— GESTAPÓ —
Bubbi Kóngur leggur krúnuna á hilluna.
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 19:33

Þá er alvöru forsætisráðerra landsins að hætta. Nennir þessu ekki lengur og ætlar að ydda blýanta í Seðló. Hættir hann sem bugaður maður, ónýtur og óvelkominn, eða sem risi í pólitískri sögu þjóðarinnar? Ætli eitt stórt allsherjar HJÚKK heyrist um allt land, þar með talið Valhöll? Spillti valdið honum? Eða var hann riddari frelsisins?

Ræðið endilega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 7/9/05 19:41

Ég er nú bara að frétta þetta núna!
Er ekki búin að hlusta á neinar fréttir í dag.
Þetta er stórmerkilegt. Fyrir mína parta segi hjúkk.
Hann var góður stjórnmálamaður í upphafi (þó hann hafi verið í vitlausu liði) en mér finnast síðustu ár hans hafa verið einn allsherjar skrípaleikur.
Hann hefði átt að hætta töluðvert fyrr.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 19:44

Gott ef það sé ekki töluvert til í þessu hjá þér.

Mér finnst aðallega snautlegt að hann hafði enga almennilega andstæðinga. Allir með tölu voru þeir helberir aumingjar og vælukjóar, það varð til þess að heimurinn fór að snúast um Davíð og þannig var það í einn og hálfan áratug. Það var þá helst að Inga Solla hafði eitthvað roð í hann en hún klúðraði því ægilega með vitleysunni í síðustu kosningum og sveik lýðinn um skemmtilegan og blóðugan pólitískan bardaga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 7/9/05 19:57

Já þar er ég sammála.
Þó að ég sé örlítið til vinstri í stjórnmálum þá verður maður að viðurkenna að vinstri menn hafa ekki haft almennilegann pólitíkus (að Steingrími J. undanskildum) í fjölda mörg ár.
Davíð var sá eini sem virtist njóta einhverrar virðingar og þó hann hafi alltaf verið umdeildur vegna þess hve harðlega hann gengur fram, þá hefur enginn haft neitt í hann.
Ingibjörg var ágæt til síns brúks, en hún hefur ekki nægilegann styrk til að verða góður stjórnmálamaður. Þeir þurfa að vera harðir en um leið trúverðugir.
Íslensk stjórnmál hafa verið eins og blaut hundslappadrífa í mörg ár.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 20:00

Steingrímur hefur jú munninn fyrir neðan nefið en það hefur alltaf háð honum að hann slæst af svo lágum stalli (fylgislega séð) að hann hefur aldrei getað gert meir skaða en að kýla í sköflunginn á Bubba kóng.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/9/05 20:07

Hakuchi mælti:

Þá er alvöru forsætisráðerra landsins að hætta. Nennir þessu ekki lengur og ætlar að ydda blýanta í Seðló.

Ég sem hélt að þeir nöguðu blýantana þarna í Seðló.

En var þetta ekki bara orðið gott hjá kallinum? Fróðir menn segja mér að það hafi verið lítið varið í síðasta smásagnasafn kappans, kannski var hann bara of bissí við að vera ráðherra til að geta skrifað almennilegar sögur. Vonandi að það sé betra ráðrúm til þess í skrifstofu Seðlabankastjóra.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 20:10

Þeir hættu að naga eftir að yddvélarnar komu. Undraverðar maskínur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 7/9/05 20:11

Hvað borða þeir þá, greyin? ‹Klórar sér í höfðinu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 7/9/05 20:12

Mogginn segir:

Tilvitnun:

Davíð Oddsson hefur lengst allra gegnt embætti forsætisráðherra. 18. júlí 2001 jafnaði hann met Hermanns Jónassonar en bætti það síðan um rúm þrjú ár og var því forsætisráðherra Íslands í rúm 13 ár. Samráðherrar Davíðs á þessum árum hafa verið 30 talsins.

Þessu er lýst hérna eins og íþróttakeppni. Þetta er náttúrulega afrek fyrir manninn en kannski ákveðið merki um vanþróun á íslensku lýðræði eins og þið segið.

Kannski, já ...bara
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 20:13

Hexia de Trix mælti:

Hvað borða þeir þá, greyin? ‹Klórar sér í höfðinu›

Nú, yddkurlin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 20:17

Krókur mælti:

Mogginn segir:

Tilvitnun:

Davíð Oddsson hefur lengst allra gegnt embætti forsætisráðherra. 18. júlí 2001 jafnaði hann met Hermanns Jónassonar en bætti það síðan um rúm þrjú ár og var því forsætisráðherra Íslands í rúm 13 ár. Samráðherrar Davíðs á þessum árum hafa verið 30 talsins.

Þessu er lýst hérna eins og íþróttakeppni. Þetta er náttúrulega afrek fyrir manninn en kannski ákveðið merki um vanþróun á íslensku lýðræði eins og þið segið.

Vanþróun á lýðræði? Frekar þróun. Einn af stóru kostunum við síðasta einn og hálfan áratug var að maður gat átt von á að ríkisstjórn andskotaðist til að sitja út kjörtímabilið sitt. Það var breyting til batnaðar frá því sem áður var þegar ríkisstjórnum var jafnvel splundrað í góðum fíling í beinni útsendingu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 7/9/05 20:27

Það náttúrulega ömurlegur skítagalli við lýðræðið, að helv.. meirihlutinn fái alltaf að ráða. Er það ekki það sem Krókur á við, með vanþróað lýðræði.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

ég er ekki viss en varekki hann Denni dæmalusi sonur Hermans og ef svo er mætti ekki
leggja þjónustu ár feðgana í einn pott í þjónustu Lýðsins

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 7/9/05 20:55

Hakuchi mælti:

Það var breyting til batnaðar frá því sem áður var þegar ríkisstjórnum var jafnvel splundrað í góðum fíling í beinni útsendingu.

Já en þá var þetta spennandi. Núna er alltaf sama lognmollan í stjórnmálunum, sama sullið fram og til baka.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 7/9/05 20:59

Heiðglyrnir mælti:

Það náttúrulega ömurlegur skítagalli við lýðræðið, að helv.. meirihlutinn fái alltaf að ráða. Er það ekki það sem Krókur á við, með vanþróað lýðræði.

Ég er ekki alveg viss um hvað ég á við, en mér virðist sem þið hafið meint að það hafi ekki verið neinn valkostur á meðan þessari setu stóð. Og pólitísk umræða á Íslandi er algjört frat. Hefur kannski alltaf verið það. En Davíð hefur ekki gert mikið fyrir það, þvert á móti, hagað sér eins og góðum einvaldi sæmir og haft öll spjót úti þegar einhver snefill af gagnrýni hefur borði að góma.

Kannski, já ...bara
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/9/05 21:21

Davíð hefur bara haldið uppi merkjum íslenskrar 'rökræðu' en hún hefur ávallt snúist um smáatriði, persónulegar árásir og nokkurn veginn allt annað en málefnið sjálft.

Davið var einstaklega skotharður pólitíkus. Þess vegna var sjaldan lognmolla um hann. Það sást greinilega þegar hann veiktist og eftir að platforsætisráðherrann tók við að þá hefur allt koðnað niður í enn meiri leiðindum en nokkurn tíma var hægt að ímynda sér. Ég er ekki frá því að jafnvel verstu hatursmenn Davíðs voru farnir að sakna slagsmálanna.

Eftir stendur sem sagt rólegri tíð í stjórnmálum. Hún verður örugglega mun leiðinlegri en áður, umræðan verður etv. kurteisari (og því leiðinlegri) en mun halda áfram að vera á jafn þroskuðum nótum og áður (þ.e. algerlega laus við málefnanlegheit og þras um smáatriði).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 7/9/05 21:53

Hakuchi mælti:

Davíð hefur bara haldið uppi merkjum íslenskrar 'rökræðu' en hún hefur ávallt snúist um smáatriði, persónulegar árásir og nokkurn veginn allt annað en málefnið sjálft.
Davið var einstaklega skotharður pólitíkus. Þess vegna var sjaldan lognmolla um hann. Það sást greinilega þegar hann veiktist og eftir að platforsætisráðherrann tók við að þá hefur allt koðnað niður í enn meiri leiðindum en nokkurn tíma var hægt að ímynda sér. Ég er ekki frá því að jafnvel verstu hatursmenn Davíðs voru farnir að sakna slagsmálanna.
Eftir stendur sem sagt rólegri tíð í stjórnmálum. Hún verður örugglega mun leiðinlegri en áður, umræðan verður etv. kurteisari (og því leiðinlegri) en mun halda áfram að vera á jafn þroskuðum nótum og áður (þ.e. algerlega laus við málefnanlegheit og þras um smáatriði).

Mér finnst það nú ekki alveg vera rétt. Það var oft lognmolla í stjórnmálum á áratuginum sem leið. Hann var meira meistari í að þeigja um hlutina heldur en að tala um þá. Og það var hans helsti styrkur.

Þegar þú segir að hann hafi verið skotfastur áttu bara við að hann fór oft í fýlu, gerðist ómerkilegur í garð annara og átti í óviðeigandi hótunum við fólk sem fóru honum ekki að skapi. Mér finnst ekkert virðingavert við það þó það sé kallað því jákvæða heiti „að vera skotfastur. “

Það hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi líflega og lýðræðislega umræðu þá er þetta ekki bara spurning hverjir taka við af Davíð, heldur einnig hvernig fjölmiðla við munum búa við. Ég er bjartsýnn, eða ölluheldur vongóður.

Kannski, já ...bara
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 7/9/05 22:41

Það er alveg greinilegt að Davíð sér að honum er loksins ógnað af Ingibjörgu Sólrúnu. Þá er það deginum ljósara að hann þorir ekki að mæta henni. --- Eða hvað?
Sagði ekki skáldið hlewagastiR:

Buðlungs álfreks eðli
illgjarn lofna, nafni
jarl es j˛ofurr varla
júða, hefir lúði.
Hilmir rann af hólmi
hýrisk falinn stýrir
veldr ok ˛ollum íhalds
usla, gunga ok drusla.

Ísland úr NATO og herinn burt!
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: