— GESTAPÓ —
Góðan daginn!
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/8/05 17:46

Barbarella olli oss reyndar algjörlega ógleymanlegum vonbrigðum í æsku. Ástæðan er sú að vjer sáum hana í sjónvarpinu skömmu eftir að vjer sáum Star Wars í bíó, höfðum lesið í Mogganum að hún gerðist úti í geimnum og töldum því vera um að ræða eitthvað í líkingu við Star Wars. Eigi reyndist svo vera, oss til ógleymanlegra (og sárra) vonbrigða.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 17:51

Það er óheppilegt.

Myndirnar búa jú yfir mismunandi fílósófíu gagnvart viðfangsefni sínu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 19/8/05 10:55

Já Barbarella var með skemmtilega einfaldar brellur a meðan Stjörnustríð var með þær flóknustu sem sést höfðu á þeim tíma, þannig að ég skil áfallið sem forseti vor upplifði. En forsetinn verður örugglega ekki fyrir vonbrigðum ef hann horfir aftur á myndina nú þegar hann hefur náð fullum þroska.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/8/05 13:00

Vladimir Fuckov mælti:

Það hefur komið mikið af grunsamlegum nýliðum undanfarið og er alvitra asnastrikið þeirra grunsamlegastur.

Er ekki líklegt að fleiri hafi skráð sig inn núna eftir breytingarnar því að Gestapó er orðið svolítið meira „aðgengilegt“ þar sem tengillinn er nú á milli hluta sem líklegt er að menn smelli á í stað þess að vera uppi í hægra horninu.

Annars er ég sammála þér margir hverjir eru grunsamlegir en þó eru sumir grunsamlegri en aðrir og þá kannski sérstaklega þeir sem virðast gera byrjenda mistök í einni færslu en hafa síðan máske lagt fullkomna svið/mynd/tengla færslu þar rétt á undan. Gaman væri að vita um hvern þú ert að tala þegar þú segir „alvitra asnastrikið“. Kannski höfum við báðir þann sama grunaðan.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 19/8/05 13:11

Er verið að skipuleggja galdrabrennur hér?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 19/8/05 13:18

Mikil tortryggni í gangi hér hjá „eldra liðinu “. Annar hvor nýliði andsetinn ef marka má orð ykkar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/8/05 13:20

Galdra mælti:

Mikil tortryggni í gangi hér hjá „eldra liðinu “. Annar hvor nýliði andsetinn ef marka má orð ykkar.

Ég er nú bara með 2 nýliða í rannsókn. Aðrir komast inn í landið á sínu vegabréfi og ekkert við það að athuga.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 19/8/05 13:25

Allir eiga að vera vinir í skóginum!
‹Valhoppar burt í gleði sinni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/05 13:55

Galdra mælti:

Er verið að skipuleggja galdrabrennur hér?

Ekki eins og er.

En það er góð og forn íþrótt hér á Baggalúti. Kannski kominn tími á nýja.

‹Leitar að sökudólgum til að æsa múginn gegn›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 19/8/05 14:24

Þetta vekur upp alltof erfiðar minningar
‹Skelfur af hræslu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/05 14:26

Engar áhyggjur. Helmingur kvenpenings hér virðast vera einhvers konar nornir, við hreinlega höfum ekki efni á að brenna fjölkunnugu fólki. Þess vegna leitum við í aðrar starfstéttir eins og t.d. lögfræðinga eða tannlækna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/8/05 14:29

Þeir brenna bara svo andskoti illa. Sérstaklega lögfræðingarnir.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/05 14:37

Já. Það þarf helst að brenna þá þrisvar til að ná einhverjum árangri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdra 19/8/05 14:44

Hvaða starfsstétt ætli fuðri best upp? Ætli það hafi verið gerðar vísindalegar tilraunir til að skera úr um það? Málarar eða kannski barþjónar. Vinnandi í gufum frá eldfimum efnum alla daga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 19/8/05 21:25

Limbri mælti:

[...]

Annars er ég sammála þér margir hverjir eru grunsamlegir en þó eru sumir grunsamlegri en aðrir og þá kannski sérstaklega þeir sem virðast gera byrjenda mistök í einni færslu en hafa síðan máske lagt fullkomna svið/mynd/tengla færslu þar rétt á undan. Gaman væri að vita um hvern þú ert að tala þegar þú segir „alvitra asnastrikið“. Kannski höfum við báðir þann sama grunaðan.

-

Það mundi sjálfsagt vera þessi hér.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/8/05 21:31

Reyndi ekki Glúmur eitt sinn að útrýma öllum nornum hjer með einhverjum stórundarlegum aðferðum ? Þær aðgerðir hafa greinilega misheppnast því ef vjer munum rjett var hjer engin norn er aðgerðir hans hófust en síðan hefur þeim fjölgað stórlega.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 19/8/05 22:05

Ég sé fyrir mér svakalegt blóðbað.

‹hugsar um Glúm sveifla sverði út í loftið›

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/8/05 22:10

Þetta var fyrir minn tíma hér. Reyndi Glúmur kannski að særa djöfla, og skapaði þar með mikla neikvæða orku hér á Gestapó, sem síðan laðaði að sér ýmis konar vætti og kuklara?

Bara pæling.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: