— GESTAPÓ —
STOFNUN HLUTAFÉLAGS UM REKSTUR KAFFI BLÚTS.
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3 ... 31, 32, 33  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/8/05 23:40

Í framhaldi af því að Guðirnir hafa talað (þ.e. Spesi) stofnar Riddarinn þennan þráð, til að kanna viðbrögð við skemmtilegri hugmynd sem var að koma upp. Hér er hún og viðbrögð Tigru, Þarfagreinis og Spesa

Heiðglyrnir mælti:

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvernig væri Spesi minn að við opnuðum alvöru Baggalúts Kaffi/pool/þráðlaust intenet/skjávarpi.....stað. Þar sem sannleiksást og andi Baggalúts svifi um í hverju horni. Riddarinn er meira en til í það og skal reka staðinn fyrir okkur svo af beri. Spurning um að hafa Hlutabréfa Útboð bara hér og nú. Hafa t.d. 50 hluta til sölu kr. 50.000 hluturinn. hverjum hlut myndi fylgja myndalegt afsláttarskírteini 20% afsláttur, þannig að 50.þúsund króna framlag viðkomandi kæmi fljótt og örugglega til baka. Þarna væri upplagt að selja og kynna afurðir Baggalúts. o.fl o.fl.
.
Vinsamlegast athugið þetta er ekki grín heldur skemmtileg leið fyrir okkur til að eignast e-ð og gera skemmtilega hluti saman.

Vinsamlegast komið með athugasemdir. Nú er minnz í stuði.

Tigra mælti:

Tigra ljómaði fyrst upp 12 sinnum og sagði svo.... Annars væri ég meira en lítið til í að kaupa einn hlut í svona hugmynd.
Þetta gæti orðið frábær pleis til að hanga á.. og víst til að skila jafnvel arði í framtíðinni.

.

Þarfagreinir mælti:

‹Nýr saman höndunum í æsingi›

Mikið hrikalega er þetta nú freistandi og heillandi hugmynd. Kannski að þegar ég hef hrúgað inn gulli í fjárhirslur mínar eftir að þær tæmdust nánast alveg í kjölfar fjárfestingar í fasteign, þá íhugi ég að fjárfesta í svona stað. Sparnaðurinn í áfengiskostnaði væri einn og sér nægilegur til þess að réttlæta slíkt.

‹Brosir einstaklega breitt og fær einkennilegan glampa í augun›

Spesi mælti:

Þetta er langt frá því að vera versta hugmynd sem ég hefi heyrt. (Svo ég vitni í Svörtu nöðruna þá fékk Abraham Lincoln t.d. verri hugmynd þegar hann ákvað að fara í leikhús)

Það væri engan veginn vitlaust að koma upp lista yfir viljuga og sjá hvað kemur út úr því...

Heiðglyrnir mælti:

Gman að sjá þig Spesi minn, frá öllum hliðum séð er þetta skemmtileg hugmynd, hér eru hugsanlega 50 til 100 manns sem væru hugsanlega tilbúnir til að vera með og gerast myndalegir viðskiptavinir á sínum eigin bar. Fá góðan afslátt, sal fyrir allar sínar veislur, pesónulega og vandaða þjónustu, svona svolítið heima að heiman. Svo koma allir hinir til að sjá hvað er um að vera. Mannauðurinn sem við búum að hér er náttúrulega miklu meira virði en þessir smáaurar, hann og á eftir að virkjast í jafn mörgum myndum og hér eru margir. heyr heyr.
.
Hvað varðar það að borga sinn hlut eru margar leiðir færar.

1. Staðgreiða alltaf ódýrasta og besta lausnin.
2. Raðgreiðslur til þess tíma sem viðkomandi treystir sér.
3. Hlutfjárloforð með ákveðinni greiðsludagsetningu/hugsanlega víxill á bak við.
4. Skuldabréf til þess tíma sem viðkomandi treystir sér.

_____________________________________________________________________

Hugmyndasöfnunin koma með tillögur.

Húsnæði ca. 150 fm.

Sala 100% = -Hráefniskaup 33% -Launakostnaður 30%-Húsnæði 25% = eftir 12%

Menning-Afþreying-Skemmtun-Nærum líkama og sál

Kaffihús, kaffi allar gerðir af framreiðslu, kökur/tertur, smáréttir. Skyrhollustudrykkir, Malt, KAKÓ
Bar með öllu því helsta og besta.
þráðlaust Internet. og hugsanlega tölvur á staðnum. Hugsanlega tölvuráðgjöf, uppfærslur og viðgerðir í einu horni einu sinni í viku.
2 poolborð. Poolnámskeið, spilað eftir tímagjaldi, keppnir. Poollið
Skjávarpi. Til sýninga á öllu mögulegu. Hugsanlegt að vera með þemakvöld frá ýmsum löndum, stefnum,tímum
Lítið svið fyrir uppákomur
Opinn Hljóðnema kvöld, Þá getur hver sem er farið upp á svið með sitt efni.
Skák. Skákmót. Skáklið.
Sérhæft Bókasafn, Sem hægt er að lesa á staðnum og fá lánað gegn vægu gjaldi.
Gott sérhæft DVD myndasafn til útleigu.
Námskeið af öllum stærðum og gerðum.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 12/8/05 23:43

‹Kaupir 1600 hluti á framvirkum samningum til 3ja ára› Ekkert mál þegar peningar vaxa á trjánum xT

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 12/8/05 23:59

Mér býður við öllum umræðum tengdum raunverulegum peningum hér á Gestapó.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 00:15

Smábaggi mælti:

Mér býður við öllum umræðum tengdum raunverulegum peningum hér á Gestapó.

Smábaggi minn þú ert bara 13 ára, hvað veist þú um alvöru peninga. Svo eru það ekki lengur fréttir krakkakjáni , að þú hatist út í vel flest. Þakka þér samt fyrir þitt álit.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 13/8/05 00:17

Hversu oft þarf ég að segja þér að ég er sjö - en ekki þrettán!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Seinheppinn 13/8/05 01:55

Smábaggi mælti:

Mér býður við öllum umræðum tengdum raunverulegum peningum hér á Gestapó.

Hérna er ég sammála Smábagga... Smábaggi hefur rétt fyrir sér, eins og venjulega...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/8/05 16:33

Það verður að vera kakó líka!
Ég held annars að þetta sé frábær hugmynd Heiðglyrnir.
Þú mátt reikna með mér í þetta!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 16:56

Þakka þér fyrir Tigra mín, já ég sé fyrir mér að þetta gæti verið gaman fyrir alla. Auðvitað verður kakó, besta kakó í bænum. Hvað segir þú annars sæta kisa.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 13/8/05 17:48

Smábaggi mælti:

Hversu oft þarf ég að segja þér að ég er sjö - en ekki þrettán!

7-9-13 í hvert skipti sem ég sé þig. ‹Dúlla›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 13/8/05 18:06

Þessi hugmynd Heiðglyrnis er annars fín. Hvort hún er raunhæf verður að koma í ljós.
Finnst allt í lagi að skoða málið.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 19:11

Hugmyndasöfnunin koma með tillögur.

Húsnæði ca. 150 fm.

Sala 100% = -Hráefniskaup 33% -Launakostnaður 30%-Húsnæði 25% = eftir 12%

Menning-Afþreying-Skemmtun-Nærum líkama og sál

Kaffihús, kaffi allar gerðir af framreiðslu, kökur/tertur, smáréttir. Skyrhollustudrykkir, Malt, KAKÓ, hugsanlega einfaldur heimilismatur í hádegi og kvöldmat.

Bar með öllu því helsta og besta, gleði úr hverri flösku og hverju glasi..

þráðlaust Internet. og hugsanlega tölvur á staðnum. Hugsanlega tölvuráðgjöf, uppfærslur og viðgerðir í einu horni einu sinni í viku.

2 poolborð. Poolnámskeið, spilað eftir tímagjaldi, keppnir. Poollið

Skjávarpi. Til sýninga á öllu mögulegu. Hugsanlegt að vera með þemakvöld frá ýmsum löndum, stefnum,tímum

Lítið svið fyrir uppákomur t.d. opinn Hljóðnema kvöld, Þá getur hver sem er farið upp á svið með sitt efni.

Skák. Skákmót. Skáklið.

Sérhæft Bókasafn, Sem hægt er að lesa á staðnum og fá lánað gegn vægu gjaldi.

Gott sérhæft DVD myndasafn til útleigu.

Námskeið af öllum stærðum og gerðum.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rósin 13/8/05 19:28

Hljómar allveg ótrúlega spennandi ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 19:58

Rósin mælti:

Hljómar allveg ótrúlega spennandi ‹Ljómar upp›

Og við eigum hann sjálf..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 13/8/05 20:51

Já sá þetta. Með reyndan mann í bransanum sem höfuðpaur og alla þá sérfræðinga sem í Baggalútíu búa sem aðstoðarfólk á svonalagað að geta gengið.
Þegar ég talaði um raunhæfi átti ég við auramál.
Hefði haldið að það kostaði einhverjar millur að starta svona löguðu. Bara leyfisgjöld og útektir af öllum stærðum og gerðum (blýamtsnagararnir eru þurftarfrekir!) kosta hundruði þúsunda. En þú veist auðvitað mikið meira um þetta en ég.
Það sem ég er líka að velta fyrir mér er hvort ríkisstjórn vor yrði ekki að vera með í þessu því annars er ekki hægt að hafa þetta í nafni Baggalúts eins og helst þyrfti að vera.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 13/8/05 20:57

Smábaggi mælti:

Mér býður við öllum umræðum tengdum raunverulegum peningum hér á Gestapó.

Ég hugsa að ég sé sammála Smábagga hér. Ég ekki tilbúinn í að leggja 50.000 kr. í svona verkefni með einhvejum sem ég þekki ekki persónulega (í raunheimum), ef þið skiljið hvað ég á við. Ég, ólíkt sumum hér á gestapó, þekki engan gestapóa persónulega.
Vona að þið skiljið mig.
Ég mundi samt vera dyggur viðskiptavinur ef þetta yrði að raunveruleika, sleppi því að vera hluthafi í bili.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 21:13

Yfirstandandi er Hlutafjár útboð til að safna fyrir stofnkostnaði, Riddarinn hefur svo mikla trú á þessu að hann hér með skrifar sig fyrir 25 hlutum á kr 50.000.

Leyfi og annað því tengt kostar um 200.000 kr með öllu, heildar stofnkostnaður eins og þetta er hugsað yrði á bilinu 7 til 10 M. þá er lager komin í hús og allt klárt til að opna hurðina.

Á einu ári reiknar Riddarinn með að 50.000 króna hluturinn hækki um 70 til 100%. Afsláttarskírteini eigenda 20% afsláttur ætti að gefa þeim útlagt hlutafé til baka á einu ári, það mun þó að sjálfsögðu fara eftir ástundun. Þannig að það borgar sig að vera með.

Að sjálfsögðu er þetta varla gerlegt nema Guðirnir (ritstjórn) sé með okkur, En Riddarinn vona að hægt verið að fá þá með í 25 hluti.

Heildar hlutafjárútboð snýst um að ná langleiðina að 5.M. Ef að það næst er eftirleikurinn auðveldur.

Þetta yrði okkar staður með okkar áherzlum. heyr heyr..!..

Riddarinn auglýsir eftir stuðningi ykkar allra til að svo megi verða.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 13/8/05 21:18

Og hvað? Á allt heila klabbið að vera í einkaeign eða á almennum hlutabréfamarkaði?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 21:26

Í einkaeign margra hluthafa. Svona lítið fyrirtæki getur aldrei uppfyllt þau skilyrði, sem almennur hlutabréfamarkaður setur til þátttöku. En að sjálfsögðu er öllum leyfilegt að viðra hugmynd, óska eftir viðbrögðum og ef menn hafa áhuga og trú, fjármagni til framkvæmda. Keyptir hlutir ganga síðan kaupum og sölum manna á milli, en félagið hefur forkaupsrétt.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
     1, 2, 3 ... 31, 32, 33  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: