— GESTAPÓ —
STOFNUN HLUTAFÉLAGS UM REKSTUR KAFFI BLÚTS.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3 ... 30, 31, 32, 33  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/5/06 11:26

dordingull mælti:

Nú er þó komin upp ný staða!
Eigum við að stefna að því að kaupa húsnæði með þessum hætti frekar en að leigja?

Fyrir mitt leyti myndi ég vilja halda báðum möguleikum opnum eins og er. Það gefur okkur meiri sveigjanleika. Sumstaðar myndi til dæmis borga sig að leigja frekar en að kaupa. Hinsvegar skil ég fyllilega það álit að öll áætlanagerð getur verið þyngri í vöfum og jafnvel orðið hálf ruglingsleg sé verið að halda mörgum möguleikum opnum í þessu sambandi.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/5/06 11:34

Leigukosturinn er betri meðan grundvöllurinn er kannaður, en verri sé til lengri tíma litið.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 18/5/06 11:45

Leiðinlegt að þetta húsnæði skyldi renna okkur úr greipum, mér leist ljómandi vel á það.
En svona er þetta bara... við finnum eitthvað ennþá betra í staðinn vona ég.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 18/5/06 11:59

Ekki er ég alveg viss um það. Staðstettningin gerir það að verkum að þúsundir sem á hverju ári myndu "droppa" inn munu aldrei vita af staðnum.
Þrátt fyrir að Amigos hafi verið gott veitingahús held ég að reksturinn hafi hangið á horriminni og sá nýi fór hreinlega á hausinn.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/5/06 12:06

dordingull mælti:

Ekki er ég alveg viss um það. Staðstettningin gerir það að verkum að þúsundir sem á hverju ári myndu "droppa" inn munu aldrei vita af staðnum.
Þrátt fyrir að Amigos hafi verið gott veitingahús held ég að reksturinn hafi hangið á horriminni og sá nýi fór hreinlega á hausinn.

Sá nýji fór á hausinn vegna þess að undir eldhúsinu sprakk vatnsrör nokkrum vikum eftir að opnað var. Það var okkur Heiðglyrni sagt að minnsta kosti. Afleiðingarnar voru að staðurinn varð að loka í nokkrar vikur meðan gert var við, öllu skóflað út úr eldhúsinu (bókstaflega, með gröfu) og allt saman endurbyggt. Allavegana var eldhúsið svo rækilega tekið í gegn að sagan um það kann að vera sönn.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 18/5/06 12:09

Ef við fáum ekki þetta húsnæði, þá var það einfaldlega ekki það rétta.

Ég er svo örlagatrúa.
‹Brosir út að eyrum›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 18/5/06 12:35

Þó mér hafi litist vel á þetta í byrjun þá fór ég að efast þegar ég fór að hugsa málið og hefði minnst á það við ykkur hefði ég haft tækifæri til að mæta í gær.
Sérhæfður staður líkt og Amigos sem byggði á því að taka á móti stórum hópum í veislumat á fallgeum stað með góðri þjónustu gat gengið, en ég held að veitingahús með því sniði sem Kaffi blútur er hugsaður hefði mikið betri möguleika á að spjara sig mitt í hringiðunni..

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 18/5/06 13:49


Hér hafa sem betur fer eins og venjulega allir skoðun og e-ð til málanna að leggja. Þetta er okkar styrkur og má aldrei breytast. Hvað varðar þetta húsnæði vonar Riddarinn að engum detti í hug að við höfum verið að spá í það svona alveg að óathuguðu máli og út í bláinn.
.
Þannig er að fyrir neðan Tryggvagötuna á annars vegar að byggja tónlistarhús og hótel og hins vegar frá slipp og niður að Kaffivagni á að byggja nokkur stykki turnhýsi.
.
Áætlaður fjöldi manna sem kemur til með að vinna við tónlistarhúsið og hótelið er á milli 300-500 manns. þetta er allt að gerast um 200 metra frá Tryggvagötu 8 og borgin afhentir lóðina til framkvæmda í september.
.
Áætlaður fjöldi manna við að reisa turnhýsin frá slipp og niður að Kaffivagni hefur ekki verið gefun upp rn er sennilega á svipuðu róli.
.
Þannig að næstu 5 til 7 árinn verða þarna í nágrenninu í kringum 300 til 1000 verkamenn-iðnaðarmenn-verkfræðingar og hvað þær heita nú allar starfsgteinarnar sem koma að svona verki.
.
Þessi staðsetning þ.e. Tryggvagata 8 er svo gráupplögð til að þjónusta þennan hóp manna með mat, bjór og hvað sem er. Ekki yrði Riddainn hissa þó að aðalverktakafyrirtækið á staðnum hafi keypt eignina og ætli henni einmitt þetta hlutverk að verða mötuneyti fyrir þennan hóp manna.
.
Fjölmargir aðrir kostir voru ræddir varðandi þessa staðsetningu t.d. auðveldara er að fá bílastæði og fleira.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 18/5/06 14:57

Það hvarlar ekki að mér að vanmeta þig Riddari góður þar sem þú hefur sýnt af þér skynsemi í þessu máli öllu sem og flestum öðrum hér Baggalút.
B. Ewing hef ég vart nema rétt heilsað og skipst á örfáum við, en gamall köngulóarapi sem marga fjöruna hefur sopið fékk strax góðnn þokka á þeim unga manni svo ég vanmet hann ekki heldur.
Í stuttu innleggi hér áðan þá fór ég ekki í það að útskýra í hverju , að hugsa málið betur, fólst. Vissulega tók ég uppbyggingu hafnar og slippsvæðisins með í reikninginn.
Í það eru bara allmörg ár! Að starfsmenn við þá uppbyggingu muni nærast á Kaffi blút hef ég litla trú á. Samkeppnisstaðn gegn mötuneytum verktakanna er engin.
Íbúðabyggðin sem rísa mun á slippsvæðunum mun sálfsagt gefa eittvað í kassann en í það eru enn fleiri ár.
Vissulega er margt annað í þessu og ýmsir möguleikar í stöðunni, en ég ætla ekki að fara út í þá sálma nú þar sem óþarfi er að eyða tíma í þessa vangaveltu í bili þar sem litlar líkur eru á því að okkur standi þessi möguleiki til boða.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/5/06 15:45

‹Skráir hjá sér 3731. sönnunina fyrir því að Gestapóar eru klárasta, sniðugasta og skynsamasta fólk í heimi›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 18/5/06 22:34

Vegna ófyrirsjáanlegs fótamissis Gæzlunnar vorar, neyddumst vjér til að brjóta ofurlítið gat á Hlutafjárgrís voran og fjárfesta í nýjum fótfestum undir hana. Merkir það að fjárlög vor hafa þrengst örlítið í bili, en vjér stöndum, enn sem komið er, við þann hlut sem vjér eigum eyrnamerktan! Einungis óskum vjér eftir örlitlum greiðslufresti, verði ráðist til framkvæmda allra næstu daga! ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Yfirbílstjóri Forsetaembættis Baggalútíu ~ Höfðingi Ísfólksins ~ Skraddari Baggalútíska Alheimsveldisins ~ Fíkill ~ Dýflissumeistari í kjallara Teningahallarinnar ~ Hryðjuverkamaður
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugi 26/5/06 23:45

Ætlið þið virkilega að láta Heiðglyrni féfletta ykkur í enn einu pýramídafyrirtækinu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 27/5/06 08:44

Féfletta? Hlutabréfið kostar minna en helming af því sem fer á mann í ódýrri sólarlandaferð.
Ég fer eftir helgi í stutta og ódýra veiðiferð þar sem leyfi, matur og meðlæti ásamt vinnutapi kosta meir en þau tvö bréf sem ég hef lofað að kaupa.
Að geta fundið það út að Heiðglyrnir, og þá væntanlega B. Ewing lika, hafi smíðað svikamillu til að ræna sjálfa sig þarf galopinn huga.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hugi 27/5/06 12:43

Þú færð þó eitthvað út úr sólarlandaferðinni en veist ekki nema hlutaféð tapist í kennitölusvindli eftir helgi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/5/06 13:17

Hugi mælti:

Ætlið þið virkilega að láta Heiðglyrni féfletta ykkur í enn einu pýramídafyrirtækinu?

.

Hugi mælti:

Þú færð þó eitthvað út úr sólarlandaferðinni en veist ekki nema hlutaféð tapist í kennitölusvindli eftir helgi.

.
Haaaahahhahaahahahaaaaaaaaa..Iss þetta er ekkert, þú hlýtur að geta gert betur. Koma svo.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 27/5/06 13:18

Hvað hefur þú útúr sólarlandaferð annað en sólbruna og sortuæxli?
Og ef þú ert svo heppin að skíta þig ekki í hel smitaður af salmonellu eða taugaveiki, þá gæti flugvélaræksnið dottið í sjóinn.
Nú svo gæti ferðaskrifstofan farið á hausinn og þú orðið að labba heim í þynnkunni.

Lífið er allt það áhættusamt að engin lifir það af!
Hvaða máli skiptir þá hvorumegin fáeinir þúsundkallar liggja.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 27/5/06 23:35

Fyrirgefiði... ég er svolítið sein að fatta sko... en hérna... má heita Hugi? ‹Hryllir sig›

Maður bara spyr sko...

Annars held ég að ef Heiðglyrnir hefði ætlað sér að féfletta okkur þá hefði hann varla nennt að bíða svona rólegur í allan vetur. Hann hefði drifið þetta í gegn á nóinu.

‹Knúsar Heiðglyrni og fer aftur að telja upp úr sparigrísnum›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rindill 28/5/06 01:52

Já hann Heyðglyrnir er svo sannarlega krúttlegur........sérstaklega í þessu kráarmáli, er þagi?

        1, 2, 3 ... 30, 31, 32, 33  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: