— GESTAPÓ —
Brúna Mannafæluköngulóin
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 7/8/05 20:26

Það má svo sem vel vera. Séu þær geymdar í vel lokuðum hitakassa og á ábyrgð sirkusstjórans má alveg hafa þær til sýnis, árangursríkri alheimsundirlagningu vorrar til dýrðar. En aðeins á tyllidögum.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 7/8/05 20:57

Loxosceles Reclusa mælti:

Grýta mælti:

Úthlaupandi og starandi augu þín virka svo illa á mig.
Afhverju setluru ekki bara mynd af þér sjálfri eins og við hin gerum?

Núna ættu menn sem konur að fagna nýrri mynd sem tekur af mér allan grun um kynvillu. Einnig sjá menn nú að ég er með gleraugu og því algjör njörður.

Jabb. En hvað er "algjör njörður"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 7/8/05 20:59

Íslenskun á enska orðinu "nerd".

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 7/8/05 21:02

Léleg þýðing...
Haltu þig bara við "nörd" það er skömminni skárra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 7/8/05 21:08

Ég myndi frekar nota "nörður" eða "nerður". Annars uppnefni ég fólk ekki á þennan hátt, nema gelgjur...

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 7/8/05 21:11

Nörd er ekki uppnefni.!
Bara nýtt og kjarnort orð í íslenskri tungu sem allir skilja hvað þýðir.
Óþarfi að breyta því í einnhvern fagurgala sem enginn skilur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 7/8/05 21:14

Jah, ég varð nú vitni að því fyrir stuttu að stelpa sem ég þekki var endalaust að kalla strák "nörd" í neikvæðum skilningi. Nörd er oft notað af börnum og unglingum yfir jafnaldra sína sem skrítna/aumingjalega einstaklinga einfaldlega vegna útlits eða öðruvísi áhugamála.
"Nörd" er líka bara "nerd", stafað öðruvísi. Ekkert mjög íslenskt...

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 7/8/05 21:17

Jú passar mjög svo miklu betur að íslenskri tungu heldur en njörður sem er sérnafn, sé það skrifað méð stórum staf!
Það er vandamál unglinga í dag að finnast orðið nörd vera neikvætt .
Þau eiga eftir að þroskast og skilja.
Óttalega amerísk hugsun að það eitt að breyta um orð breyti hugsunarhætti!
Saman ber að kalla svertingja í dag Afríkubúa! (því svertingi var skammaryrði á sínum tíma. Ráð kananna var þá bara að skifta um orð!!!!! og töldu að þar með breyttist hugsunahátturinn!!!)
Einu sinni þegar ég var ung þá var "hommi" skammaryrði!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 7/8/05 23:18

Á mínu heimili notum við orðið 'blökkumaður' yfir þeldökka. Finnst mér það afbragðs orð og ekki niðrandi á nokkurn hátt.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 7/8/05 23:56

Á mínu heimili notum við orðið Christof fyrir vin okkar svarta sem er snillingur á tölvur heimilisins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/8/05 23:58

Riddari A6 - C5 skák og mát.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 8/8/05 00:08

Skák og mát Ívar.
Kóngurinn er fallinnn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/8/05 00:21

Ekki minn... hann heldur sinni reisn

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 8/8/05 00:27

Furðuvera mælti:

Jah, ég varð nú vitni að því fyrir stuttu að stelpa sem ég þekki var endalaust að kalla strák "nörd" í neikvæðum skilningi. Nörd er oft notað af börnum og unglingum yfir jafnaldra sína sem skrítna/aumingjalega einstaklinga einfaldlega vegna útlits eða öðruvísi áhugamála.
"Nörd" er líka bara "nerd", stafað öðruvísi. Ekkert mjög íslenskt...

Það var nú bara kúl að vera nörd síðast þegar ég vissi ...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 8/8/05 00:29

Innfallinn kóngur? Ekki er það nú skemmtileg tilhugsun ...

‹Starir þegjandi út í loftið›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 8/8/05 02:30

Smábaggi mælti:

Furðuvera mælti:

Jah, ég varð nú vitni að því fyrir stuttu að stelpa sem ég þekki var endalaust að kalla strák "nörd" í neikvæðum skilningi. Nörd er oft notað af börnum og unglingum yfir jafnaldra sína sem skrítna/aumingjalega einstaklinga einfaldlega vegna útlits eða öðruvísi áhugamála.
"Nörd" er líka bara "nerd", stafað öðruvísi. Ekkert mjög íslenskt...

Það var nú bara kúl að vera nörd síðast þegar ég vissi ...

Ég trúi ekki að þetta hafi gerst... en ég er sammála strumpnum.
‹Hristir höfuðið sorgmædd á svip›
Og það í þriðja skiptið. Nú hlýtur þessum ósköpum að ljúka, allt er þegar þrennt er og það allt saman.

En mér finnast nörd eða nörður bæði gjaldgeng orð. Nörður er kannski Íslenskara, en nörd lagast alveg að Íslensku máli, hægt að nota það í karlkyni og hvorugkyni (nördinn, nördið) og beygist reglulega.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 8/8/05 02:49

Já enmitt hentar bæði konum og körlum.
Njörður er bara karla nafn.
En ekki fyrir mig eða þig Norn,.
Við sem erum tilvonandi nördar

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 8/8/05 03:57

Geri mitt besta í að öðlast nördastatus, þetta er allt að koma hjá mér. ‹Ljómar upp›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: