— GESTAPÓ —
Heil og sæl!
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kíkí 11/10/05 03:28

Ég vildi nú bara byrja á því að kynna mig fyrir ykkur greyin mín, því að kurteisi var jú í hávegum höfð í mínu uppeldi.
Ég er fuglinn sem aldrei flýgur sökum lofthræðslu, en hef nú loks fundið mér öruggt skjól hér á þessum sólríka og fallega stað.
Og mun ég nú hefja hreiðurgerð og barneignir. ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 11/10/05 03:36

Hef altaf vitað að það væru storkarnin sem kæmu með börnin.
En er Kíkí ekki páfagaukur?

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 11/10/05 03:39

Andsk.....! Fyrirgefðu. Velkomin(n) Kíkí.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kíkí 11/10/05 03:46

Jú mikið rétt. Þú manst eflaust eftir þeim bláa sem eitt sinn prýddi stofuna hans Afa á Stöð tvö. Það mun vera ég. Ég flúði okur þessa illa manns og eftir langt og strangt ferðalag yfir heimsins, höf endaði ég hér. Nú get ég loksins andað léttar. ‹Stekkur hæð sína›

Ég er frelsari allra páfagauka. Ég mun leiða þjóð mína til sigurs.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 11/10/05 04:15

Kíkí mælti:

Jú mikið rétt. Þú manst eflaust eftir þeim bláa sem eitt sinn prýddi stofuna hans Afa á Stöð tvö. Það mun vera ég. Ég flúði okur þessa illa manns og eftir langt og strangt ferðalag yfir heimsins, höf endaði ég hér. Nú get ég loksins andað léttar. ‹Stekkur hæð sína›

Ég er frelsari allra páfagauka. Ég mun leiða þjóð mína til sigurs.

Þetta sagði nú Hitler líka, enda ófleygur eins og þú.
En hafðu ekki áhyggjur af því. Ef þú öðlast ríkisborgararétt í Baggalútíu þá er þess Þúsundáraríki nýfætt og þú getur skokkað með ef þú vilt, en þá tilheyrir þú Baggalútískuþjóðinni og leiðir engan neitt.
Því leiðtogi vor og alvaldur er Enter! En öðrum í alræðisstjórn hans munt þú kynnast síðar.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
salvador 11/10/05 08:50

Var að vonast eftir að þú værir aðal páfagaukurinn úr sögum Enid Blyton. Hann hét líka Kíkí og sagði alltaf: "guð blessi kónginn og Kíkí líka"‹Starir þegjandi út í loftið›

Salvador; Löggiltur SKRÓPAGEMLINGSMEISTARI gestapó
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 11/10/05 10:03

Vertu velkomin Kíkí. Frænka mín er kölluð Kíkí og því fer þetta nafn örlítið í taugarnar á mér en ég skal reyna að leiða það hjá mér.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 11/10/05 10:17

Hmm... páfagaukurinn hans Afa á Stöð 2 hét reyndar Pási, var í eigu vinafólks fjölskyldu minnar og var svæfður fyrir einhverju síðan.
Ég hallast hinsvegar að því að þetta sé hvíti kakadúinn úr einhverjum þáttum á Stöð 2 sem er hætt að sýna...(gott ef það var ekki Enid Blyton sem að Salvador minntist á) hann/hún hét einmitt Kíkí.
Vertu velkomin og láttu fara vel um þig, ekki abbast upp á mig og litlu tánna mína. ‹Otar litlu tánni ógnandi að fuglinum›
Annars ertu velkomin niður í Undirheima ef þú vilt vera með í illverkum.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 11/10/05 10:18

Já ég man eftir þessum þáttum, þau bjuggu á eyju? Getur það ekki passað? Byggðu svo óraunverulegasta strjáhús í sögu sjónvarps.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 11/10/05 10:32

Vertu bara velkomin Kíkí. ‹réttir Kíkí hnefafylli af stráum í hreiðrið og fjóra karamelluristaða ánamaðka›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kíkí 11/10/05 16:22

Þakka ykkur kærlega fyrir góðar móttökur og fallegar gjafir. Sem koma sér eflaust vel!
Sérstaklega karamelluristaðir ánamaðkar að hætti meistarans.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 11/10/05 16:28

Verði þér að.. ég borða ekki karamellur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 11/10/05 16:29

Úff Kíkí og Kinkí...ég á alltaf eftir að rugla ykkur saman sko. Velkomin samt.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/10/05 16:32

Litla Laufblaðið mælti:

Úff Kíkí og Kinkí...ég á alltaf eftir að rugla ykkur saman sko. Velkomin samt.

Ég var að hugsa það sama, ætli það lagist ekki þegar þeir/þau/þær fá mynd.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 11/10/05 16:32

Vertu velkomin Kíki, og megi þér farnast vel hérna.

Prins Arutha af Krondor
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kíkí 11/10/05 16:36

Litla Laufblaðið mælti:

Úff Kíkí og Kinkí...ég á alltaf eftir að rugla ykkur saman sko. Velkomin samt.

Já. Þessi hugsun hvarflaði reyndar að mér líka. En svo ákvað ég að bjóða henni bara að gerast minn illi tvíburi. Og þar með er málið leyst‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 11/10/05 16:37

Kíkí mælti:

Litla Laufblaðið mælti:

Úff Kíkí og Kinkí...ég á alltaf eftir að rugla ykkur saman sko. Velkomin samt.

Já. Þessi hugsun hvarflaði reyndar að mér líka. En svo ákvað ég að bjóða henni bara að gerast minn illi tvíburi. Og þar með er málið leyst‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Ætlið þið þá að vera með sömu mynd, nema mismunandi á lit eða speglaða? Það væri flott!

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 11/10/05 17:26

Velkominn Kíkí (þessi úr Ævintýrabókum Enidar vonandi)

Ég hnaut nú reyndar um þessa setningu í kynningu þinni "Og mun ég nú hefja hreiðurgerð og barneignir."
Það á eftir að verða skrautlegt. Ég hélt að fuglar eignuðust unga!‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: