum landsins, þessi sem við öll höfum margoft flautað á og blótað hástöfum, draga einmitt á eftir sér lömbin sem við étum næsta vetur.
Þau sleikja saltaða tjöru undan dekkjunum okkar, og anda að sér menguninni og rykinu af bílunum.

En eitt kemur mér (sem kokki) á óvart.
Og það er að ein helsta fiskveiðiþjóð heims (að sjálfssögðu miðað við höfðatöluna góðu)
Geti ekki boðið þegnum sínum upp á góðann fisk, nema á hærra verði en gull,
og þá ekki góðann nema stundum.
Algengt er að borgarbúar láti plata sig og kaupi "glænýjann" fisk, sem var veiddur fyrir 2-3 dögum.
Svarti fiskmarkaðurinn er stærri en margann grunar, þar geturu fengið fisk er kom í land í gær, á viðsættanlegu verði, ef þú verslar í miklu magni.
Og það er ekki auðvelt að finna þá, þeir finna þig, ef þú ert þess verður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/12/05 20:33

Varðandi rollurnar menguðu held ég að það sé nú heldur orðum aukið. Flestar eru þær hoppandi um heiðar, étandi landið upp í góðum fílíng. Auk þess sem ekki má gleyma að rollur erlendis eru eflaust ekkert vaðandi um í heilnæmu og kristaltæru loftslagi.

Ég held mig alla vegana við þá tilfinningu að rollan hér sé öðruvísi, jafnvel betri, á bragðið sem gefi tækifæri til að markaðsetja hana handa vistvænum snobbhænum erlendis.

Þetta með fiskinn er góð athugasemd. Ég geri ráð fyrir, vona amk., að fiskur fáist hér á hefðbundnu markaðsverði. Nema smásalarnir séu að okra svona rosalega. Annars finnst mér fiskur vondur og er því nokk sama en það er annar handleggur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/12/05 22:58

Ég fæ allan kjöt og allt fisk á upphristuðu verði... ‹Dáist að þessu innleggi›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/12/05 23:57

Það verða einhverjir að berjast fyrir Bændastéttinni síðustu eftirlifand einyrkjum lands okkar. Hef ég tölverðar áhyggjur að ef útlent kjöt flæði hér á markað ótakmarkað verði eftirlifandi bændur eign bankana og eigi erfitt að losna úr þeirri ánauð. Þar sem ódýrara er að framleiða kjötið erlendis er hagstæðara að gera það þar því ætti að vera óþarft að reka landbúnað sem er niðurgreiddur af ríkinu. Við vitum öll að Ísland er best í heimi og á það líka við um alla okkar matvælaframreiðslu . En hinsvegar gengur okkur alveg ómögulega að telja öðrum þjóðum trú um ágæti okkar. Því væri óheftur innflutningur dauðadómur fyrir sauðfjárræktina. Mjólkin hinsvegar stendur mun betur að vígi og þolir þá samkeppni.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/12/05 02:54

Tja íslensk matvælaframleiðsla er greinilega ekki eins góð í augum Íslendinga ef allir steinhætta að borða íslenskar rollur um leið og annað, ódýrara kjöt rúllar inn á markaðinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 18/12/05 13:00

Eftirfarandi eru frumdrög mín að skrírslu um gæði „Lebensmittels“.

Nautakjöt: Ljómandi gott í útlandinu. (Veit ekki hvernig statusinn er í stórmörkuðum heima, en ég hef alltaf fengið mjög gott nautakjöt á Íslandi, því mín fjölskylda kaupir A1 naut beint af bónda.)

Svín: Enginn munur. Verksmiðjuframleiðsla.

Hænsn: Enginn munur. Verksmiðjuframleiðsla.

Fiskur: Nánast óætur hér. Enda er ég langt inn í landi. Hef samt ekki keypt frystann fisk. (Sá samt um daginn í frystiborði í súpermarkað kassa merktann I c e la n d .

Lamb: Gífurlegur munur. Bæði allt öðru vísi á lit (dekkra) og bragð (eitthvað kínkí). Þ.e. fjallalambið okkar er æði. Líka dýrara hér en heima. Ég borgaði 7,4 evrur fyrir 400 gr. af læri!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/12/05 13:20

Ég er því miður ekki fróður um ágæti annara þjóða í kjötframleiðslu. Enda er ég Íslendingur af gömlu gerðini sem en tollir í þeirri trú að Ísland sé best í heimi. Nýjustu árgerðir Íslendinga eru farnir að skoða heiminn og koma til baka með fjölbreyttari matarsmekk. Smæð Íslands gerir bændum erfitt að keppa við nýjar framandi matvörur þar sem allir þurfa að prufa sig áfram. Óttast ég að sú lægð sem skapast í markaði er nýjar forvitnilegar tegundir muni kollríða smábændum og jarðir verða eign bankana og bankar standa ekki í óarðbærum rekstri. Þá næði innflutt kjöt yfirtökum á markað þessum og landið ekki lengur sjálfum sér nægt í matvælaframleiðslu. Takk fyrir skemtilegar umræður.

KauBfélagsstjórinn.
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: