— GESTAPÓ —
STOFNUN HLUTAFÉLAGS UM REKSTUR KAFFI BLÚTS.
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, ... 31, 32, 33  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 13/8/05 22:23

Fimmtíukall er engin peningur í dag og ef hugmyndin nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar og um verður að ræða Baggalútarbar( Nætur göltinn,Kaffi Blút eða Nærbuxurnar t.d)< Glottir> þá er ég með.

Það er eitt sem ég veit með vissu um starfsemi sem þessa. Að ef vel er staðið að málum þá eru peningarnir sem lagðir eru í stofnkosnað fljótir að skila sér, sé hann ekki úr hófi fram og lítil sem engin lán tekin.

Hinsvegar líst mér ver á að eigendurnir séu að taka fé út úr fyrirtækinu með sérstökum afsláttarkjörum, til að byrja með að minstakosti.
Betra er að borga upp stofnkostnaðinn fyrst, því krónan þar gefur meir af sér en krónan sem þú veitir sjálfum þér í afslátt.
Nær að hafa almennt verð á öli og Ákavíti! eins lágt og kostur er, slíkt trekkir.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 13/8/05 22:25

‹Selur bréfin í FL Group›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 13/8/05 22:32

Það verður hugsanlega að takmarka hlutabréfaeign hvers og eins svo stórgróðafyrirtækið verði ekki áður en nokkur veit af orðið eign Bauv investor(s).
‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/8/05 22:55

dordingull mælti:

Fimmtíukall er engin peningur í dag og ef hugmyndin nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar og um verður að ræða Baggalútarbar( Nætur göltinn,Kaffi Blút eða Nærbuxurnar t.d)< Glottir> þá er ég með.

Það er eitt sem ég veit með vissu um starfsemi sem þessa. Að ef vel er staðið að málum þá eru peningarnir sem lagðir eru í stofnkosnað fljótir að skila sér, sé hann ekki úr hófi fram og lítil sem engin lán tekin.

Hinsvegar líst mér ver á að eigendurnir séu að taka fé út úr fyrirtækinu með sérstökum afsláttarkjörum, til að byrja með að minstakosti.
Betra er að borga upp stofnkostnaðinn fyrst, því krónan þar gefur meir af sér en krónan sem þú veitir sjálfum þér í afslátt.
Nær að hafa almennt verð á öli og Ákavíti! eins lágt og kostur er, slíkt trekkir.

.
Kæri dordingull þakka þér þetta málefnanlega innlegg í umræðuna. Er sammála þér með að treysta ekki of mikið á lánsfé. Því að þó lánsfé séu með ódýrara móti í dag getur það breyst ískyggilega hratt. Hvað varða afsláttarkjör til 50 duglegra viðskiptavina/eigenda þá ber að skoða eftirfarandi. Til að reikna framlegð vöruflokka þarf tvennt að koma til, veltuhraði vöru og álagning vöru eða:

Innkaupsverð+álagning=söluverð*veltuhraði-innkaupsverð=framlegð-heildarkostnaður=hagnaður.

þetta er að vísu einföldun en stendur vel fyrir sínu. Veltuhraði þessara fimmtíu eigenda með 20% yrði einfaldlega meiri ef að líkum lætur, þannig að þegar allt kemur til alls græða allir. Þetta má líka orða á þann veg. Ef að afslátturinn er lítið nýttur þarf ekki að hafa áhyggjur af honum. En nýti allir hann vel og reglulega eykst veltuhraðinn um það sem því nemur.

Svo má ekki gleyma að fólk kallar á meira fólk í þessum bransa. Þar nýtast okkur þessir góðu viðskiptavinir/eigendur líka.

Auðvitað verður almennt verðlag að vera samkeppnishæft, og trekkja að.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 13/8/05 23:48

Átta mig á þessu. En var að velta því fyrir mér að ef menn vissu að hundraðkallinn sem þeir þiggja í afslátt af 500kallinum yrði t.d. hundrað og tuttugu ef þeir borguðu hann, hvort það hamlaði nokkuð drykkjunni.
En auðvitað er ákveðin sálfræði í þessu og menn hugsa ekki endilega svona.
Og það getur verið að ósjálfrátt drekki fólk meira og komi oftar ef ölið kostar 400 í stað 500. eða 360 í stað 450.
Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi þá drykki ég sennilega fleiri vodka glös á 800 en 1000.
Og síðan er það líka í dæminu að maður bjóði einhverjum með upp á afsláttardrukk sem annars hefði viljað annað og þá vex veltan enn.
Að þessi afsláttur og aukin drykkja geti svo gert einhvern að fyllibyttu hef ég ekki áhyggjur af í mínu tilfelli því ég er það nú þegar.
En að öllu gamni og vangaveltum um útfærslur slepptum.
Þá skal ég vera með.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 14/8/05 00:16

Getiði nokkuð lánað mér í strædó strákar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 14/8/05 00:20

Til að komast á barinn? Sjálfsagt mál!

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 14/8/05 00:40

Varðandi lánin. Þessir bankar eru sko algjörir skíthælar og braskarar. Ég reiknaði það út einhvertíman hvað maður mundi borga bankanum mikið samtals ef maður tæki venjulegt langtímaíbúðalán fyrir 10 millur. Miðað við venjulegar afborganir í 40 ár væri maður búinn að borga bankanum marg falt upphaflegt lánið. Ég þori ekki að fara með hve mikið það var, en minnir að það hafi verið á bilinu 50-100 millur.
Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki alveg með tölurnar á hreinu, en vona að boðskapurinn komist til skila.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 14/8/05 00:42

Einhverstaðar þurfa vesalings bankastjórarnir að græða.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 14/8/05 01:04

Ég myndi kaupa hlut.
Ég eyði að meðaltali ‹reiknar› 30 þúsund á mánuði á kaffihúsum ‹skammast sín hræðilega›
Þannig að 50 þús í hlutabréf væri enginn hræðilegur kostnaður fyrir mig.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/8/05 01:07

Ég sjálfur mælti:

Varðandi lánin. Þessir bankar eru sko algjörir skíthælar og braskarar. Ég reiknaði það út einhvertíman hvað maður mundi borga bankanum mikið samtals ef maður tæki venjulegt langtímaíbúðalán fyrir 10 millur. Miðað við venjulegar afborganir í 40 ár væri maður búinn að borga bankanum marg falt upphaflegt lánið. Ég þori ekki að fara með hve mikið það var, en minnir að það hafi verið á bilinu 50-100 millur.
Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki alveg með tölurnar á hreinu, en vona að boðskapurinn komist til skila.

.
Þetta er Góður punktur hjá þér Ég sjálfur, Málið er bara ef þú ættir 10 millur og lánaðir þær í 40 ár hvað væri í myndinni hjá þér að fá fyrir það á ári. 10 þús, 500 þús, eina millu margfaldaðu það síðan með 40. Það er alltaf auðveldara að skilja aðra ef að maður setur sig í þeirra spor.
.
En segjum að þú fjárfestir þessar 10 M í einhverju arðbæru, borgir eina miljón á ári fyrir að hafa lánið en hagnost um aðrar 2 M fyrir sjálfan þig. Þá er þessi lántaka fullkomlega réttlætanleg.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/8/05 01:09

Nornin mælti:

Ég myndi kaupa hlut.
Ég eyði að meðaltali ‹reiknar› 30 þúsund á mánuði á kaffihúsum ‹skammast sín hræðilega›
Þannig að 50 þús í hlutabréf væri enginn hræðilegur kostnaður fyrir mig.

Það var lagið Kæra Norn, koma svo..!..

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/8/05 01:43

Heiðglyrnir mælti:

Hugmyndasöfnunin koma með tillögur.

Húsnæði ca. 150 fm.

Sala 100% = -Hráefniskaup 33% -Launakostnaður 30%-Húsnæði 25% = eftir 12%

Menning-Afþreying-Skemmtun-Nærum líkama og sál

Kaffihús, kaffi allar gerðir af framreiðslu, kökur/tertur, smáréttir. Skyrhollustudrykkir, Malt, KAKÓ, hugsanlega einfaldur heimilismatur í hádegi og kvöldmat.

Bar með öllu því helsta og besta, gleði úr hverri flösku og hverju glasi..

þráðlaust Internet. og hugsanlega tölvur á staðnum. Hugsanlega tölvuráðgjöf, uppfærslur og viðgerðir í einu horni einu sinni í viku.

2 poolborð. Poolnámskeið, spilað eftir tímagjaldi, keppnir. Poollið

Skjávarpi. Til sýninga á öllu mögulegu. Hugsanlegt að vera með þemakvöld frá ýmsum löndum, stefnum,tímum

Lítið svið fyrir uppákomur t.d. opinn Hljóðnema kvöld, Þá getur hver sem er farið upp á svið með sitt efni.

Skák. Skákmót. Skáklið.

Sérhæft Bókasafn, Sem hægt er að lesa á staðnum og fá lánað gegn vægu gjaldi.

Gott sérhæft DVD myndasafn til útleigu.

Námskeið af öllum stærðum og gerðum.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/8/05 01:45

Heiðglyrnir mælti:

Yfirstandandi er Hlutafjár útboð til að safna fyrir stofnkostnaði, Riddarinn hefur svo mikla trú á þessu að hann hér með skrifar sig fyrir 25 hlutum á kr 50.000.

Leyfi og annað því tengt kostar um 200.000 kr með öllu, heildar stofnkostnaður eins og þetta er hugsað yrði á bilinu 7 til 10 M. þá er lager komin í hús og allt klárt til að opna hurðina.

Á einu ári reiknar Riddarinn með að 50.000 króna hluturinn hækki um 70 til 100%. Afsláttarskírteini eigenda 20% afsláttur ætti að gefa þeim útlagt hlutafé til baka á einu ári, það mun þó að sjálfsögðu fara eftir ástundun. Þannig að það borgar sig að vera með.

Að sjálfsögðu er þetta varla gerlegt nema Guðirnir (ritstjórn) sé með okkur, En Riddarinn vona að hægt verið að fá þá með í 25 hluti.

Heildar hlutafjárútboð snýst um að ná langleiðina að 5.M. Ef að það næst er eftirleikurinn auðveldur.

Þetta yrði okkar staður með okkar áherzlum. heyr heyr..!..

Riddarinn auglýsir eftir stuðningi ykkar allra til að svo megi verða.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/8/05 08:15

Þeir sem eru til í að kaupa hlut, en þó með fyrirvara um útfærslu og fjármögnun.

Heiðglyrnir......25 hluti
Tigra................1 hlut
Þarfagreinir.......1 hlut
Nornin..............1 hlut
dordingull..........1 hlut

___________________

Þeir sem sýnt hafa málinu áhuga.

Spesi
Rósin
Ég sjálfur
Sverfill Bergmann
B. Ewing
Smábaggi (Neiii bara grín)
Ugla (Hana vantaði bara pening í strætó)

______________________

Hugmyndasöfnunin allir mega koma með tillögur.

Húsnæði ca. 150 fm.

Sala 100% = -Hráefniskaup 33% -Launakostnaður 30%-Húsnæði 25% = eftir 12%

Menning-Afþreying-Skemmtun-Nærum líkama og sál

Kaffihús, kaffi allar gerðir af framreiðslu, kökur/tertur, smáréttir. Skyrhollustudrykkir, Malt, KAKÓ, hugsanlega einfaldur heimilismatur í hádegi og kvöldmat.

Bar með öllu því helsta og besta, gleði úr hverri flösku og hverju glasi..

þráðlaust Internet. og hugsanlega tölvur á staðnum. Hugsanlega tölvuráðgjöf, uppfærslur og viðgerðir í einu horni einu sinni í viku.

2 poolborð. Poolnámskeið, spilað eftir tímagjaldi, keppnir. Poollið

Skjávarpi. Til sýninga á öllu mögulegu. Hugsanlegt að vera með þemakvöld frá ýmsum löndum, stefnum,tímum

Lítið svið fyrir uppákomur t.d. opinn Hljóðnema kvöld, Þá getur hver sem er farið upp á svið með sitt efni.

Skák. Skákmót. Skáklið.

Sérhæft Bókasafn, Sem hægt er að lesa á staðnum og fá lánað gegn vægu gjaldi.

Gott sérhæft DVD myndasafn til útleigu. Og sýninga á þemakvöldum.

Námskeið af öllum stærðum og gerðum.

Netmyndavél svo að við getum litið inn á netinu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 14/8/05 10:08

Þetta er æðisleg hugmynd kæri vinur og ég er til í að skrá mig fyrir einum hlut. Væri jafnvel til að í að vinna ca 1 sinni í viku eða 3 á mánuði.
Svona framtakssemi er nauðsynleg. Ef Baggalútía á að vera stór og sterk þá verður að færa út kvíarnar. 50 þús kall er eins og komið hefur fram, ekki mikið af moní og ætti að vera flestra færi.
Ég vona að þetta miði í góða átt og að sem flestir geti litið á þetta jákvæðum augum.

P.s. Djöfull var gaman á Alice Cooper í gær. Ég samhryggist öllum þeim sem misstu af því

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/8/05 10:13

Þakka þér Hóras minn, ekkert humm og ha á þeim bænum. Enda Ári klári hahaha. Magnaður.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 14/8/05 12:37

Heiðglyrnir mælti:

Þakka þér fyrir Tigra mín, já ég sé fyrir mér að þetta gæti verið gaman fyrir alla. Auðvitað verður kakó, besta kakó í bænum. Hvað segir þú annars sæta kisa.

Kisa segir allt æðislegt!

Ég er líka með hugmynd.. listamenn gestapó gætu tekið sig til og málað t.d. veggi og svona einhvernvegin skemmtilega.
Það er ekkert skemmtilegra en að koma inn á bar sem tekur vel á móti manni með hlýlegum og flottum veggjum.
Auk þess laðar alltaf eitthvað nýtt að.
Ég væri allavega til í að gefa tíma minn í málun.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
        1, 2, 3, ... 31, 32, 33  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: