— GESTAPÓ —
Réttindi hverra?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/11/05 17:10

Efst á baugi er jú þráður sem ætlaður er til samræðna og almennra umræðu um atburði líðandi stundar, ekki satt?
Það hefur verið skortur á slíkri umræðu nú um allangt skeið að mínu mati og varla er ég ein um að finnast það. Til að bæta úr slíku opna ég hér með þráð til umræðu um málefni sem bitist er á um í þjóðfélaginu í dag og vona að Gestapóar hafa sitt til málanna að leggja.

Réttindi samkynhneigðra ku vera mál málanna um þessar mundir.
Þeir vilja ættleiða börn og er fólk misjafnlega sátt við það.
Ef þeir fá að ættleiða börn, eru það þá réttindi barnanna eða samkynhneigðra?
Eða jafnvel beggja?

Einnig hefur komið upp umræða um að þeir fái að gifta sig i kirkju og ganga þannig í heilagt hjónaband gagnvart Guði og mönnum.

Ég hætti mér inn á hættusvæði þegar ég spyr:
Hvað hafið þið um málið að segja???

Hvað finnst ykkur um að ég taki einmitt þetta mál til umræðu?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/11/05 17:23

Er þetta kannski umræða sem hræðir fólk af ótta við fordómastimpilinn ógurlega?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 21/11/05 17:26

Það getur verið að ég eignist einhverja óvini núna, en það verður að hafa það.

Úff, þetta mál allt um samkynhneigða er orðið svo þreytt.
Ef að þeir sjálfir myndu minnka vörn sína á sjálfum sér og samfélaginu, væri lífið þeim líklega auðveldara.
Þú mátt vera samkynhneigð/ur fyrir mér, ég tala ekki öðruvísi til þín, né hugsa.
Ekkert við það að athuga.
En, að ættleiða börn,, ææjjiii, barn þarf móður og föður. Mömmu til að vera hlý og kyssa báttið, og pabba til að fara í veiði, og vera stærstur og sterkastur.
Auðvitað er ég ekki að halda fram að konur geti ekki verið stórar og sterkar, og karlar hlýjir og góðir, en þetta er bara umhverfið sem ég myndi vilja ala mitt barn upp við. (þegar þar að kemur)
En þetta er náttúrulega bara ein hliðin á mjög svo marghliða máli.
Skál
xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/11/05 17:35

Allar skoðanir eiga rétt á sér og það eitt að hafa aðra skoðun en einhver annar á ekki að gera menn að óvinum.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 21/11/05 17:38

Skál fyrir því.xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 21/11/05 17:43

Ég er ekki sammála hvæsa, ekki það að hann sé óvinur minn núna. Frændi minn ku vera í þeim minnuhlutahópi að vera samkynheigður. Hann og unnusti hans eru í sambúð og eru afar hamingjusamir. Unnusti frænda minns á barn fyrir svo að frændi minn hefur smá tilfiningu fyrir því að vera foreldri. En honum langar í eigið barn, og honum finnst ömurlegt að mega ekki ættleiða.

Það sem hvæsi segir um að barn þurfi föður og móður er svolítið satt, en venst barnið ekki þeim kringumstæðum strax? Og finnst ekkert að því?

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 21/11/05 17:49

Hér eru smá pælingar:
.
Segjum sem svo að tveir karlmenn eða tvær konur sem ekki eru samkynhneigð, legðu inn umsókn um að ættleiða barn. Hvernig yrði brugðist við því. Sennilega ekki vel. Eiga samkynhneigðir að fá forréttindi fram yfir aðra einstaklinga.
.
Hvernig er með réttindi fráskilina karlmanna til barna sinna, væri ekki nær að taka á þeim málum í átt til jafnréttis og sanngirni áður en lengra er haldið.
.
Sjálfur þekkir Riddarinn og telur til vina sinna stóran hóp af samkynhneigðu fólki. Sumir í sambúð aðrir ekki. Sárt er frá að segja, að yfirleitt er ekki bætandi á vandamál þessa fólks.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/11/05 17:52

Mér finnst það sjálfsagt mál að samkynhneigðir fái að ættleiða börn og ég held það skipti litlu þótt foreldrarnir séu báðir af sama kyni. Því til stuðning vil ég benda á einstæða foreldra sem ala börnin sín upp af stakri prýði, þótt hins kynsins njóti ekki við.

Samkynhneigðir eiga líka að fá að gifta sig í kirkju því ég er viss um að guðinn sem kirkjan segist vera umboðsaðili fyrir, er ekki haldinn hómófóbíu.

Eiginlega finnst mér heimskulegt að þetta skuli vera gert að einhverju meiriháttar máli, svo sjálfsagt þykir mér að samkynhneigðir njóti allra þeirra réttinda sem gagnkynhneigðum eru veitt.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/11/05 18:06

Heiðglyrnir mælti:

Sjálfur þekkir Riddarinn og telur til vina sinna stóran hóp af samkynhneigðu fólki. Sumir í sambúð aðrir ekki. Sárt er frá að segja, að yfirleitt er ekki bætandi á vandamál þessa fólks.

Gagnkynhneigðir eiga ekki endilega við færri vandamál að stríða og þeir geta framleitt börn í massavís. Oft hefur mér sýnst það einmitt vera þeir er við hvað mest vandamálin eiga að stríða sem fjölga sér eins og rottur (auðvitað ekki algilt frekar en annað) og er eitt svæsið dæmi í minni eigin fjölskyldu. Foreldrar sem hyggjast ættleiða eru teknir vel út af allskonar stofnunum. Eina krafan sem þetta vandamálafólk sem ég tala um þarf að standast til að geta átt börn, er að geta dregið andann.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/11/05 18:06

Heiðglyrnir mælti:

Hér eru smá pælingar:
.
Segjum sem svo að tveir karlmenn eða tvær konur sem ekki eru samkynhneigð, legðu inn umsókn um að ættleiða barn. Hvernig yrði brugðist við því. Sennilega ekki vel. Eiga samkynhneigðir að fá forréttindi fram yfir aðra einstaklinga.
.
Hvernig er með réttindi fráskilina karlmanna til barna sinna, væri ekki nær að taka á þeim málum í átt til jafnréttis og sanngirni áður en lengra er haldið.
.
Sjálfur þekkir Riddarinn og telur til vina sinna stóran hóp af samkynhneigðu fólki. Sumir í sambúð aðrir ekki. Sárt er frá að segja, að yfirleitt er ekki bætandi á vandamál þessa fólks.

Ertu þá með ákveðin vandamál í huga eða?
Nú þekki ég ekki hvaða vandi herjar helst á sambúð samkynhneigðra eða hvort þú meinar eitthvað annað.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 21/11/05 18:18

Nú held ég að umræðan um hvort og þá hvenær og hvernig samkynhneigðir eigi / vilji / fái og hafi réttindi til að ættleiða börn strandi á alþjóðaumhverfinu.
Nær öll ættleidd börn koma erlendis frá og það er ekkert land í heiminum sem mér kunnugt um að leyfi ættleiðingar barna til annarra foreldra en þeirra sem samanstanda af einum karli og einni konu. Þannig að því miður er staðreyndin (ennþá) sú að leiðin er ófær hvort ssem okkur líkar það betur eða verr.
Fari svo að íslensk yfirvöld heimili slíkar ættleiðingar gæti komið upp sú staða að sumar þjóðir neiti að ættleiða börn til Íslands alfarið, en það eru einungis getgátur og ekkert hefur komið fram sem bendir til slíks.
Þannig að þrátt fyrir umburðarlynt samfélag hérna, þá fer því fjarri að allstaðar sé sama umburðarlyndið gagnvart samkynhneigðum einstaklingum og pörum.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/11/05 18:22

Gott innlegg B. Ewing. Fáar þjóðir myndu leyfa slíkt. Ég held að það séu enn þónokkrar sem leyfa ekki heldur ættleiðingar til einstæðra foreldra. Þetta er allt voða strangt.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 21/11/05 18:25

Samkynheigðir mega ættleiða í Sims.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/11/05 18:29

Ókei...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 21/11/05 19:21

Ég er alfarið á móti þessu. Ég veit um dæmi um lesbíur sem ólu upp barn og það ku hafa verið hræðilegt. http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3236 Þetta gengur ekki!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/11/05 19:44

Þetta er ekki spurning hvort hommar eða lespíur kunni að ala upp börn eð hvað öðrum þjóðum finst um svona ættleiðingu.
Heldur er þetta spurning um hæfni okkar til að ala okkar eigin börn?
Þannig að þau geti umgengist börn homma og lespía.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 21/11/05 23:17

B. Ewing mælti:

Nú held ég að umræðan um hvort og þá hvenær og hvernig samkynhneigðir eigi / vilji / fái og hafi réttindi til að ættleiða börn strandi á alþjóðaumhverfinu.
Nær öll ættleidd börn koma erlendis frá og það er ekkert land í heiminum sem mér kunnugt um að leyfi ættleiðingar barna til annarra foreldra en þeirra sem samanstanda af einum karli og einni konu. Þannig að því miður er staðreyndin (ennþá) sú að leiðin er ófær hvort ssem okkur líkar það betur eða verr.
Fari svo að íslensk yfirvöld heimili slíkar ættleiðingar gæti komið upp sú staða að sumar þjóðir neiti að ættleiða börn til Íslands alfarið, en það eru einungis getgátur og ekkert hefur komið fram sem bendir til slíks.
Þannig að þrátt fyrir umburðarlynt samfélag hérna, þá fer því fjarri að allstaðar sé sama umburðarlyndið gagnvart samkynhneigðum einstaklingum og pörum.

En svo eru líka dæmi um barn annars aðilans úr fyrra sambandi, barn sem kemur „óvart“ undir með mikilli skipulagni og dönsku sæðisbankarnir.
Á þá núverandi maki af sama kyni að eiga rétt á að ættleiða það barn?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/11/05 23:39

Einhvern veginn finnst mér liggja beint við að samkynhneigðir fái að ættleiða rétt eins og gagnkynhneigðir. Sé ekki vandamálið.

Fyrst hvaða ábyrgðarlausi gagnkynhneigði drullusokkur sem er má eignast stóð af börnum sem hann skiptir sér ekkert af, þá hljóta samkynhneigðir að mega ættleiða börn. Ættleiðing er nefninlega ferli sem krefst aga og ábyrgðar, annað en hr. drullusokkur sem getur látið sér duga föstudagsfylleríshömp úti í skuggasundi og voilá! Enn eitt barn til að hundsa. Ef eitthvað er, þá ætti að reyna að stöðva hr. drullusokk (kannski vafasamt réttarfarslega séð).

Aumkunarverðar afsakanir eins og eitthvert lagatæknilegt hjóm um að kannski mögulega sé séns á að einhver ríki loki á ættleiðingu ef samkynhneigðir mega ættleiða, eða 'áhyggjur' um að börnum verði strítt að eiga samkyns foreldra eru algert aukaatriði. Ísland á ekki að láta stjórnast af fordómum annarra ríkja. Auk þess eru nú ekki mörg ríki sem leyfa samkynhneigðum að ættleiða yfir höfuð og því reynslan af e-k 'banni' afar takmörkuð. Einhvern veginn held ég að það sé svo mikið af börnum á framfæri sem þurfa virkilega hjálp að halda að kynhneigð foreldra skipti litlu. Lélegar afsakanir sem sagt.

Það er réttur samkynhneigðra að fá að ættleiða börn. Rétt eins og það er réttur barna að eignast sem besta foreldra (ef þau eru ættleidd þ.e., börn hafa engan rétt þegar náttúrulega leiðin er valin, þá mega hvaða fáráðapör sem er eiga sín börn og eyðileggja þau). Ég geri fastlega ráð fyrir að fullt af samkynhneigðum pörum hafi getu til að vera góðir foreldrar, rétt eins og gagnkynhneigðum. Því fer réttur barns og mögulegra foreldra saman.

Það má jafnvel víkka lagaramman. Einstæðir ættu líka að fá að ættleiða. Það er fullt af einstæðingum sem hafa fjárráð, vilja og hæfileika til að ala upp barn á eigin spýtur. Ættleiðingarprósessinn felur í sér að einstaklingar sem sækja um ætlleiðingu eru skoðaðir m.t.t. getu til að ala upp og framfleyta barni. Það er andskoti miklu ábyrgðarmeiri prósess en gerist við 'náttúrulegu' aðgerðina. Því ættu þeir sem komast í gegnum þennan prósess einfaldlega að fá að ættleiða, óháð kyni, kynhneigð, makastöðu, þjóðerni, fötlun, etc etc.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: