— GESTAPÓ —
Ritstjórn félags(d)rita
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/11/05 11:54

Þessum þræði mætti loka en jafnframt líma upp þar sem allir sjá!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 17/11/05 16:43

Það virðist vera í gangi núna einhver sviðsskrekkur hjá rithöfundum félagsrita, er það út af þessum þræði eða er almenn andleg deyfð í fólki? Hver er þín skýring?

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 17/11/05 16:45

Þeir sem eru inni núna, eiga allflestir félagsrit á forsíðunni:

* Günther Zimmermann (á ekki félagsrit á forsíðu)
* Heiðglyrnir
* Hundslappadrífa í neðra
* Sundlaugur Vatne (á ekki félagsrit á forsíðu)
* Sæmi Fróði
* Texi Everto
* 6 innskráðir alls

Er almenn leti í gangi að mæta?

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/11/05 20:14

Eigi er a.m.k. í gangi hjá oss leti við að semja fjelagsrit. Vjer eigum tvö tilbúin fjelagsrit á lager en getum eigi birt þau ef vjer viljum að einhver sjái þau. Ef vjer birtum þau er hjer er mikið um að vera birtast strax önnur fjelagsrit er valda því að þau hverfa af forsíðu. Þar af leiðandi sjer þau nánast enginn. En ef vjer birtum þau er lítið er um að vera þannig að þau nái að haldast á forsíðunni sjer þau nánast enginn vegna fámennis.

Kannski eru þessar fjelagsritaáhyggjur gott efni í fjelagsrit og yrðum vjer þá með þrjú fjelagsrit á lager.

‹Ákveður að kannski sje best að birta einfaldlega helminginn af fjelagsritalagernum mjög fljótlega›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 17/11/05 20:21

Vladimir Fuckov mælti:

‹Ákveður að kannski sje best að birta einfaldlega helminginn af fjelagsritalagernum mjög fljótlega›.

Þetta hljómar vel. Ég hlakka til.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/11/05 20:38

Og nú er kominn sannkallaður langhundur á forsíðuna. Síðara fjelagsritið er miklu styttra, þar er á ferðinni dróttkvæði um óvenjulegt efni. Það bíður betri tíma enda komið í ljós að það þarfnast lítilsháttar lagfæringa ‹Íhugar að semja líka fjelagsrit um vandamál samhliða því að semja fjelagsrit, m.a. það vandamál að það er vafamál hvort það sje góð hugmynd að skrifa fjelagsrit um vandamál samhliða því að semja fjelagsrit , m.a. það vandamál að það er vafamál hvort það sje góð hugmynd að skrifa fjelagsrit um vandamál samhliða því að semja fjelagsrit...›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/11/05 18:46

Sæmi Fróði mælti:

Það virðist vera í gangi núna einhver sviðsskrekkur hjá rithöfundum félagsrita, er það út af þessum þræði eða er almenn andleg deyfð í fólki? Hver er þín skýring?

Ég hef nú bara verið latur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 22/11/05 11:24

Hvað finnst ykkur um það þegar fólk birtir myndir eftir sig í félagsritum og sáralítill texti fylgir?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 22/11/05 11:30

Í lagi þegar fólk er að leitast eftir uppbyggilegri gagnrýni, og hananú!

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 22/11/05 12:47

Mig grunar að það hafi tekið Rokkmúsina nokkurn tíma að búa til þessa mynd, sjálfssagt lengur en margir eyða í að gera gagnrýni, pistil eða sálm. Því finnst mér alveg sjálfsagt að fólk birti myndverk eftir sig, þó að það sé lítill texti.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 22/11/05 12:49

Það er kannski rétt að taka fram að ég er alveg hlutlaus hvað myndir varðar en mig langaði að spyrja ykkur hin.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 22/11/05 16:57

Heiðglyrnir mælti:

Samantekt á því besta.
.
1. Allir eru sammála um að: Ritstýring er af hinu vonda.
.
2. Allir eru sammála um að: Hér eigi að leggja áherzlu á frumsamið efni. Hugsanlega má bæta því við „ábendingar um félagsrit".
.
3. Allir eru sammála um að: Við sem erum búin að vera hér lengur, förum á undan með góðu fordæmi.
.
4. Allir eru sammála um að: Athugasemda kerfið okkar er ágætt eins og það er og hefur verið notað, til að hrósa því sem vel er gert.
.
5. Allir eru sammála um að: Bæta við hugsanlega 3-5 römmum fyrir félagsrit.
.
6. Allir eru sammála um að: Nýliðar verði með rafræna-ritstíflu upp að 100 innleggjum.
.
Annars er þetta bara allt svo fínt..!..

.
.
‹Fasista-Montrassgatið ›

Góðan dag krakkar mínir!
Eruð þið ekki að taka heldur stórt upp í ykkur?
Allir eru hvað. Ég er langt því frá sammála að nýliðar verði með ritstíflu upp að 100 innleggjum. Samkvæmt þessum regluófétum eru víst allir sammála um hugsanlega eitthvað í lið númer fimm, einstaklega djúphugsað. Vissulega má þó segja að þessi umræða sé þörf og ég get vel skilið hvaðan hún er komin. En reglur og ritskoðun með þessum hætti skrifa ég ekki undir. Ég amast ekki við lélegum félagsritum frekar en löngum og leiðinlegum. Þvert á móti finnst mér ástandið ágætt, þó hálfkæringurinn sé eitthvað á undanhaldi hjá sumum eins og gengur. Að lokum vil ég benda þeim sem vilja hafa sín gullkorn fyrir augum okkar lengur en gerist að fá sér sínar eigin bloggsíður

Já og skál að sið Skabba.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/11/05 17:32

feministi mælti:

Heiðglyrnir mælti:

Samantekt á því besta.
.
1. Allir eru sammála um að: Ritstýring er af hinu vonda.
.
2. Allir eru sammála um að: Hér eigi að leggja áherzlu á frumsamið efni. Hugsanlega má bæta því við „ábendingar um félagsrit".
.
3. Allir eru sammála um að: Við sem erum búin að vera hér lengur, förum á undan með góðu fordæmi.
.
4. Allir eru sammála um að: Athugasemda kerfið okkar er ágætt eins og það er og hefur verið notað, til að hrósa því sem vel er gert.
.
5. Allir eru sammála um að: Bæta við hugsanlega 3-5 römmum fyrir félagsrit.
.
6. Allir eru sammála um að: Nýliðar verði með rafræna-ritstíflu upp að 100 innleggjum.
.
Annars er þetta bara allt svo fínt..!..

.
.
‹Fasista-Montrassgatið ›

Góðan dag krakkar mínir!
Eruð þið ekki að taka heldur stórt upp í ykkur?
Allir eru hvað. Ég er langt því frá sammála að nýliðar verði með ritstíflu upp að 100 innleggjum. Samkvæmt þessum regluófétum eru víst allir sammála um hugsanlega eitthvað í lið númer fimm, einstaklega djúphugsað. Vissulega má þó segja að þessi umræða sé þörf og ég get vel skilið hvaðan hún er komin. En reglur og ritskoðun með þessum hætti skrifa ég ekki undir. Ég amast ekki við lélegum félagsritum frekar en löngum og leiðinlegum. Þvert á móti finnst mér ástandið ágætt, þó hálfkæringurinn sé eitthvað á undanhaldi hjá sumum eins og gengur. Að lokum vil ég benda þeim sem vilja hafa sín gullkorn fyrir augum okkar lengur en gerist að fá sér sínar eigin bloggsíður

Já og skál að sið Skabba.

.
Gættu að hvað þú segir kona. Hvar er talað um ritstýringu eða skoðun hér nema í fyrsta lið, og þá sem af hinu vonda. Djúphugsað hvað, ef að þú hefur ekki skilið lið númer fimm er þá ekki gáfulegra að biðja um skýringar á honum hendur en að þusa og pusa uppnefningar og e-ð út í loftið.
.
Þú, eins og berlega kemur fram hér og annars staðar á Gestapó, amast bara yfir öllu sem að þér finnst að, bæði hér og annarsstaðar. Við hin viljum bara áskilja okkur sama rétt.
.
Liður 6 er í sjálfu sér ekkert alvarlegri en það, að ekki er hægt að fá mynd fyrr en eftir 10 innlegg, á sama tíma og hún kemur í veg fyrir þennan auka-alteregóa leik sem stundaður er hér oft á tíðum.
.
Já en annars er þetta bara allt í góðu lagi.
.
SKÁL

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 22/11/05 19:32

Náði þér upp‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 22/11/05 19:43

feministi mælti:

Ég er langt því frá sammála að nýliðar verði með ritstíflu upp að 100 innleggjum.

Vjer vorum líka ósammála þessu, hefðum viljað hafa þetta miklu lægra (jafnvel núll) en leyfa í stað þess ei fjelagsrit fyrr en 1-2 dögum eftir innskráningu. Það er til að hindra að hjer komi nýliðar er láta það vera sitt fyrsta og jafnvel eina verk að senda inn 'fjelagsrit' á borð við þetta: „dsæfklshdfjhdfjk“ (þetta er raunverulegt dæmi um 'fjelagsrit').

feministi mælti:

...þó hálfkæringurinn sé eitthvað á undanhaldi hjá sumum eins og gengur.

Gaman þætti oss að sjá fleiri fjelagsrit í anda þess sannleika er Baggalútur einn fjölmiðla hjer á landi elds og ísa leggur stund á. Nokkuð mörg fjelagsrit minna oss á þann hálfkæring og bjögun á sannleikanum er tíðkast hjá falsmiðlum þessa lands sem getur verið í lagi - ef sannleiksleit í anda Baggalúts hverfur eigi alveg.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/11/05 20:23

Vladimir Fuckov mælti:

feministi mælti:

Ég er langt því frá sammála að nýliðar verði með ritstíflu upp að 100 innleggjum.

Vjer vorum líka ósammála þessu, hefðum viljað hafa þetta miklu lægra (jafnvel núll) en leyfa í stað þess ei fjelagsrit fyrr en 1-2 dögum eftir innskráningu. Það er til að hindra að hjer komi nýliðar er láta það vera sitt fyrsta og jafnvel eina verk að senda inn 'fjelagsrit' á borð við þetta: „dsæfklshdfjhdfjk“ (þetta er raunverulegt dæmi um 'fjelagsrit').

feministi mælti:

...þó hálfkæringurinn sé eitthvað á undanhaldi hjá sumum eins og gengur.

Gaman þætti oss að sjá fleiri fjelagsrit í anda þess sannleika er Baggalútur einn fjölmiðla hjer á landi elds og ísa leggur stund á. Nokkuð mörg fjelagsrit minna oss á þann hálfkæring og bjögun á sannleikanum er tíðkast hjá falsmiðlum þessa lands sem getur verið í lagi - ef sannleiksleit í anda Baggalúts hverfur eigi alveg.

.
.
Svona hættið þessu þusi og pusi í allar áttir. Já.!.Nei.!. ekki þessar hömlur heldur bara pínulítið öðruvísi hömlur. Flestir þessir nýliðar ná 100 innleggjum á 2 til 5 dögum, það eru nú allar hömlurnar sem hér hafa verið hugmyndir um.
.
Ekki það að við fáum svo sem nokkru um þetta ráðið. Þetta er, eins og það hefur alltaf verið, alfarið í höndum ritstjórnar. Alveg sama hvað Riddarinn eða aðrir þusa og pusa.
.
Svo má friðargæslan okkar bara drífa í að loka þessum þræði, sem er að verða einn alsherjar botnlaus pittur og samansafn af öllum leiðindum þessa heims.
.
ARG....SKÁL

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 22/11/05 20:28

Abbababb.

Mér finnst ekki alveg sanngjarnt að þeir aðilar sem virðast hafa fengið að klára að tjá sig séu þeir sem panta lokanir.

Vel má vera að aðrir séu að vinna að mótsvari og er það argasta móðgun við það fólk að fara fram á lokanir að svo stöddu máli. Það væri eins og að vera í kappræðum og heimta að þeim sé lokið um leið og maður hefur sjálfur lokið sínu máli.

Auk þess er mín tillaga ennþá best.

‹Setur upp snúð og étur glassúr...›

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 22/11/05 20:31

Ég er sammála öllum um allt á þessum þræði, ég er í eitthvað svo „sammála skapi.“

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: