— GESTAPÓ —
Réttindi hverra?
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 21/11/05 23:46

Alveg sammála Hakuchi.

Einstæðir foreldrar fá að ættleiða frá sumum löndum, t.d. Kína (eflaust einhver lönd sem banna þó ættleiðingar einstæðra foreldra).

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 21/11/05 23:58

Lítil börn þurfa að eiga einhvern að sem elskar þau eins og þau eru.
Fyrir mér er málið ekkert flóknara.
Mér er alveg sama hvernig foreldrið lítur út og hvort viðkomandi elskar konu eða mann. Fólk verður bara að vera tilbúið til að vanda sig í þessu mikilvæga hlutverki og það er ég viss um að allir sem kjósa að ættleiða börn eru tilbúnir að gera.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 22/11/05 08:16

Allir ættu að hafa sama rétt til að stofna fjölskyldu, óháð kynhneigð.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 22/11/05 08:35

Hvað finnst ykkur um að leyfa samkynhneigðum að gifta sig?
Eiga þeir þá að fá að gifta sig lagalega (borgaraleg gifting hjá sýslumanni eða þessháttar)?
Eða eiga þeir að fá að gifta sig í kirkju og ganga þannig í heilagt hjónaband?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/11/05 08:55

Ég bara sé ekki vandamálið!

Afhverju þarf þetta að vera svona mikið mál? Íslendingar leggja sig í líma við að uppræta fordóma gagnvart nýbúum og koma svo svona fram við sitt eigið fólk. Fussumsvei!

Það pirrar mig alveg óendanlega að það þurfi að ræða þessa hluti. Þeir ættu að vera sjálfsagðir.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 22/11/05 09:29

Þessi spurning um að "leyfa" samkynhneigðum að gera hitt og þetta finnst mér bara sorgleg.
Er staðan þá þannig að ákveðinn hópur í samfélaginu tekur það að sér að "leyfa" öðrum hópi að njóta mannréttinda?
Eru mannréttindi þá eitthvað sem sumum er "leyft" en ekki öðrum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/11/05 09:53

Já þegar stórt er spurt og svörin geta þá kröfu til okkar að við köfum djúpt, svörum af heilindum og skynsemi sem verður hjá hverju okkar fyrir sig, aldrei byggð á neinu öðru en annars vegar okkar eigin reynslu og hins vegar að geta nálgast efnið á óhlutlægan hátt. Þar sem skynsamleg rök vega og meta fortíðardrauga sem byggðir eru hugsanlega á fordómum og kveða þá niður.
.
Öll höfum við fordóma og það merkilega er að til eru góðir fordómar eins og t.d. fordómar gagnvart eigin neyslu fíkniefna, fordómar gagnvart líkamsmeiðingum, fordómar gagnvart úreltum gamaldags fordómum. Allt eru þetta jákvæðir fordómar sem hafa góð áhrif á líf okkar og tilveru. Síðan erum við líka öll full af neikvæðum fordómum innrættum og þeim sem að við kippum með okkur á lífsleiðinni. Þarna er vandi og um langan veg að vinna, til að velja rétt og hafna. Fátt er sorglegra en fordómar sem við burðumst með í farteskinu og eru byggðir á fáfræði, misskilning eða jafnvel illa ígrunduðum reynsluheimi annara. Oft á tíðum verða slíkir fordómar, sem viðkomandi getur hvorki varið fyrir sjálfum sér né öðrum. Undirstaða heimskulegs innantóms hroka og yfirlæti. Öllum sem burðast með, til minkunar og vansa.
.
Svar Riddarans hér í gær byggðist að mestu á þröngum hóp samkynhneigða, sem hann hefur kynnst í gegnum næturlífið og þjónustustörf í þeim geira og öðrum hér í miðborginni. Telur hann sig geta fullyrt að engum þeirra kæmi til hugar að eins og þeir vilja lifa í dag að ætttleiða barn eða börn. Hvað verður svo hjá þessum einstaklingum í framtíðinni getur engin spáð fyrir um.
.
Öll mál sem varða hópa/mengi er varhugavert að skoða á þann hátt að hópurinn sé góður eða vondur. þó að stök/einstaklingar innan hópsins kalli oft á óvandaðar skilgreiningar. Til að forðast þessa leiðu hugsannavillu er gott að hugsa um fólk sem einstaklinga. Þetta er gott að hafa í huga við t.d. jafnréttisbaráttu, þ.e. ekki eru allar karlar á móti jafnrétti og ekki eru allar konur fylgjandi kynjakvóta eða forréttindum kvenna. Þetta eru einfaldlega líffræðilega skiptur hópur einstaklinga. Hvor um sig inniheldur allar gerðir af einstaklingum sem neita að falla í þá gryfju að hugmyndafræði og siðferði hafi neitt með líffræði að gera. Sama á að sjálfsögðu við um samkynhneigða, þar eru allar gerðir einstaklinga meira að segja herra drullusokkur og sokka eins og það er orðað hér að ofan.
.
Riddarinn gerði meira en að sitja við orðin tóm, eftir að hafa svarað í gær. Hann hringdi í samkynhneigðan vin sinn sem er vel menntaður og auðvelt er að tala við um svona mál, án fordóma í aðra hvora áttina. Það samtal var mjög athyglivert um margt. Sjaldan hefur Riddarinn upplifað eða heyrt aðra eins gagnrýni á það sem vinurinn kallaði „Hinn ískalda raunveruleik um Íslenskt gay-community". Riddarinn var hreint út sagt sjokkeraður, en sjálfsgagnrýni á sig og sinn hóp ber vott um þroska og er af hinu góða. Ekki er ætlunun að hafa eftir annað úr þessu símtali en það sem að þessu máli snýr (að sjálfsögðu með hans leyfi). Hann sjáfur þekkti nokkur samkynhneigð pör sem vilja og dreymir um að ættleiða barn. Hluta af þeim taldi hann algjörlega óhæfa til þess. En vildi þó meina, sem betur fer að þarna væru líka einstaklingar sem gætu valdið þessu ábyrgðar hlutverki og gert það vel.
.
Næst var einkasyninum, stillt upp við vegg. Spurning: „Ímyndum okkur að þegar þú varst sjö ára og við mamma þín hefðum þurft að ættleiða þig. Í myndinni eru tveir samkynhneigðir karlmenn, tvær samkynhneigðar konur og gagnkynhneigt par. Miðað við það sem þú veist í dag hvað hefðir þú valið". Ekki stóð á svörum þar frekar en fyrri daginn „Nú auðvitað besta fólkið" Þetta þroskaða og fordómalausa svar vill Riddarinn hafa sem lokaorð af sinni hálfu í þessari pælingu (e-ð hefur manni tekist að gera rétt)

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 22/11/05 09:54

Fjandinn hafi það, ég er alltof timbraður til að geta rætt um þessi mál svona snemma dags.
Talið við mig á föstudaginn. Ég verð þá væntanlega búinn að jafna mig.

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hel að hurðarbaki 22/11/05 10:17

Ísdrottningin mælti:

Eiga þeir þá að fá að gifta sig lagalega (borgaraleg gifting hjá sýslumanni eða þessháttar)?
Eða eiga þeir að fá að gifta sig í kirkju og ganga þannig í heilagt hjónaband?

Ég get ekki séð að hjónaband eigi að vera eitthvað heilagt samband kristinna eingöngu. Helstu rökin sem ég hef heyrt gegn hjónaböndum samkynhneigðra er að "hjónaband" eigi eingöngu við um karl & konu og að samkynhneigðir verði því að finna sér annað heiti yfir sín lagalegu sambönd. Af því er hugtakið "staðfestar samvistir" líklega komið. En þar sem hjónaband/gifting/kvænting er ekki kristin uppfinning finnast mér þau rök engan veginn ásættanleg. Ég get svosem ekki sett mig upp á móti því að ákveðnir trúarsöfnuðir, kristnir eða aðrir, setji sér þær reglur að þeir gefi ekki saman einstaklinga af sama kyni, en mér finnst fáránlegt að í landi sem á að heita trúfrjálst geti einn söfnuður (Þjóðkirkjan) sett öllum öðrum trúfélögum stólinn fyrir dyrnar og gert þeim að hlúta sinni sannfæringu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 22/11/05 14:11

Hel að hurðarbaki mælti:

Ég get ekki séð að hjónaband eigi að vera eitthvað heilagt samband kristinna eingöngu. Helstu rökin sem ég hef heyrt gegn hjónaböndum samkynhneigðra er að "hjónaband" eigi eingöngu við um karl & konu og að samkynhneigðir verði því að finna sér annað heiti yfir sín lagalegu sambönd. Af því er hugtakið "staðfestar samvistir" líklega komið. En þar sem hjónaband/gifting/kvænting er ekki kristin uppfinning finnast mér þau rök engan veginn ásættanleg. Ég get svosem ekki sett mig upp á móti því að ákveðnir trúarsöfnuðir, kristnir eða aðrir, setji sér þær reglur að þeir gefi ekki saman einstaklinga af sama kyni, en mér finnst fáránlegt að í landi sem á að heita trúfrjálst geti einn söfnuður (Þjóðkirkjan) sett öllum öðrum trúfélögum stólinn fyrir dyrnar og gert þeim að lúta sinni sannfæringu.

Þegar þú notar orðið „kvænting“, ertu þá að hugsa um orðalagið að kvænast?

Er hjónaband virkilega ekki kristin uppfinning?
Ég hefði einmitt haldið það en hef þó ekki aflað mér heimilda um málið.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 22/11/05 14:13

Rasspabbi mælti:

Fjandinn hafi það, ég er alltof timbraður til að geta rætt um þessi mál svona snemma dags.
Talið við mig á föstudaginn. Ég verð þá væntanlega búinn að jafna mig.

Viltu að ég minni þig á það á föstudaginn?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
salvador 22/11/05 14:23

Góð umræða

Salvador; Löggiltur SKRÓPAGEMLINGSMEISTARI gestapó
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hel að hurðarbaki 22/11/05 14:26

Ísdrottningin mælti:


Þegar þú notar orðið „kvænting“, ertu þá að hugsa um orðalagið að kvænast?

Er hjónaband virkilega ekki kristin uppfinning?
Ég hefði einmitt haldið það en hef þó ekki aflað mér heimilda um málið.

Samkvæmt gamall málhefð giftast (gefast) konur og karlar kvænast (taka sér kvonfang). Nafnorðið „gifting“ er til, það hlýtur að vera til eitthvað no. yfir það að kvænast líka. En mér datt ekkert annað í hug en „kvænting“.

Ég veit ekki hvort orðin hjón og hjónaband eru komin úr kristni (hef ekki kynnt mér það) en pikkfast/löggilt samband karls og konu er náttúrulega fyrri tíma uppfinning. Kristin trú er nú ekki nema tæplega 2000 ára gömul.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 22/11/05 15:08

Hvenær á svo að leyfa fjölkvæni aftur, ég er orðinn hundleiður á þessu - hvaða fasismi er það að banna þrem einstaklingum sem elska hvort annað að giftast?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 22/11/05 17:45

Hel að hurðarbaki mælti:

Ísdrottningin mælti:


Þegar þú notar orðið „kvænting“, ertu þá að hugsa um orðalagið að kvænast?

Er hjónaband virkilega ekki kristin uppfinning?
Ég hefði einmitt haldið það en hef þó ekki aflað mér heimilda um málið.

Samkvæmt gamall málhefð giftast (gefast) konur og karlar kvænast (taka sér kvonfang). Nafnorðið „gifting“ er til, það hlýtur að vera til eitthvað no. yfir það að kvænast líka. En mér datt ekkert annað í hug en „kvænting“.

Ég veit ekki hvort orðin hjón og hjónaband eru komin úr kristni (hef ekki kynnt mér það) en pikkfast/löggilt samband karls og konu er náttúrulega fyrri tíma uppfinning. Kristin trú er nú ekki nema tæplega 2000 ára gömul.

Ég veit að stundum var talað um að kvongast hér áður fyrr en það lítur ekki vel út á prenti.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 22/11/05 17:50

Giftingu hjóna í kirkju fylgir ákveðin trúarleg blessun.

Yrðu allir hér sáttir ef samkynhneigð sambönd fengju sömu blessun af kirkjunni og gagnkynhneigðir fá?

Af hverju/Af hverju ekki?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/11/05 18:34

Mikið ertu röggsöm í umræðustjórnun á þessum þræði.

Hvað ríkið varðar og svokallaðar borgaralegar giftingar, þá hefur það enga afsökun. Ríkinu ber skylda til að tryggja lagalegt jafnrétti borgaranna og á að vera löngu búið að tryggja samkynhneigðum borgaralega giftingu, enda er það ekki trúarathöfn og hefur aldrei verið, þannig að kristilegt hommahatur kemur þar engu nærri.

Persónulega er ég fylgjandi giftingu (og blessun) samkynhneigðra. Hins vegar ríkir hér trúfrelsi og ættu því trúarhópar að hafa frelsi til að ákvarða sitt giftingarform sjálfir.

Það gætu t.d. myndast ný trúarbrögð sem nær tilteknum fjölda til að ná stöðu safnaðar, köllum þau formónatrú, þeir játa trú sína á hina einu helgu tyggjóklessu sem á sitt mekka á Eiðistorgi. Tyggjóklessan hefur talað í gegnum spámann sinn, Hrapp, sem skrifaði trúarritið Golgötu sem safnaðarmeðlimir verða að fylgja í einu og öllu. Allir mega þar giftast, nema rauðhærðir, sem eru óhreinir og merktir blóðugum syndum hinna trúlausu. Það ætti ekki að vera hægt að neyða söfnuðinn til að gifta rauðhærða. Trúarbrögðin eru kredduföst´og grimm gagnvart rauðhærðum en það verður bara að vera þannig. Rauðhærðir geta gengið úr hreyfingunni og í umburðarlyndari söfnuð (eða reynt að breyta þeim sem fyrir er) eða hreinlega gifst í borgaralegri athöfn.

Þannig á þetta líka við um kristna söfnuði. Forystumenn safnaða, ásamt safnaðarbörnum þurfa að gera upp við sig hvort þau vilji leyfa giftingu samkynhneigðra eður ei. T.d. vill fríkirkjupresturinn hér í Rvík leyfa giftingar samkynhneigðra. Það er fínt hjá honum og klappa ég fyrir slíkri víðsýni. Hins vegar mun eldspúandi fordæmingarklerkurinn Gunnar í krossinum aldrei gifta samkynhneigða og það verður að virða það.

Þá er komið að Þjóðkirkjunni. Það er nefninlega ekki svona einfalt með hana. Þjóðkirkjan hefur sérstaka stöðu meðal þjóðarinnar eins og nafnið gefur til kynna. Hún er kirkja ALLRAR þjóðarinnar (væntanlega trúlausra og heiðingja líka) og þar með myndast viss krafa sem er lík kröfunni til ríkisins. Þannig að ég skil fullkomlega kröfur ýmissa um að Þjóðkirkjan leyfi giftingar samkynhneigðra, og tel að sú krafa hvíli meira á þjóðkirkjunni en á öðrum söfnuðum. Þetta er ekkert einkamál hennar. Ef hún myndi hins vegar aðskilja sig algerlega frá ríkinu, þá væri hún komin á sama stig og aðrir söfnuðir og því bara undir ákvörðun æðstu klerka þar að ákveða hvort leyfa skuli umræddar giftingar eður ei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 23/11/05 00:07

Takk fyrir það Hakuchi.

Og takk fyrir nýja sýn á málin, ég hafði ekki alveg séð þetta á þennan hátt áður.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: