— GESTAPÓ —
Ofmetið og Vanmetið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/9/05 16:58

Hér má setja inn það sem hverjum of einum finnst vera ofmetið eða vanmetið. Auðvitað eru persónulegar skoðanir og smekkur okkar mismunandi. Hér skal hver skrifa það sem viðkomandi finnst og láta fylgja smá rökstuðning.
.
.
.
T.d. Tvær ofmetnustu fæðutegundir sem að við leggjum okkur til munns eru rjúpur og lax, Í nánast öllum tilvikum telur Riddarinn að um sé að ræða "áunnið bragð". Engin önnur skýring getur verið á vinsældum þessara fæðutegunda. Rjúpan bragðast eins og blanda af berjalyngi og mold og laxinn bara eins og mold. Vondur matur.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/9/05 19:00

Lax er vanmetinn af riddurum.

Ofmetið þykir mér að vera edrú á virkum dögum. Dagarnir sjá engan mun á þér. Þeim er nokkuð sama.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 12/9/05 19:43

Malt er vanmetið.
Danska er ofmetin.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/9/05 22:10

Geir Ólafsson er ofmetin
Konurnar hans eru hinsvegar vanmetnar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/9/05 22:30

Geir Ólafsson ofmetinn? Almennt séð eru flestir sammála um að hann sé hlægilega lélegur söngvari. Ertu þá að gefa í skyn að hæfileikaleysi Geirs sé ofmetið og hann sé í raun hæfileikaríkari en flestir halda?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/9/05 22:43

Rjúpan er stórlega vanmetinn veislumatur. Margir sem ég hef rætt við hafa smakkað rjúpu sem var ekki rétt elduð, eða hafa bara smakkað kalda/upphitaða afganga.

Þó „hefðbundin“ matreiðsla skili góðum veislumat mæli ég helst með því að úrbeinaðar bringurnar séu léttsteiktar á hvorri hlið í 1-2 mínútur og þá flammeraðar í koníaki. Tímasetningin verður að vera nákvæm því hvorki er gott að hafa blóðbragð í munninum á hátíðarstundu né sitja uppi með koníaksbrunna kolamola. Takist vel til munu bringurnar bókstaflega bráðna í munninum og lítil þörf er á konfektinu eftir matinn, slíkur er unaðurinn. Ekki er þörf á kryddi, en það sakar samt ekki að salta og pipra í hófi.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/9/05 22:53

Hér er ég sammála Hexiu - margir virðast aðeins hafa smakkað rjúpu eldaða á kolrangan hátt.

Raunar get ég upplýst að svartfugl(!) getur meira að segja verið mikill veislumatur ef eldaður rétt. Það finnst líkast til fáum trúlegt sem aðeins hafa smakkað hann soðinn með kartöflumús.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 12/9/05 22:56

Heiðglyrnir mælti:

T.d. Tvær ofmetnustu fæðutegundir sem að við leggjum okkur til munns eru rjúpur og lax, Í nánast öllum tilvikum telur Riddarinn að um sé að ræða "áunnið bragð". Engin önnur skýring getur verið á vinsældum þessara fæðutegunda. Rjúpan bragðast eins og blanda af berjalyngi og mold og laxinn bara eins og mold. Vondur matur.

Rjúpur eru herramanns matur. Hún bragðast sem blanda af berjalyngi og blábergi. Ásamt sínu dásamlega villta bragði, sem náttúran ein getur skapað.
Muna bara að sjóða/steikja/baka sarpinn með.
Alveg einstaklega bragðgóð og bíður uppá það besta í náttúrulegri kryddflóru
landsins.
Að líkja rjúpu við moldarbragð er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt. (og reyndar aldrei sosum verið boðið uppá mold í matinn)
Svo kæri Heiðglyrnir reyndu að "ávinna" þér rjúpubragðið.... þú verður ekki svikinn af því!
( Get sagt svo margt og mikið um "bragð" vitund þjóðarinnar..... en nenni því bara ekki núna. Nema í fáum orðum ; Lærum að meta það hráefni og bragð þess sem við erum alin upp við og er okkur næst )
Get sagt annað eins um laxinn. Okkar dýrindis fæði! Einhvern tímann seinna kannski...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 12/9/05 23:48

Puff erða nú þvættingur
Lambakjet fæst í næstu verslun og ekki veit ég dæmi þess að þurft hafi að kalla
björgunarsveitina út með ærnum tilkostnaði til að leita að einhverjum bjána haldandi á poka með nýslátruðu og frosnu kjeti ‹Lamb á diskinn minn ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 12/9/05 23:56

Hakuchi mælti:

Geir Ólafsson ofmetinn? Almennt séð eru flestir sammála um að hann sé hlægilega lélegur söngvari. Ertu þá að gefa í skyn að hæfileikaleysi Geirs sé ofmetið og hann sé í raun hæfileikaríkari en flestir halda?

Jemeina: Ég er þér algjörlega sammála. Geir Ólafsson fær miklu meiri athygli heldur en hann á skilið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 13/9/05 09:20

X-ið og XFM, aðeins ofmetin
Útvarp Saga, dálítið ofmetin (en er bara of lítil kannski)
Kiss FM, frekar ofmetin
FM 957, stórlega ofmetin
Létt 967, gríðarlega ofmetin
Talstöðin, ótrúlega ofmetin.
Bylgjan, „nær út fyrir allar viðmiðanir“ ofmetin

Hvar er hægt að hlusta á allt?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 13/9/05 09:32

Ríkisútvarpið Sjónvarp. Stórlega vanmetið fyrirbæri.

Síðastliðin 6 ár (og rúmlega það) hef ég búið á svæði þar sem ekki næst til hinna frjálsu og „galopnu“ sjónvarpsstöðva (sbr. Skjá 1). Þetta er svokallaður blindur punktur í miðbæ Hafnarfjarðar. Skilyrðin eru ekki þannig að það sé hægt að lýsa þeim með „það er alltof mikill snjór í Skjá einum“ heldur frekar „það er smá Skjár 1 í snjónum mínum“ (höfundarréttur: Ívar).

Þetta veldur því að við, sem erum of fátæk til að geta spreðað í Stöð 2, fjölvarpið og hvaððanú allt heitir, höfum látið okkur nægja að sjá bara Rúv. Já og Omega, en það er nú ekki horfandi á það helvíti. Frekar horfi ég á málningu flagna.

Ég hélt fyrst að ég myndi ekki lifa þetta af, að hafa ekki úr 10 eða fleiri sjónvarpsstöðvum að velja. Rúv hefur hins vegar sannað að það er vel horfandi á það. Alveg hreint ágætis framhaldsþættir, fínt barnaefni, formúla fyrir kallinn og stöku bíómyndir sem maður ætlaði hvort sem er alltaf að horfa á.

Það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að sá annars ágæti maður hæstvirtur útvarpsstjóri ætli að fara að sleppa þessum fínu framhaldsþáttum og setja kannski eitthvað minna spennandi en meira „menningaraukandi“ á skjáinn. Ég nefnilega sleppi því alltaf að horfa á Út og suður og kíki sjaldnast á Mósaík.

‹Horfir í tóma budduna› Það verður víst lítið horft á sjónvarp ef það fyllist af Út og suður/Mósaík/Maður er nefndur þáttum...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 13/9/05 09:33

Rás 2 er vanmetin, þar getur maður hlustað á nýja tónlist í bland við gamla en ekki þetta hundleiðinlega listapopp.

Fótbolti er ofmetinn. Það er nú einu sinni svo að ég, eins og margir aðrir, hef lítinn áhuga á fótbolta. Ég horfi þó stöku sinnum á einn og einn leik, kannski frekar hálfan og hálfan leik. Mér finnst fótbolti fá allt of mikið pláss í venjulegri sjónvarpsdagskrá. Íþróttafréttatímar eru yfirfullir af fótboltafréttum og mætti halda að þetta væri eina íþróttin.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 13/9/05 09:43

Hexia de Trix mælti:

... Já og Omega, en það er nú ekki horfandi á það helvíti. Frekar horfi ég á málningu flagna.

Mæli með að þú kíkjir á þáttinn með hinni snargeggjuðu en ótrúlega einlægu nunnu Madame Basileou sem er frá Frakklandi (eða benelux löndunum einhversstaðar). Árið 1973 kemur oft upp í hugann og er þulurinn alveg magnaður karakter út af fyrir sig. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 13/9/05 09:43

Fóbolti er vanmetin. Þetta er íþrótt guðanna og ætti að hafa sama sess í grunnskólum og danska. Það eru meiri líkur á að maður öðlist lífshamingju á því að vera góður í fótbolta en að vera góður í dönsku.

Náttúruvernd er ofmetin. Þetta á allt eftir að fara til andskotans hvort eð er. Hvaða máli skiptir það hvort maðurinn virkjar einhverjar kvíslar í nokkur hundruð ár, flekahreifingar verða búnar að snúa þessu öllu á hvolf eftir nokkrar milljónir ára og maðurinn löngu útdauður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 13/9/05 10:09

Illt er þegar menn eru farnir að hnýta í sjálfan Geir "Iceblue" Ólafsson hér á Baggalúti, manninum sem kom Sinatra og rottugenginu aftur í tísku á Íslandi þrátt fyrir að hafa takmarkaða rödd. Það eru margir með meiri rödd en Geir sem ekki hafa gert jafnmikið fyrir íslenska dægurlagaunnendur og skemmtanamarkað. Mér finnst að Geir ætti barasta bara að fá Fálkaorðuna fyrir framlag sitt til menningarmála.

Og hvað á það að þýða að hallmæla laxinum sem matfiski? Jú eldislax er ekki það sama og villtur lax, laus í sér og bragðlaus. En villtur lax er frábær matur, sérstaklega með nýjum kartöflum, sítrónu og íslensku sméri. Og hélt lífinu í fólki víða um land gegnum aldirnar. Það að sýna laxinum lítilsvirðingu er eins og að gefa skít í harðfisk eða hrækja á blessaðan súrmatinn, ef þetta hefði ekki verið til staðar hefði íslensk þjóð drepist úr hungri. Og hvar værum við þá?

En hvað er ofmetið? Þrennt dettur mér í hug:
a) Gísli Marteinn Baldursson. Annað eins pólitísk viðrini hefur ekki á Íslandi sést síðan land byggðist. Spjátrungur, án stefnu, án lífsskoðunar, innihaldið er aðeins sjálfsálitið sem hann reiðir rúmlega í þverpokunum, líkastur blöðru fullri af heitu lofti sem svífur hátt nú um stundir en mun á endanum hrapa til jarðar og þvælast fyrir öllum innihaldslaus og gagnslaus.

b) Coca-Cola Light. Ég er nú ekki ofbeldishneygður að eðlisfari, en mér finnst bara sanngjarnt og eðlilegt að yfirmenn Vífilfells hf. verði dregnir út af skrifstofum sínum, ákærðir af alþýðunni, dæmdir af dómstól götunnar og skotnir úti í porti fyrir glæpi sína gegn íslenskri þjóð. Kók-Light er bara viðbjóður, viðurstyggð. Og á meðan er Diet-kókið, snilldardrykkurinn með hið svalandi og frískandi bragð, tekið af markaði.

c) Fréttastofur Ríkisútvarpsins. Bæði í sjónvarpi og útvarpi. Menn eru að hamast við það að reyna að draga upp einhverja glansmynd um "þær fréttastofur sem flestir treysta", en þegar grannt er skoðað eru þetta engu minni lygar og hjá hinum fréttastofunum og falsfjölmiðlunum, þeir eru bara lúmskari við lygarnar uppi á RÚV. Eins og t.d. sú stórsnjalla hugmynd að láta yfirlýstan virkjunarhatara, Ómar Ragnarsson, fá frítt spil til að búa til áróður gegn virkjunum og kalla það svo "hlutlausa umfjöllun". Já þau kunna það Bogi og co., ef maður ætlar að ljúga miklu þá verður maður að setja smá sannleika með annað slagið og svo náttúrulega að líta virðulega út.

En hvað er þá vanmetið? Fjöldamargt, en ég nefni þrennt?

a) Gin. Sá ágæti drykkur Gin er hressandi og getur ef í honum er slatti af ís og ísmulingi einnig verið svalandi. Að blanda með Gini er ágæt aðferð til að koma ofan í fólk gosdrykkjum með grape-bragði, en þeir eru sérstaklega góðir gegn skyrbjúg, og drykknum Tonic sem inniheldur kínin, en það getur bjargað fólki sem hefur mýrarköldu (e. malaria). Áhrifin af gindrykkju er hraustlegt útlit, heilbrigður roði í andliti, léttleiki og sönghneygð, sálarylur og svefnhöfgi.

b) Fjölnismenn. Of lengi hafa þeir setið í skugganum, þeir Brynjólfur, Tómas og Konráð. Jónas þekkja allir, en fyst og fremst sem skáld og náttúrufræðing. Mannvinurinn, fjölfræðingurinn og gleðimaðurinn Jónas hefur hins vegar orðið að víkja, þökk sé námsbókahöfundum Námsgagnastofnunar.

c) Pylsur. Íslenska pylsan er herramannssmatur, heilnæm og bragðgóð. Af öllum heimsins pylsum kemst engin í hálfkvist við þá íslensku. Sumir dissa pylsuna og segja hana skyndibita í sama flokki og hamborgar og pizzur. En svo er ekki, hún er mörgum ljósárum framar í heilnæmi. Með réttu ættu íslenskir næringarfræðingar að heimta að íslensk börn ætu pylsur á hverjum degi svo þau verði stór og sterk eins og Magnús Ver og Jón Páll.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 13/9/05 10:39

voff mælti:

...Og á meðan er Diet-kókið, snilldardrykkurinn með hið svalandi og frískandi bragð, tekið af markaði.

Var ekki hætt við að hætta með Diet kók eftir að kröfug mótmææli diet kókista komu strax í kjölfar þessara áætlana?

Annars hef ég kenningu um Light kókið sem hefur staðist hingað til. Að hver sá eða sú sem drekkur venjulega „rautt“ Kók finnst Kók Light vera alger snilld. Allir sem hinsvegar hafa drukkið Diet Kók í gegnum árin finnst Kók Light vera viðbjóður.

Persónulega finnst mér Diet Kók vera vont enda verið í „Rauða“ Kókinu allt þar til nýlega að ég skipti út kók í Kristal +.
Kók Light fannst mér nokkuð gott miðað við að vera sykurlaust og var bragðið furðulega nálægt því sem „rauða“ kókið skartar.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 13/9/05 10:42

Dæet kókið er allveg til. Sem betur fer segi ég nú bara. Enda er þetta læt kók einfaldlega ógeðslegt. Það er samt fúlt að á veitingastöðum og bíóum og þess háttar er bara selt kók læt.‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Krúsídúlla Gestapó.
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: