— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 17/8/05 15:32

Ég á við smávandamál að stríða. Hef orðið fyrir einelti vegna þessa árum saman og verð hreinlega bara að opna mig.

Málið er að ég fíla ekki U2 - eitt og eitt lag með þeim er allt í lagi en ég hef bara aldrei komist upp á lag með að hlusta á þessar vælulegu melódíur eða flókna og ,,djúpa" textana. Allir sem ég þekki elska U2 og ég á hreinlega að gráta af gleði fyrir þeirra hönd ef þeir eru svo stálheppnir að komast á tónleika.

Jú, jú, Bónó er voða sætur og voðalega klár og fínn kall en - hann ræður bara við eina tóntegund og hljómar einhvern veginn alltaf eins. Gemmér frekar bítlana eða stones...

Hvað segið þið? Er ég aleina manneskjan í heiminum sem held vatni yfir hrifningu? Á ég bara að halda áfram að þegja yfir þessu ástleysi mínu á þessu liði?

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/8/05 15:35

Nei, ekki þegja! Þetta er viðhorf sem verður að koma fram. Ég er algjörlega sammála þessu - mér finnst U2 ágætis hljómsveit sem hefur gert ýmis góð lög, en almennt séð finnst mér hún einfaldlega ofmetin. Hún er alls ekki í uppáhaldi hjá mér. Betri texahöfundar en Bono er til dæmis hægt að tína af trjánum eins og epli að vori.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/8/05 15:40

Nei Krumpa mín. Þarna er ég sammála þér. Mér finnst sem lög þeirra séu alltof einhæf. Ég var raunar einmitt að furða mig á því nýlega hversu líkt eitt af nýju lögunum er einhverju sem ég heyrði fyrir fimmtán árum. Þá er ég hreinlega ekki að fatta meinta dýpt textanna. Æ, mér finnst þetta óttalega mikið Sálin-hans-Jóns-míns eitthvað - en sauðmeinlaust.

‹Hleypur undan Hakuchi›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 17/8/05 15:44

Hjartans þakkir, báðir tveir. Nú get ég sagt fólki að ég eigi mér skoðanabræður næst þegar það er horft á mig eins og ég sé slefandi hálfviti með vonlausan tónlistarsmekk...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

U-tveir? Í mínu ungdæmi stóðu svoleiðis letranir ekki fyrir neitt nema neðansjávarbáta.

‹Ýtir gleraugunum aðeins innar á nefið›

Sir Bjargmundur Svarfdal frá Keppum KBE • Nefndarmálaráðherra og Utanríkismálaráðherra Baggalútíu • Stórriddari Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/8/05 16:46

Count me in, þetta eru bara lyftupopparar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 17/8/05 18:06

Mér finnst U2 alveg snilldar hljómsveit.
Jú það er satt að lögin þeirra bera oft keim af hvort öðru, en það er ekkert slæmt.
Þá veit maður nokkurnveginn við hverju maður á að búast þegar maður kaupir nýja plötu með U2.
Smellir þeirra koma mér oftast nær í gott skap og það er alltaf jákvætt þegar um tónlist ræðir.

Það er satt að þeir eru bara 'mainstreem' popp hljómsveit, en það er til verra popp en þeir, sbr. Jessica Simpson, Britney Spears, Oasis ofl.

En þetta er auðvitað bara mitt álit. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 17/8/05 18:18

Ég er að mörgu leyti sammála norninni - ég er ekkert að úthúða þeim, ég bara skil ekki lætin yfir þeim. Harðfullorðið og ,,þroskað" fólk lítur á mann eins og guðlastara ef maður segir ,,æ, mér finnst þeir nú ekkert spes..."

Mér finnst þeir bara venjulegt mainstream band en ekki (eins og Heittelskuðum og fleirum finnst) komnir hingað til að frelsa oss frá illu.

Þannig að alveg eins og fólk má hafa sínar skoðanir um Duran og Britney þá vil ég berjast fyrir skoðanafrelsi antíU2ara.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 17/8/05 18:28

Ég skil ekki fólk sem missir þvag og saur af gleði ef þetta band drullar út einu lagi...

Ekkert varið í þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/8/05 19:55

Fín hljómsveit. Þó hún komist aldrei á þann stall hjá mér að ég fari að kaupa diska með þeim. Ég hef hins vegar fullan skilning á viðhorfum Krumpu.

U2 hefur náð ákveðnum stalli, hún nær til afar breiðs hóps og hefur öðlast amk. virðingu flestra að einhverju leyti. Ég hef reyndar sjálfur ekki orðið var við marga sem virkilega lifa fyrir þessa tónlist, ég hef löngum haft á tilfinningunni að flestum líki ágætlega eða vel við sveitina en sambandið nær ekkert dýpra en það. Ég hef ekki orðið var við neitt í líkingu víð t.d. Stónsara, bítlamaníufólk, Zappista osfrv.

Svo bætist við að þar sem U2 er kominn með þennan vel líkaða, virta, status, þá getur verið að fólk sem hreinlega fær ekkert úr tónlist (fólk sem getur t.d. hlustað á bylgjuna eða Kissfm í meira en 5 mín. án þess að missa vitið), stekkur á þessa hljómsveit af því það á bágt með að segja hreint út að tónlist snertir það ekki og velur því U2 sem 'öruggan valkost', þ.e. nóg til að gefa þá tálsýn að það sé amk. eitthvað tónlistarlega þenkjandi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/8/05 20:37

Hakuchi mælti:

U2 hefur náð ákveðnum stalli, hún nær til afar breiðs hóps og hefur öðlast amk. virðingu flestra að einhverju leyti. Ég hef reyndar sjálfur ekki orðið var við marga sem virkilega lifa fyrir þessa tónlist, ég hef löngum haft á tilfinningunni að flestum líki ágætlega eða vel við sveitina en sambandið nær ekkert dýpra en það. Ég hef ekki orðið var við neitt í líkingu víð t.d. Stónsara, bítlamaníufólk, Zappista osfrv.

Ef menn eru í þeirri stöðu skil ég einmitt vel að þeir vilji „verja“ þetta band (ekki að ég sé neitt að úthúða þeim). Málið mun hins vegar vera það að margir, t.a.m. ég og Krumpa, hafa orðið varir við ákveðna dýrkun á bandi þessu. Það þykir mér óviðeigandi, þreytandi og viðbjóðslegt. Þó er tvímælalaust til margt mikið verra en þetta og því í sjálfu sér jákvætt að menn skuli hlusta svona mikið á hljómsveitina.

Viðhorf mitt til t.a.m. Bítlanna er raunar svipað - ég skil ekki dýrkunina (ég tók hana út þegar ég var 10 ára) þó að þar sé um að ræða fína tónlist.

‹Flýr jarðsprengjusvæðið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/8/05 20:47

‹Gefur Ísaki fölsuð vegabréf, flugmiða til Ríó og tíma hjá lýtalækni eftir ummæli hans um Bítlana ›

Merkilegt að einhver skuli dýrka U2. Þetta er mér algerlega nýtt konsept.

Það má vel segja það sama um Bítlana en ég held það sé af annarri ástæðu. Lög Bítlana eru svo mörg hver alger meistaraverk að flest fólk Vestrænt fær það með móðurmjólkinni (10 ára kommentið þitt er góð vísbending um það). Þau hafa fyrir vikið verið svo ótrúlega ofspiluð í gegnum tíðina að maður er löngu búinn að missa sjónar á snilld þeirra. Það er ég reyndar búinn að gera líka. Ég hef ekki hlustað á Bítlana lengi. Hef reyndar alltaf verið hrifnari af Stóns.

Það var annars gaman að kynnast þér Ísak minn. Eftir ummæli þín mun Ingólfur Margeirsson líklega myrða þig úr launsátri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 17/8/05 20:55

Já, ég hef alltaf verið meiri Stóns-maður, enda alinn upp af gallhörðum Stóns-aðdáanda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/8/05 20:56

Gott og heilbrigt uppeldi sem þú hefur fengið Sverfill minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 17/8/05 20:58

Já segðu. Stóns, Zeppelin, Dylan, Uriah Heep og Deep Purple, ásamt öðrum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/8/05 20:59

Traustur grunnur. Það er engin furða að þú ert það sem þú ert í dag.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/8/05 21:00

Ég skil í sjálfu sér þessa dýrkun - ég vil hana bara ekki. Ég dýrka enga hljómsveit, engan listamann eða neinn yfir höfuð. Ég ber hins vegar virðingu fyrir þeim sem gera góða hluti.

Þegar það er þannig að fólk fullyrðir (í dýrkunaræði sínu) að Bítlarnir hafi fundið hitt eða þetta upp (t.a.m. í hljómfræði) sem ég veit að er kolrangt, þá er ég farinn. Sömuleiðis þykir mér oft hlægilegt að heyra hversu lítið fólk hefur hlustað á af tónlist, jafnvel frá sama tímabili en fullyrðir þó að enginn jafnist á við Bítlana, Rolling Stones eða Beach Boys.

Af hverju njótum við ekki bara listaverkanna og ræðum gæði þeirra án þess að fullyrða besti þetta-eða-hitt í öðru hverju orði? Og má ég undirstrika að Bítlarnir voru góð hljómsveit?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/8/05 21:07

Þetta er vel skrifað og glöggt Ísak. Fólk sem hefur bundið trúss sitt um of í dýrkun á vissum hljómsveitum eða tónlistarmönnum á það til að troða sem flestu góðu upp á það til að gera viðkomandi meiri í augum sjálfs sín og annarra. Það getur sannarlega verið hvimleitt.

Annars er þetta spurning um skilning á orðinu dýrkun. Gerum ráð fyrir að það eigi við um fólk sem hugsar helst ekki um neitt annað, tónlistarlega séð, safnar óheyrilegum drasli í kringum það og þess háttar.

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: