— GESTAPÓ —
Gagnslaus viska frá A til Ö
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nætur Marran 1/4/06 17:11

Hmmm hvað er með Nermal og einræðisherrana í dag.

Einræðisherrar eru eins og orðið lýsir, einstaklingur sem ræður einn. Hvort heldur sem er yfir landi, heimsálfu eða vinnustað, eru eiræðisherrar oftast ekkert of vel liðnir. Hitler vinur minn er mjög gott dæmi um einræðisherra, en hann var líka gráðugur geðsjúkur rasisti, sem var svo smeikur við gyðingdóm að hann með svo sögulegum hætti, reyndi að útrýma af yfirborði jarðar með kaldrifjuðum morðum.
En það er án efa hægt að finna ágætis einsæðisherra í heiminum. en þeir sem eru pirrandi eru því miður ansi mikið algengari. Hver vill ekki fá að vera pínulítið með í ráðum?

Hvernig væri að einhver ofurfróðu myndi rita á skjá sinn umfjöllun um lakkþynni.

Í guðanna bænum, mundu eftir húfunni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 3/4/06 14:36

Lakkþynnir.

Lakkþynnir er efni sem er notað til að þynna mismunandi tegundir lakks. Er lakkþynnir einnig ofta notaður till að þrýfa málningarpenlsa af ýmsu tagi, eða til að þvo burt fitu af þeirri ýtu er á að mála.
Lakkþynnir er algerlega ódrekkandi og hver sá sem reynir á það á á hættu að verða veikur, að minnsta kosti. Lakkþynnir er einnig oftast eldfimur og er þess ekki með því mælt að hleipa stórreikingamönnum of nálægt þessum efnum.
Einn mest seldi lakkþynnirinn sem til er er að mestu keyptur af kvennfólki og eiga flestar konur litla flösku með honum inni á baði.
Þessi lakkþynnir er best þekktur sem naglalakkseyðir.

Næst vil ég fá að vita allt um: Kastaníuhnetur í matreiðslu.

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/4/06 15:26

Kastaníuhnetur í matreiðslu.

Jæja, loksins eitthvað einfalt... þú kastar níu hnetum í mixer og ýtir á on... gott er að bæta smá rjóma útí og súkkulaðispænir...

Næst skal fjallað um Skelfisk

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 3/4/06 23:17

Skelfiskur er gerður úr Brian Ferry. Hann lifir í ýsusoði og nærist á heilabylgjum frústreraðra miðaldra karlmanna með risvandamál.

Næst skal fjallað um trefil.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/4/06 23:33

Trefill er manngarmur sem er haldinn þeim misskilningi að hann sé sífellt kvefaður. Hann er því kenndur við eitt af þeim algengustu meðulum sem hann beitir til að takast á við þennan ímyndaða kvilla. Neysla kannabisefna er einnig oftar en ekki fylgifiskur þessarar ímyndunarveiki - þessir afvegaleiddu ungu menn telja sjálfum sér trú um að reykurinn sá hreinsi öndunarfæri þeirra, þegar allir heilvita menn vita að til þess er auðvitað gamla og góða tóbakið, þá helst í formi vindlinga, vel nægjanlegt.

Eini náttúrlegi óvinur trefilsins er hnakkinn, en reynist sá honum oft mjög skæður. Fræðimenn eru furðu lostnir yfir árásarhneigð hnakka í garð trefla, þar sem hinir fyrrnefndu virðast aldrei brúka hina síðarnefndu sér til matar. Þeir láta sér nægja að stela húfum þeirra, kasta þeim á milli sín, og láta treflana hlaupa á milli í örvæntingarfullum tilraunum til að endurheimta höfuðföt sín. Svona getur náttúran stundum verið grimm og tilgangslaus.

Næst væri mjög næs ef einhver gæti tekið að sér að fræða mig og aðra um fyrirbærið Búnaðarbanka.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 13/4/06 17:39

Búnaðarbankinn er ekki lengur meðal vor. Allaveganna ekki undir því nafni. Núna er þetta fyrirbæri kallað KB banki eða Kaupþing búnaðarbanki banki. Í upphafi var búnaðarbankinn í eigu ríkisins, en var síðan seldur til valinkunnra einstaklinga. Kosturinn var samt að í upphafi þá varð þetta að einu stæðsta hlutafélagi
á Íslandi. Nú er KB banki risavaxið fyrirtæki á íslenskan mælihvarða með fjárfestingar um allann heim. Spurning er hinsvegar hvort kúlan springur ekki bráðum þegarkrónan er í frjálsu falli.

Nú vil ég pistil um Gíraffa

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 15/4/06 15:56

Gíraffinn er eina spendýrið er átt getur milliliðalaus samskipti við aðrar lífstjörnur án þess að nota til þess sjerstök tæki. Er hann með tvö kóbaltloftnet á hausnum í þessum tilgangi. Langur hálsinn hefur svo þann tilgang að koma loftnetinu í næga hæð til að samskiptin truflist ei af ýmsum hlutum á jörðu niðri.

Næst viljum vjer fá upplýsingar um plútóníum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 17/4/06 13:28

Plútóníum er málmfrumefni. Táknað með Pu og er með sætistöluna 94 í lotukerfinu. Frumefni þetta er notað í flestar nýmóðins tegundir kjarnorkuvopna sem og í krafmiklar hrærivélar. Russel nokkur Watson glöggvaði sig á notagildi plútóníum árið 1940. Sá hann fram á að bylting myndi eiga sér stað í gosdrykkjaframleiðslu heimsins með þessu nýja efni en það varð snemma hámóðins hjá ríkisstjórn Bandaríkja Norður-Ameríku.

Ítarlegri upplýsingar má finna hér en upplýsingar þessar eru víst á ensku og má gera ráð fyrir því að óvinir ríkisins hafi laumað inn röngum upplýsingum í textann. Því ber að lesa hann með gagnrýnum augum og bera saman við viðurkennd fræðirit hins bagglútíska heimsveldis.

Næst vil ég fá að vita um fótsveppi.

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Metalmamma 30/5/06 23:26

Fótasveppir eru sjúkdómur á fótum, sem veldur oftar en ekki ferlegri táfýlu, en auðvelt að laga með réttum meðulum. Þessir sveppir eru ofursmáir og ekki mælt með því að steikja þá, enda eflaust jafn bragðvondir og fýlan af tásunum.
Næst vil ég vita eitthvað um Pétursspor/skarð.

        1, 2, 3 ... 12, 13, 14
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: