— GESTAPÓ —
Talsetning eða texti?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 4/12/05 12:21

Reyndar tekur það einungis nokkur sekúndubrot að lesa textann(fyrir vel læst fólk allavega) og mér finnst hann alls ekki spilla fyrir.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 4/12/05 12:37

Það eru samt nokkrar sekúndur sinnum hver einasta setning sem sögð er í myndinni, sem endar í allnokkrum mínútum þegar upp er staðið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 4/12/05 15:27

En maður er hvort eð er að horfa á myndina.

Hefurðu virkilega eitthvað betra við tímann að gera?

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 4/12/05 16:02

Held að aðalástæða þess að þessi lönd eins og Þýskaland, Frakkland og Spánn talsetji kvikmyndir er þetta gríðarlega hatur þeirra á enskri tungu. Ef maður ferðast til þessara landa og ætlar að tjá sig á ensku þá liggur við að upp sé dregin byssa og maður sé skotinn af færi. Fyrst þessar þjóðir eru svona mikið á móti ensku geta þær bara sleppt því að horfa á þessar myndir.

Það sem maður sér í kvikmynd er ekki nema helmingur myndarinnar því hinn helmingurinn er hljóðið. Og hljóðið á að vera á frummálinu því annars eru við byrjuð að skynja eitthvað annað. Það væri svolítið eins og að lesa fyrri helming af ljóði Steins Steinarr og lesa síðan seinni helming ljóðs eftir Davíð Stefánsson.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/12/05 18:41

Günther Zimmermann mælti:

Mikið er gaman að sjá þessar líflegu umræður sem upp hafa sprottið um þetta viðkvæma mál.

En! Sá punktur sem ég vildi koma á framfæri er þessi: Meðan maður er að lesa textann, er maður ekki að horfa á myndina.
Auðvitað er hverju mannsbarni ljóst að talsetning er meingallað fyrirbæri, en það er textinn líka! Þetta er ekki vandamál þegar hinn „venjulegi“ Íslendingur horfir á mynd á ensku á DVD, því þá er hægt að henda textanum útí hafsauga og njóta myndarinnar á frummálinu.

Þessvegna: Förum í krossferð gegn styttingu framhaldsskólans því þarmeð dettur þriðja erlenda tungumálið út sem skylda!

Hér erum vér að tala í kross án þess að hlusta á orð hvors annar. Ég var fyrir löngu búinn að taka fram að textaleiðin sé alls ekki gallalaus. Hins vegar er hægt að auka færni í textalestri með æfingu, þ.e. horfa á myndir m. texta. Þá minnkar tíminn í lestri. Varðandi einhverjar mínútur sem glatast við textalestur er ég bara alls ekki sannfærður um það. Fyrir það fyrsta er ekki eins og þú sért að færa augun hinum meginn í herbergið þegar þú horfir, þó færir þau aðeins niður, skynjar textann og upp aftur, myndin hverfur ekkert úr sjónsviðinu þannig að þetta er einungis hálf glataður lestrartími til að byrja með því myndin hverfur ekkert þó fókusinn minnki í örskotsstund. Það tekur ekki einhverjar sekúndur að lesa eina textarunu, það tekur varla meira en einhver sekúndubrot hjá manneskju sem er komin yfir barnagetu í lestri.

Textalesturinn og sá skaði sem hann veldur myndinni jafnast ekkert á við hryðjuverkin sem talsetning er. Það er hreinlega ekki hægt að jafna þessu saman, svo mikið hallar á talsetningarviðbjóðinn. Svo er hægt að bæta sig í textalestri og minnka þannig ókostinn, hins vegar stendur þú uppi með ónýta mynd í tilfelli talsetningar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/12/05 18:53

..Úje á að taka annan hring..ditto..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/12/05 18:55

Við skulum vona að þetta komist til skila í þetta sinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/12/05 18:59

Neinei, tökum Formúluna á þetta, svona 15 til 20 hringir ættu að duga..hmmm.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 4/12/05 19:05

Sé talsetning gerð með metnaði og að valkostur sé í boði fyrir fólk (eins og á DVD) þá hef ég ekki neitt á móti talsetningu.
Myndir eins og Alladín og Konungur Ljónanna voru talsettar mjög vel, en í dag eru allar myndir hræðilega illa talsettar og barnaþettir í sjónvarpi eru með einhverjum þeim alverstu „garg-út-í-eitt-og-allir-í-kappi-við-hina“ talsetningu í veröldini. Fyrir sjálfan mig þá myndi ég alls ekki vilja heyra Hilmi Snæ túlka orð Toms Cruise (nema til að hlæja að því).

Hvernig er þá hugsað um heyrnarlausa Þjóðverja ? Eru þeir hafðir algerlega utangarðs í kvikmyndum og sjónvarpi ? Hafa þeir fyrst núna möguleika á að fylgjast með nýlegum myndum þökk sé DVD tækninni ?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 4/12/05 19:18

Ég missti einu sinni af geirvörtum í bíómynd, því textinn fór yfir þær. Það var sko sárt.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 4/12/05 19:23

‹Talar hughreystandi til Bölverks, á ensku› I feel your pain man.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/12/05 19:26

Var einu sinni að horfa á mynd og lesa textann. Haldið þið ekki að tvær geirvörtur hafi bara stokkið fyrir skjáinn og kallað „Á svo bara ekkert að sinna mér". Djöfull brá mér, hélt að hún væru löngu farin að sofa.‹Verður dreymandi á svipinn›

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 4/12/05 22:30

Áður en ég hlaut reynslu af talsetningunni sjálfur, var ég hjartanlega sammála ykkur. Og var það líka fyrstu vikurnar hér í Þýskalandi. En með auknum skilningi á þýskri tungu og opnara hugarfari sá ég að þetta er ekki svo slæmt. Ég var t.d. að enda við að horfa á Stirb an einem anderen Tag (Die another day) í alveg hreint úrvals talsetningu, það eina sem fór í taugarnar á mér var röddin sem notuð var fyrir John Cleese (helst til skrækróma). Sem betur fer stoppaði hann stutt við (og er hvort eð er léglegur í Bond með sinni eigin rödd líka). Talsetningin nefninlega venst eins og hvert annað þursabit (já, eða texti). Fyrir nú utan hvað þeir eru flinkir í þessu hér. Maður sér (heyrir) stóran mun á eldri myndum og nýrri. En í guðanna bænum ekki misskilja mig, undir venjulegum kringumstæðum tek ég frummálið (textað, skilji ég það ekki) ávallt fram yfir talsetningu, það eina sem ég er að
reyna að koma á framfæri er að döbbið er ekki jafn slæmt og við (Íslendingar upp til hópa) höldum.

Öllum áhugasömum, hafi þeir ekki lesið þetta þá þegar, bendi ég á grein á Wikipediu um málið: http://en.wikipedia.org/wiki/Dubbing_%28filmmaking%29#Automated_dialogue_replacement_.2F_post-synch

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/12/05 23:23

Já, eflaust venst maður skítalyktinni ef maður býr í rotþró.

Ég hef séð nóg af myndum sem eru döbbaðar, enda er ég með helstu þýsku, frönsku og ítölsku stöðvarnar í imbanum. Þetta sýgur alltaf jafn illa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 5/12/05 02:42

Hakuchi mælti:

Já, eflaust venst maður skítalyktinni ef maður býr í rotþró.

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 6/12/05 11:04

Mér finnst nú gott ef barnaefni sé talsett því þá læra börnin íslensku, og hætta með þesar enskuslettur, en að talsetja spennumynd er fáranleg ýmindið ykkur Star wars III talsetta á íslensku, mundi aldrei ná þessari flottu rödd keisarans, nú afþví að hann gerði 60% af henni sjálfur.‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 6/12/05 11:11

Bessi Bjarnason og Flosi Ólafsson ná öllum þeim röddum sem til eru, þeir gætu talsett allt.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 6/12/05 12:30

Sæmi Fróði mælti:

Bessi Bjarnason og Flosi Ólafsson ná öllum þeim röddum sem til eru, þeir gætu talsett allt.

Það gæti orðið ansi erfitt að fá Bessa til að gera nokkurn skapaðan hlut því kallinn er víst dáinn

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: