— GESTAPÓ —
Söfnunarárátta, áhugamál, fælni..!..
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/8/05 03:17

Hér má setja allt inn sem varðar, "Söfnunaráráttu, áhugamál eða fælni " sem annaðhvort hafa fylgt okkur í gegnum lífið, eða verið um stund með okkur, einhvern hluta af lífi okkar. Venjuleg, skrýtin, öðruvísi. Hér verður ekki dæmt um það. Þetta eingöngu til gamans gert og svo allir með.
.
1. Reglur: Fjalla bara um eitt atriði í hverju innleggi svo að teygist nú á þessu.
2. það má koma með athugasemdir á milli, en reynum að slíta þetta ekki of mikið í sundur.
.
.
.
Fyrstu kynni Riddarans af söfnun, var á unga aldri þegar allir félagarnir voru að safna frímerkjun. Það fannst Riddaranum með eindæmum hallærislegt, og ákvað að hann skyldi í staðin safna lyklum.

Þetta fannst engum sniðugt, nema að sjáfsögðu Riddaranum honum fannst þetta mikið sniðugt og mikið gaman. Í upphafi réði örugglega ferðinni að ögra hefðbundnum gildum og hallærislegum hjarðeinkennum. Seinna þegar söfnuðust höfðu um 50 til 60 lyklar, opnaðist alveg nýr heimur til að rannsaka.

Húslyklarnir voru mest frá Yale, Union og sænska risanum ASSA. Bíllyklar. traktorslyklar, lyklar af hengilásum, ferðatöskum, mublum, innihurðum o.s.fv. voru svo kapítuli út af fyrir sig. Söfnun þessi stóð yfir fram á unglingsár og voru þá til á annað þúsund lyklar.

Úr því safni hafa mublulyklarnir verið seldir um 300 stk, fékk gott tilboð í þá frá antik búð sem var að flytja inn mublur. Innihurðar lyklarnir fóru til smiðs sem var og er að gera upp gömul hús. Traktorslyklarnir voru allir keyptir á einu bretti af verkstæði á Vestfjörðum.

Ekki veit ég með frímerkin, en stór hluti af því sem Riddararinn safnaði rataði aftur í umferð og gaf bara þó nokkuð vel af sér. Það er góð tilfinning..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/8/05 08:53

Ég held að söfnun mín á áfengisflöskum hafi ekki átt sér söfnunaráráttulegar ástæður heldur hitt að ég hafi ekki nennt að fara með tómu flöskurnar út. Jafnframt varð maður aðeins meira á lofti fyrir vikið, svona n.k. "sjáið hvað ég er duglegur að drekka" syndrómið. Svo fór þetta að vinda upp á sig, maður fór að kaupa áfengi áf því það var í svo flottri eða skrítinni flösku, maður fór að líta tegundir í einföldum flöskum eins og kláravín, brennivín og Stolychnaya hornauga, en dáðist aftur á móti að Finlandia-vodkanum og Grants-vískíinu. Bara út af útlitinu.

Þetta var í gamla daga. Nú er ég frjáls undan þessari áþján og drekk áfengi til að njóta áhrifanna en ekki út af því það er í fallegum flöskum. Skál ... í botn!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 23/8/05 09:21

Hér er um auðugan garð að gresja fyrir mig ‹Ljómar upp›

Fyrst ber að nefna Garbage Pail Kids myndirnar sem allir söfnuðu á sínum tíma. Afar ógeðslegar og foreldrasjokkerandi myndir af almennt feitlögnum krökkum/ brúðum sem ýmist voru sundurhöggvin, stungin, skorin, brennd eða hreinlega veltu sér uppúr hverkyns viðbjóði og óþverra. Dásamlegt!! ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu og rifjar upp gamlar stundir›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/8/05 12:22

Já fjandans Garbage Pail Kids. Ég átti slatta af þeim. Hætti þessu þegar ég uppgvötaði, allt of seint, að þetta var gersamlega tilgangslaust kjaftæði.

Ég safnaði Star Wars köllum. Það var göfug iðja. Átti þá flesta. Ég á enn slatta af þeim en ég tapaði stórum hluta safnsins til frænda míns í skiptum fyrir stóran kassa fullu af legó. Það voru verstu viðskipti sem ég hef gert á ævinni. Mér sárnar enn þegar ég hugsa til þess að hafa glatað Loga Geimgengli í stormtrooperbúningnum.

Það skiptir engu að legókassinn hafi reynst frábærlega öll þessi ár fyrir öll þau börn sem hafa komið í heimsókn....ekkert kemur í stað star wars kallanna. Mér finnst sem ég hafi selt hluta sálu minnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/8/05 13:37

Ég safna flöskutöppum... í upphafi var það mest Sinalco, Coca Cola, Spur og þannig tappar... en eftir því sem ég eldist, þá varð þessi tappasöfnum þróaðri... Kláravín, Brennivín, ýmsar Vodkategundir... og svo á ég orðið nokkuð gott safn af töppum Álaborgar-Ákavítis, m.a. 20 tappa frá sérstakri afmælisútgáfu sem framleidd var árið 1995, þegar 150 ár voru liðin frá stofnun Aalborg Privilegerede Sirup – og Spritfabrik... þetta er vissulega árátta en skemmtileg eigi að síður...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 23/8/05 13:40

Ég safna einakrónum. Stafla þeim gjarnan upp... Er kominn með nokkra metra!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/8/05 13:47

Það er sniðug söfnun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 23/8/05 13:50

‹Snýr aftur sneypulegur.›

Hömm... reyndar ekki alveg nokkra metra. Vel yfir einn meter er nær lagi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 23/8/05 14:04

Ég safna hlutum sem gera mig hamingjusama, eins og t.d. steinum, plakötum, geisladiskum, Lifandi Vísindi og Practical Photography tímaritum, bókum, kertum, garni, böngsum, teppum, myndum, tónleikum á DVD og auðum bókum til að skrifa í.
Ég safna líka áhugamálum.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 23/8/05 14:06

Ég safna engu... en fólk heldur því fram að ég safni skóm.

ég er 16 ára gelgja svo þegið þið!

‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
spesi 23/8/05 14:10

Ég safnaði eitt sinn orðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/8/05 14:23

Ég safna aðallega innleggjum á Gestapó núorðið.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 23/8/05 14:33

Skabbi skrumari mælti:

Ég safna flöskutöppum... í upphafi var það mest Sinalco, Coca Cola, Spur og þannig tappar...

Hey ég safna flöskum. Á margar þeirra vantar einmitt tappann!!‹Tekur upp teikningarnar af Flöskusafni Íslands› Kannski þarf að sameina þessar safnanir í eina.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/8/05 15:15

B. Ewing mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Ég safna flöskutöppum... í upphafi var það mest Sinalco, Coca Cola, Spur og þannig tappar...

Hey ég safna flöskum. Á margar þeirra vantar einmitt tappann!!‹Tekur upp teikningarnar af Flöskusafni Íslands› Kannski þarf að sameina þessar safnanir í eina.

...og fylla þær af vökva... og selja?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/8/05 15:20

Þá vantar okkur bara áfengissafnara. Verst að þeir eru einstaklega sjaldgæfir.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
nirfill 23/8/05 15:42

]‹Gefur frá sér vellíðunarstunu......metrar af peningum›

Safnaði einu sinni nöfnum, en núna safna ég ryki.

sígræn eins og sólin
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 26/8/05 12:41

Það vill nú svo til að ég safnaði á tímabili áfengi í ómerkilegum brúsum og á enn töluvert af því safni þannig að ef að við leggjumst á eitt þá gæti það vel gengið.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 26/8/05 13:05

Ég safna bara skuldum..............‹Glottir eins og fífl›

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: