— GESTAPÓ —
Yfirburðir Hakuchis
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/10/05 19:43

Ég var af gamni mínu að kíkja á heimavarnarliðið og sá þar að okkar ástkæri konungur, Hakuchi, er kominn með skemmtilega tölu í innleggjafjölda. 14141. Herra minn kær, það væri synd að skemma þessa tölu er það ekki?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skari 11/10/05 19:45

Já ,vá og sá næsti er ,,bara'' með 11303. Um þrjúþúsund innleggjum minna.

۞DREKABANINN۞ Háttvirtur yfirlífvörður hins háæruverðuga konungs
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/10/05 19:55

Innleggjafjöldi hefur enga þýðingu fyrir mig. Ég er löngu kominn yfir það stig að harma kjaftæðið í mér á þessum vef, gerði það líklega einhvers staðar á áttunda þúsundinu.

Reyndar vil ég enn halda uppi mótmælum varðandi röðun á heimavarnarlistanum, þ.e. þeirri röðun sem birtist þegar smellt er á heimavarnaliðið. Til eru fávitar sem geta séð svona röðun og haldið að um keppni væri að ræða og dælt inn algerlega innantómum örinnleggjum í von um að klifra upp listann. Jafnvel geta þeir hinir sömu talið sér trú um að þeir séu að klifra upp einhvers konar virðingarstiga, sem þetta er ekki.

Nær væri að hafa aðalröðun eftir stafrófsröð virkra notenda, eða bara handahófskennda niðurröðun. Virkni yrði síðan ákvörðuð eftir einhverjum kúnstarinnar reiknireglum tæknibavíana Baggalútssamsteypunnar. Já, og sleppa öllum sætistölum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/10/05 19:58

Sjálfum er mér reyndar nokk sama nú orðið hvað ég hef mikið af innleggjum. Það hins vegar er gaman að sjá hverjir hafa verið virkastir og hverjir hafa dalað. Þess vegna skoða ég heimavarnarlistann. En nú ertu búinn að skemma þessa fínu tölu þannig að ég held að ég fari og geri eitthvað annað...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/10/05 19:59

Gerðu það endilega.

Mundu að þú átt ansi skammt eftir í 11111. Þú ættir að halda í slíka tölu eins og þú eigir lífið að leysa. Svo fögur er hún.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 11/10/05 20:06

Já, en þá hættir hann að tala. ‹Veltir fyrir sér hvort það sé akkúrat það sem Hakuchi vill›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/05 20:33

Hakuchi mælti:

Innleggjafjöldi hefur enga þýðingu fyrir mig. Ég er löngu kominn yfir það stig að harma kjaftæðið í mér á þessum vef, gerði það líklega einhvers staðar á áttunda þúsundinu.

Reyndar vil ég enn halda uppi mótmælum varðandi röðun á heimavarnarlistanum, þ.e. þeirri röðun sem birtist þegar smellt er á heimavarnaliðið. Til eru fávitar sem geta séð svona röðun og haldið að um keppni væri að ræða og dælt inn algerlega innantómum örinnleggjum í von um að klifra upp listann. Jafnvel geta þeir hinir sömu talið sér trú um að þeir séu að klifra upp einhvers konar virðingarstiga, sem þetta er ekki.

Nær væri að hafa aðalröðun eftir stafrófsröð virkra notenda, eða bara handahófskennda niðurröðun. Virkni yrði síðan ákvörðuð eftir einhverjum kúnstarinnar reiknireglum tæknibavíana Baggalútssamsteypunnar. Já, og sleppa öllum sætistölum.

Konungurinn hefur talað... að venju er ég sammála honum, einhvers konar handahófskennd röðun væri frábær...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/10/05 20:43

Hakuchi mælti:

Gerðu það endilega.

Mundu að þú átt ansi skammt eftir í 11111. Þú ættir að halda í slíka tölu eins og þú eigir lífið að leysa. Svo fögur er hún.

Já, ég skal halda í þessa tölu á sama hátt og þú hélst fast í 14141

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/05 20:48

Ívar Sívertsen mælti:

Hakuchi mælti:

Gerðu það endilega.

Mundu að þú átt ansi skammt eftir í 11111. Þú ættir að halda í slíka tölu eins og þú eigir lífið að leysa. Svo fögur er hún.

Já, ég skal halda í þessa tölu á sama hátt og þú hélst fast í 14141

Það er ekki langt í 11414 hjá mér... minnið mig á að stoppa þá ‹Ljómar upp›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/10/05 20:50

‹minnir skabba á›

Það var nú samt gaman að safna baunum í smá tíma...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 12/10/05 09:01

Væri metingur í gangi mætti einnig raða eftir slaga- eða bókstafafjölda, jafnvel málfari eða frumleika í innleggjum. Slíkt myndi hinsvegar taka langan tíma og yrði líklega ekki uppfært nema einu sinni á misseri eða svo. Auk þess það byði upp á deilur við dómarann.‹Veltir því fyrir sér hvort það gætu ekki orðið svolítið spennandi deilur›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/10/05 10:02

Þessir Gestapóar eru klikk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 12/10/05 10:03

‹Fer að safna saman óhreinum sokkum.›

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/10/05 10:48

Enter mælti:

Þessir Gestapóar eru klikk.

Það vitum vjer vel. Og það er gaman að vera klikk ‹Ljómar upp›.

Sjálfir náum vjer brátt hinni tignarlegu tölu 10000 í innleggjafjölda. Erum vjer þessa dagana að velta fyrir oss hvort af því tilefni skuli efna til gleðihátíðar, sorgarhátíðar eða láta sem ekkert sje.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 12/10/05 11:36

Verður maður ekki heiðursfélagi við þúsund innslög? Ég tel það vel þess virði að öðlast heiðursfélagatitil, þó ég fái það útaf teningaleikjum og orðaleikjum sem eru mínar ær og kýr. ‹Ljómar upp›

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
albin 12/10/05 11:51

Ég hélt að yfirburðinir væru augljósir og öllum kunnugir...

‹Hneigir sig virðulega og gengur hokin 5 skref aftur á bak, snýr sér síðan virðulega við og gegngur tignarlega á brott›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 12/10/05 12:58

T.C. væri langefstur á þessum lista ef ekki væri búið að ritskoða hann eins oft og raun ber vitni.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/10/05 13:22

Rjettara sagt Glúmur væri það því hann er allir gestirnir hjer með örfáum undantekningum er teljandi eru á fingrum annarrar handar.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: