— GESTAPÓ —
Gagnslaus viska frá A til Ö
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3 ... , 12, 13, 14  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 14/3/06 21:30

Gáfur eru hugartól sem kvikindislegur súmerskur ári læddi að mannverum við árdaga siðmenningar (hann er fjarskyldur Frella). Gáfur eru gull hins hugræna heims. Eftirsóknarverðar en sjaldgæfar. Hið snjalla við sköpun árans súmverska var að tengja gáfur sjálfkrafa við greind, hæfileika og aðrar dyggðir sem byggja á framúrskarandi eiginleikum. Fyrir vikið höfðuðu gáfurnar sjálfkrafa til hégóma mannkindarinnar, sem þráði það sem hún hefur aldrei haft (sannar gáfur) en í röngum tilgangi (eins og svo oft áður). Tilgangurinn var að þjónkast við hégómann og urðu gáfur því enn ein skrautfjöðurin sem tilgerðarlegt fólk taldi sig nauðsynlega þurfa til að skreyta sig frá skrílnum. Þannig urðu fljótlega til flókin hugtök um ekki neitt, fræðigreinar um ekki neitt og svo kallaðir kaffihúsalistapakksfrasar. Allt þetta var hengt á tré meintrar mannlegrar visku sem gerir sitt til að skyggja algerlega á sanna visku, sem er falin einhvers staðar þarna inn á milli.

Á síðari tímum hafa gáfur náð nýjum hæðum hégómalegrar afskræmingar, oft nægir fólki að klæða sig á vissan hátt, taka staðlaða afstöðu á jaðrinum og haga sér á vissan hátt til að geta drukkið af beiskum bikari 'gáfunnar' og er staðan nú orðin sú að 99% 'gáfufólks' eru í raun heimskir bjánar að baða sig í gruggugu skólpvatni frá sönnu gáfufólki. Árinn súmverski skemmtir sér sem aldrei fyrr.

Næst skal fjallað um fjall.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nætur Marran 14/3/06 22:05

fjöll eru fátt annað en grjót á sterum og margir hafa það sem áhugamál að rölta á því téða grjóti. fjallganga er vinsælt áhugamál sem vekur hrifningu mína, en af hvaða ástæðu vekur þessi íþrótt áhuga hjá svo mörgum. kannski sökum þess að þetta eru illfærar gönguleiðir og menn vilja sýna sig fyrir öðrum með því að segjast geta gengið þar sem aðrir geta ekki. hugsanlegt er að sumir fjallgöngumanna vilja vera nær drottni sínum, hafi þeir þá trú, svo má líka hugleiða að mönnum líki bara útsýnið. en hversu hár þarf hóll að vera til að teljast fjall spyr ég og hversu lítið þarf fjall að vera til að teljast hóll.

næst vil ég vita allt sem þú veist um appelsínubörk

Í guðanna bænum, mundu eftir húfunni
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 14/3/06 23:52

Appelsínubörkur.

Appelsínubörkur er ramma, þykka húðin sem er utaná appelsínum, og hefur þann tilgang að passa að appelsínusafinn leki ekki um allt.

Einnig er hægt að nota börkinn í ýmiskonar föndur og einnig í matargerð.
Þá er börkurinn rifinn niður í svokallað zest,


með svokölluðu "Zeztjárni"

Zezt er notað í ýmiskonar matargerð, T.d austurlenska, suðurameríska, franska, sem og eftirrétti og kokteila.

Hvæsi er pínu forvitinn um yfirliggjandi knastás.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nætur Marran 15/3/06 15:47

Yfirliggjandi knastás liggur ofná heddinu og ýtir ventlunum niður í staðin fyrir að vera neðan við og ýta þeim upp með þar til gerðum undirliftu stöngum. Með yfirliggjandi knastás getur maður sett vélina á hærri snúning án þess að ventlarnir fljóti, sem þýðir að þeir lokist ekki alveg á milli slaga. Með heitum knastás færðu meiri orku og grófari gang í vélina en með köldum ás er vélin kraftminni og með þýðari gang. Knastás þýðir camshaft á ensku og þaðan er orðið twin-cam tekið sem þýðir að tveir knastásar eru í vélinni; einn fyrir innblásturs ventlana og annar fyrir útblásturs ventla. Ég vona að margir fræðist á umsögn minni um yfirliggjandi knastása þó að þetta sé í gagnlausum fróðleik hér á gestapó, þá teljast þessar upplýsingarafar gagnlegur fróðleikur.

Næst vil ég fá að vita eins mikið og hægt er um apaskinn

Í guðanna bænum, mundu eftir húfunni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 22/3/06 21:13

Apaskinn er skinnið sem er utaná öpunum frændum okkar. Án sknnsins væru þeir ansi óhugnarlegir útlits, svona blóðugar kjötklessur sem sveifluðu sér í trjám. Þannig má segja að skinnið haldi apanum saman, svona eins og umbúðir utanum pylsur. Án skinnsins yrði líka minna um þau félagslegu tengsl sem apar mynda með því að leita hvor öðrum lúsa í feldi þem sem á skinninu vex. Þannig að næst þegar þið hittið apa, á endilega ekki rifa af honum skinnið því þá er hætta á að þið skemmið grey apann.

En hvað er þá KLÁM?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nætur Marran 23/3/06 18:43

Klám er í mörgum tilvikum það sem heldur eginmönnum á beinu brautinni, og hindrar sumum framhjáhald. Klám fyrirfinnst á margan hátt, þó oftast í formi ósmekklegra nektarmynda, hvort heldur sem er kvikmynda eða ljósmynda. Sumir telja erotíska símaþjónustu flokkast undir klám en sýnist hvað hverjum ekki satt?
Gleðilegt Klám

Næsti maður ætti að vera ansi fróður um páskaegg.

Í guðanna bænum, mundu eftir húfunni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 23/3/06 21:35

PÁSKAEGG

Fyrsta páskaeggið kom framm 1603 í borgini Leipzig í Þýskalandi. Þar vildu menn minnast sigurs Krists á einhvern annann hátt en með kvöl og pínu. Því var rifjaður upp gamal siður úr heiðni sem fólst í því að gefa egg, en egg voru þá talin frjósemistákn. Eggin, sem voru þá hænu eða gæsaregg voru þá máluð í glaðlegum litum til að minna á hlýnandi veður og komandi uppskeru. Upphaflega voru það einungis aðalsmenn sem þetta stunduðu. En uppúr aldakmótunum 1700 þá var þessi siður orðin mjög útbreiddur um alla Evrópu.

1891 kom svo fyrsta súkkulaðieggið framm. Það var franski greifin Castor Filippe Bartrand sem fann það upp. Það var einungis tóm súkkulaðiskel. Uppúr fyrri heimsstyrjöld fór hinsvegar að tíðkast að setja eitthvað inní egginn, annaðhvort littlar gjafir eða sælgæti.

Allir vita svo að páskaegg eru orðin ómissandi liður í páskahaldi ungra sem og þeirra sem eldri eru. Sérstaða íslenskra páskaeggja er að sjálfsögðu málshátturinn sem er humynd Þórhalls Bentsen íslenskukennara.

Næst vil ég fá fróðleik um ruggustóla

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nætur Marran 24/3/06 22:42

Ruggustólar eru eins og orðið gefur til, stólar sem rugga. Oftast eru þeir téðu stólar smiðnir úr timbri, en í dag er hægt að fá margan hæginda stólinn með þann eiginleika að rugga. Annars hafa ruggustólar sem slíkir ekki þróast svo mikið og eru þeir nú all flestir eins og áður sagt úr timbri og með hálfmánalöguðum undirstöðum í stað fóta. Ímynd hins klassíska ruggustóls inniheldur eldri konu með eihverskonar garn-hannirðir í báðum höndum. Hvenær ruggustóllinn var fyrst fundinn upp er hverjum manni óráðin gáta.

Þá finnst mér viðeigandi að fá fróðleigsmola um leður.

Í guðanna bænum, mundu eftir húfunni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 25/3/06 00:38

‹LEÐUR›

Leður er skinn utanaf dýri sem vanalegast er búið að slátra. Nautsleður er einna mest notað, en einnig notast menn við svínsleður og jafnvel kindaleður. Svo nota enn aðrir strokleður, en það er allt annað. Leður hefur verið notað frá örófi alda. Snemma fóru menn að nota nautshúðir í skó og annann fatnað. Leður er slitsterkt efni sem ekki rifnar svo glatt. Þeir eiginlekar koma sér enkar vel t.d fyrir mótórhjólamenn sem gjarna klæðast þykkum leðurgöllum. Það dugar ótrúlega vel ef menn verða fyrir því óláni að falla af mótórfáknum og renna eftir svörtu asfaltinu. Sumir tengja leður við kynlíf, lemja bólfélagann með leðursvipu og klæðast jafnvel leðurnærfatnaði til að krydda kynlífið. Einnig þykir leður enkar kynæsandi fyrir suma, t.d leðurhomma.

Nú vantar mig fróðleik um COKE

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 25/3/06 20:06

COKE!

Coca Cola
Það var það herrans ár 1886 sem kók fyrst seldist. Fyrsti staðurinn til að selja þennan nýa drykk var Jacobs Pharmacy (Apótek Jakobs) í Atlanta og var verðið 5 bandarísk cent fyrir glasið. Undir fyrsta árið seldist heil 9 glös hvern dag.
Maðurinn sem fann upp kókið hét John Pemberton. Á milli 1889 og 1891 seldi Pemberton coca cola fyrirtækið til Asa Griggs Candler fyrir 2300 dollara.
Kók innihélt frá byrjun örlítið magn af kókaíni. En þegar það efni var gert ólöglegt var það fjarlægt úr blöndunni.
Allir þekkja kók og coca cola jólasveininn.
Kók er sá drykkur sem er mest neytt í heiminum og mest þá um jólin. Svíðjóð er eina landið í heiminum það sem selst minna kók um jólin en aðra tíma ársinns og er það út af drykk sem kallast Julmust.

Næst vil ég vita allt um Vöfflur.!

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 25/3/06 22:08

Vöfflur

Vöfflur eru sérstök tegund af bakkelsi. Til þess að geta bakað alvöru vöfflur þá þarf sérstakt rafmagnstæki, svokallað vöfflujárn. Þetta er að ég held nær eina bakkelsið sem krefst sérstaks rafmagnstækis. Vöffludeig er búið til úr hveiti, eggjum mjólk og einhverju öðru. Deigblöndunni er hellt á neðri hluta vöfflujarnsins sem þá er búið að hita. Vöfflujárninu er því næst lokað þannig að efti hluti járnsins leggist ofaní blönduna. Við það þá steikist blandan milli þessara tveggja heitu járna. Við steikinguna þenst blandan út og fær á sig þetta vöfflulag. Vöfflur eru ýmist ferkantaðar eða hringlaga, fer það allt eftir því hvurslags vöffluapparat er brúkað. Vöfflur eru bestar heitar, þá gjarna með þeyttum rjóma og sultu. En þær eru líka mjög góðar einar og sér.

Næsta er SMOKKAR

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 26/3/06 09:36

Helstu gallar smokka eru að þeir geta rifnað eða runnið af limnum, sérstaklega ef leiðbeiningum um notkun er ekki fylgt. Einnig getur gúmmíið í þeim valdið ertingu en þá er hægt að nota smokka úr öðru efni.

Rétt notkun smokka felur í sér að þeir eru notaðir við hver kynmök frá byrjun til enda og rofna hvorki né renna af í lokin. Gæta þarf þess að skemma smokkinn ekki fyrir notkun með því að rífa hann eða bíta í hann þar sem sæðisfrumur geta smogið gegnum örsmá göt. Smokknum þarf að rúlla á getnaðarliminn áður en hann snertir sköp konunnar þar sem sæði getur verið í þvagrás karlmannsins áður en sáðlát verður.

Þegar maðurinn hefur fengið fullnægingu í smokkinn á að taka liminn strax út. Ef samförum er haldið áfram eftir sáðlos sullast sæðið fljótlega upp úr smokknum og eins er hætt er við að hann renni af þegar limurinn er dreginn út. Til þess að hindra að smokkurinn renni af er mikilvægt að halda við hann þegar limurinn er tekinn út úr leggöngunum.

Þegar búið er að fjarlægja smokkinn af limnum er best er að binda hnút á hann að ofan og þrýsta létt á hann til að ganga úr skugga um að hann sé ennþá loftþéttur.
En hver veit eitthvað um Kúlupenna?

Ráðherra tilgangslausra hluta • Skelfir Póllands,Eigandi skelfilegra gjöreyðingarvopna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/3/06 11:26

Kúlupenninn var afrakstur margra ára rannsóknarstarfs undirróðursdeildar frímúrarareglunnar. Snemma á 20. öld var orðið ljóst að alþýðumenntun væri komin til að vera sem styrkti lýðræðið í sessi sem stjórnarform framtíðarinnar og ógnaði því huldustjórn frímúrarareglunnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Eitt af þeim ráðum sem frímúrarar gripu til í því skyni að gelda völd almúgans, fyrir utan áætlanir um styrkingu íþróttamúgsefjunar, afþreyingarmenningar og eiturlyfjaneyslu pöpúlsins, var að grafa undan skilningi fólks á hinu ritaða máli. Kúlupenninn var þáttur í því. Hann var hræódýr, sniðugur og áreiðanlegur og gat því ekki annað en slegið í gegn. Samstundis hrakaði skriftarhæfileikum umtalsvert, eða um 35% í völdum hópum og skilningur hrapaði að sama skapi um 27%. Má því segja að þetta litla sæta apparat verið vel heppnað framlag til að halda lýðnum niðri (það er ekki tilviljun að frímúrarar skrifa einungis með Mont Blanc blekpennum). Þó hefur útbreiðsla ritvélarinnar og síðar tölvunnar dregið úr áhrifunum en blessunarlega hefur frímúrarareglan fundið aðrar leiðir til að sjá um þær ógnir.

Næst skulum við fræðast um táfýlu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nætur Marran 27/3/06 14:12

Táfýla.

Táfýla er sú lykt sem kamur af fótum, einkum og sér í lagi ef eigandi fótanna svitnar á þar til gerðum líkamspart. Sé maður með sérstaklega sterka táfýlu, er maður líkast til með einhversskonar fótasvepp eða húð vandamál á fótum sér. Hægt er að minnka táfýlu og losna við fótasvepp með sérstökum kremum, púðri eða geli sem fæst gjarnan í apotekum. Það hjálpar líka til að ganga í skóm sem "anda", skipta ört um skó eða bara ganga um í opnum skóm. Gangi maður í sokkum úr gerfiefni, á lyktin það til að mæta fyrr á svæðið, heldur en ef að maður gengi í fótataui úr náttúrulegum efnum svo sem bómull eða ull.

Ef þú ert snjall/snjöll þá veistu eitthvað sniðugt um sílikonbrjóst.

Í guðanna bænum, mundu eftir húfunni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/3/06 15:33

Þrátt fyrir innsláttarvillu hjá Nætur Mörrunni, ætla ég að fjalla um:

Sílis-konubrjóst.

Eitt af einkennum Trönusílis Hyperoplus lanceolatus eru stórir og miklir kviðpokar ofan til á kvið, neðan við eyrugga. Á vísindamáli heita þessir kviðpokar Trönubelgir, en meðal almennings hafa þessir pokar jafnan verið kallaðir Sílis-konubrjóst, enda minna kviðpokarnir óneitanlega á konubrjóst, ávalir með hnúð sem minnir á geirvörtu. Kviðpokar þessir eru fullir af lýsi og er nokkurs konar forði fyrir Trönusíla-sílin, en þau eiga það til að sjúga sig föst á kviðpokana, bíta gat á pokana með svokölluðum tott-tönnum (sem er í neðra skolti) og sjúga foreldra sína þar til kviðpokinn er tómur. Venjulega losa þeir um gripið þá og innan skamms fyllist kviðpokinn á ný.

Næst má einhver fróður fjalla um Glymskratta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 27/3/06 17:44

Glymskratti.

Glymskratti eða Juke-Box eins og hann er kallaður í Ameríkunni er einskonar frumstæður tónlistarsjálfsali. Alvöru glymskratti inniheldur mikið magn af smáskífum sem á er tónlist. Sá sem vil heyra eitthvað áhveðið lag setur þá smápening í "skrattann" og velur sér óskalag með að velja númer lagsins. Ekki hef ég séð mikið af glymskröttum hér uppá Íslandi, enda erum við íslendingar þeirri náttúru gæddir að vilja skemma allt sem á okkar vegi verður. Ekki væri því fjarri lagi að áætla að glymskrattin fengi að kenna á ölkendri vímu íslenskra víkinga. Oft hefur maður séð þessi tæki í bíómyndum, þá sérstaklega í myndum sem eiga að gerast á 7. og 8. áratugnum. Þá var það oft þannig að menn reyndu að heilla stúlku með því að spila lag fyrir hana sem henni var persónulega kært. Glymskrattinn var gjarna mjög gælsilegur gripur. Falleg smíð með ljósum og bogadregnum línum.

Talandi um glymskratta þá langar mig að fá fróðleik um Skrattann, Djöfulinn, Satann, Þann vonda Bíelsíbúb......... Sumsé Djöfullinn er næsta viðfangsefni

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 29/3/06 14:57

Þetta er verk fyrir mig!..

Djöfullin er sá sem er versti óvinur hinns kristna guðs. Í upphafi kristintrúar var djöfullinn ekki vera, heldur sá vilji að gera eitthvað sem var á móti laga guðs. Þegar kristindómurinn breyddist út fækk djöfullinn útlit sem minnir á forna guðinn Pan. Það er að segja efri helmingur verunnar minnir á mann með geitarhorn meðan neðri helmingurinn minnir einfaldlega á geit. Djöfullinn fékk einnig nýa upprunasögu, nýann tilgang og mörg ný nöfn. Hin nýa upprunasaga djöfulsinns var sú að hann væri í raun engill að nafni lúsifer sem guð hafði kastað niður til brinnandi helvítis fyrir að hafa gert tilraun til uppreisnar mót guði. Því ber að nefna að upprunalega var nafnið Lúsifer á guði sem hafði það sem atvinnu að draga upp sólina að morgni og var hann verndarguð háskóla. Nafnið Lúsifer þýðir ljósgjafi.
Djöfullinn samhvæmt kristnum er lygari og svindlari mykill sem getur tekið hvað það form sem hann vill. Er hann þekktur fyrir mikla spilafíkn og er hann nautnaseggur hinn mesti.

Næst vil ég fá vita allt sem þú veist um framleiðslu geitarosta.

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 1/4/06 01:50

Geitaostar hafa þá sérstöðu meðal osta að vera frammleiddir úr geitamjólk í stað hinnar hefðbundnu kúamjólkur. Af þeim sökum er geitaostaframmleiðsla mjög takmörkuð hér á Íslandi, enda eru þær ekki margar blessaðar geiturnar. Hann erunninn þannig að fyrst er mjólkin fjærlægð úr geitini. Mjólkin er því næst sett í gegnum heljarinnar vinnsluferli þar sem hún breytist í ost. Hann er síðann mótaður á ýmsan hátt, t.d í stór ferköntuð stykki sem svo eru skorin niður og pakkað í neytendaumbúðir. Stundum eru þeir líka steyptir í hringlaga köku, svokallað ostahjól. Það er svo skorið niður í geira sem gjarna eru seldir í lausu í ostabúðum víða um heim.

Eigum við að segja EINRÆÐISHERRAR

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
        1, 2, 3 ... , 12, 13, 14  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: