— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
HannKall 18/8/05 15:51

Alltaf hef ég nú litist ágætlega á U2 og keypt nokkrar plötur með þeim. En ekki get ég sagt að ég hafi dýrkað þá eða nokkra aðra hljómsveit. Enda eru þeir ekkert annað en falsgoð.

En með hljómsveitir eins og U2, Bítlana, Stóns, Bubbi og fl. Þá eru þær oft í ágætis uppáhaldi hjá bæði hnökkum/guggum og gaurum/gærum. Sem gerir þessar hljómsveitir að einskonar friðargæsluliðum milli hnakka/gugga og gaura/gæra. En vandinn er náttúrulega sá að þegar fólk byrjar að dýrka þessar sveitir að þá verður það fólk óþolandi um leið. Þá er ég sérstaklega að tala um fólk fer að skemmta sér á sama stað og ég og öskrar allan tíman á trúbadorinn „Fjöllin hafa vakað, Fjöllin hafa vakað, Fjöllin hafa vakað“. Svoleiðis fólk má skjóta mín vegna. Það gæti vel verið að ég taki upp á því einn daginn.

Ég vil taka það fram að þegar ég skrifaði þetta þá var ég að hlusta á U2 og Bubba

HannKall skrifar með krafti Grásleppunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sunday Bloody Sunday er reyndar frábært lag, hið eina með sveitinni sem ég man eftir að hafa hrifist verulega af - en að öðru leyti tek ég heilshugar undir með frummælanda þráðarins. Raunar þykir mér aukinheldur ótrúlegt hve margir virðast nú hafa tekið kraftmiklu ástfóstri við hljómsveitina Coldplay - sem mér heyrist yfirleitt vera óhóflega áferðarkeimlík U2-ur, & virðist einhvurnveginn ævinlega vera í útvarpinu, á öllum stöðvum, um leið & ég opna viðtækið.
-----------------
Ég hlusta töluvert á útvarp í fásinninu heimavið yfir sumarmánuðina. Ég er meira gefinn fyrir Bítlana helduren Rolling Stones, en nýt þess ekki að hlusta á þessa tónlist í útvarpi. Þó hafði ég mikið gaman af nýju efni frá Stones, sem ég heyrði á einhverri garganstöðinni á dögunum.
-----------------
Áttaði mig á því fyrir skemmstu að ég hafði ekki hlýtt á Bítlaplötu í háaherranstíð & á engar slíkar sjálfur, svo ég tók mig til & fékk tvo safntitla lánaða hjá móður minni. Gallinn var bara sá að þesskonar útgáfur innihalda oftast mestmegnis eða einvörðungu þekktustu lög meistaranna. Ég uppgötvaði mér til furðu að sum laganna vöktu mér tæpast nokkra ánægju við endurtekna hlustun - orðin hálfpartinn þvæld af útvarpsspilun sittíhverjulagi & slitin úr sínu upprunalega samhengi.

Nokkru seinna fann ég útí bílskúr gamla kassettu með Hvíta Albúminu, dustaði rykið af & skellti í hljómtækin. Hvílíkur munur. Hvílík eilífðarsnilld. Bítlarnir & afurðir þeirra frá bestu köflum ferils þeirra eru að vissu leyti stærri en poppbransinn sjálfur.
-------------------
Svo mörg voru þau orð, þ.e.a.s. mun fleiri en til stóð í upphafi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/05 17:53

Rétt hjá þér með Coldplay. Ef þeir gefa út, segjum tvær þrjár vel metnar plötur á næstu árum munu þeir án efa ná stalli U2.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 18/8/05 17:58

Krókur mælti:

krumpa mælti:

Limbri mælti:

...

[...]
Bara að bæta við þetta - svo að þetta líkist meira samræðum í þeim partíum sem ég stunda...

Þetta kemur nú yfirleitt fyrir mig þegar ég brydda upp á Miles Davis.
‹Brestur í óstöðvandi grát›

‹Dregur Krók afsíðis›
Komdu, ég skal tala um Davis við þig ‹Ljómar upp›

En var það ekki svo þegar við vorum unglingar, að við áttum uppáhalds hljómsveit?
Mín var U2, ég viðurkenni það fúslega.
En í dag hefur tónlistarsmekkur minn þróast og þroskast og ég nýt annarskonar tónlistar en ég gerði þegar ég var 17 ára.
Þakka Þarfagreini til dæmis fyrir að kynna mig fyrir Dylan. Ég missti það skref úr tónlistarþróuninni.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 18/8/05 18:05

‹Brosir út að eyrum› Loksins, loksins.

Kannski, já ...bara
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 23/8/05 16:07

Í eina tíð gat ég nú hlustað á Jú-tú en það skal ég segja ykkur eftir að ég fór að sækja pöbba og bari í heima bæ mínum þá ef ég fengið nóg af þessu fyrir lífstíð þökk sé ákveðnum manni sem hér verður nefndur Smári.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 24/8/05 10:18

‹Brestur í grát að hér hafi átt sér stað umræða um U2 án hans vitundar og það NEIKVÆÐ!›

Ef þú hefur eitthvað á móti U2, settu U2 Live at Slane Castel tónleikadiskinn í heimabíóið, horfðu og þegiðu svo.

U2 er hið fullkomna tónleikaband. Í mínum huga eru Under a Blood Red Sky og Rattle and Hum þeirra bestu diskar.

Ef einkver hefði áhuga, skrifaði ég ritgerð un bandið (í íslensku) sem ég gæti án mikillar fyrirhafnar hennt inn hingað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 24/8/05 10:44

Berserkur mælti:

‹Brestur í grát að hér hafi átt sér stað umræða um U2 án hans vitundar og það NEIKVÆÐ!›

Ef þú hefur eitthvað á móti U2, settu U2 Live at Slane Castel tónleikadiskinn í heimabíóið, horfðu og þegiðu svo.

U2 er hið fullkomna tónleikaband. Í mínum huga eru Under a Blood Red Sky og Rattle and Hum þeirra bestu diskar.

Ef einkver hefði áhuga, skrifaði ég ritgerð un bandið (í íslensku) sem ég gæti án mikillar fyrirhafnar hennt inn hingað.

Það er ekki hægt að búast við að öllum líki við allt. Ég held að Drauga Pabbi, eða Bill Cosby hafi sagt:
„I don't know the path to success, but I do know the path to failure - and that is trying to please everyone.“

Ég fíla ekki U2 nema einn og einn titil. Ég er mikill Queen maður, en sætti mig fyllilega við að það eru menn þarna úti sem hata þá hljómsveit einfaldlega út af We are the champions sem ónefnt fótboltalið nauðgaði í óæðriendann.

Sama gildir um harðara efni sem ég hlusta á, en það eru margar sálir þarna úti sem vilja ekkert með svoleiðis tónlist hafa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 24/8/05 19:59

Hakuchi mælti:

Rétt hjá þér með Coldplay. Ef þeir gefa út, segjum tvær þrjár vel metnar plötur á næstu árum munu þeir án efa ná stalli U2.

Óh, mæ - Heittelskaður á einmitt nýja Coldplay-diskinn (þvílíkur grátur og gól - og lag nr. 7 spilað á fjögurra mínútna fresti á Bylgjunni, sem ég neyddist til að hlusta á í vinnunni - en ef ég byggi með því talentleysisfjalli sem Paltrow er þá væri ég nú sennilega iðulega grátandi líka) - not mæ kupp of tí !

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/8/05 20:10

Þetta eru óttalegir vælukjóar, því verður ekki neitað.

        1, 2, 3
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: