— GESTAPÓ —
Trú og trúarbrögð
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 3/6/05 23:18

Trú, að ég tel, verður hvorki sönnuð né afsönnuð.
Hún býr í hugarfylgsnum hvers og eins.
Annað hvort trúir maður eða ekki.
Það er ekkert hægt að ræða um sína trú, nema við þá sem hafa sömu trú.
Trú er tilfinning. Trú er upplifun.

Helgisiðir, trúarbrög, trúarlegir helgisiðir er aftur á móti allt annað mál.
Um það er hægt að ræða endalaust, án þess að komast að niðurstöðu sem allir eru sáttir við.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 3/6/05 23:25

Ég er sammála Grýtu eins og ég sagði í toppinnlegginu (eða var það ekki). Trú er óræð, ef svo má að orði komast. Ætli trú og siðferðisklemmur séru ekki svolítið svipaðar? Það er hægt að ræða um bæði fram og til baka án þess að komast að eiginlegri niðurstöðu, annarri en perónulegu áliti.
Það mætti því þess vegna ræða um hvort þessi þráður eigi heima í vísindaakademíunni, þar sem það er svo takmarkað hægt að sanna og rökstyðja trú.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 3/6/05 23:33

Gott að hafa þetta í vísindaakademíunni.
Því trúarbrögð og trúarsiði er endalaust hægt að ræða og velta fyrir sér.
Sem er í raun dáldið spennandi, til að losna við þá fordóma sem við, hugsanlega höfum, gagnvart annarskonar trúarvenjum og trúarsiðum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/6/05 23:38

Ég held að ég sé svolítið opinn hvað varðar trúarbrögð annarra... en sjálfur er ég trúleysingi (trúi á lítið annað en vísindin og Baggalút) svo ég ætla ekki að gjamma meir hér á þessum þræði... en þarfur þráður miðað við hversu oft fólk hefur byrjað að þræta hér um það hvort guð er til eða ekki...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 3/6/05 23:46

Ekki beint spurningin um hvort guð er til eða ekki.
Guð er til hjá þeim, sem á hann trúa.
Frekar spurning um trúarbrögð, siði og hefðir.
Að kynnast þeim sem hafi aðra siði en við. Það er það sem mér finnst áhugavert. "Sinn er siður í landi hverju."

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 4/6/05 00:57

Ég held að það sé trú í öllu sem við gerum.
Þegar við vöknum að morgni þá trúum við því að dagurinn gangi stórslysalaust fyrir sig.
Við trúum því að við deyjum ekki þó við göngum yfir götu. Við trúum að við fáum ekki matareitrun þó við borðum mat.
Við tökum áhættur sem við værum ekki tilbúin að taka ef við hefðum ekki trú á eitthvað.

Við trúum flest öll á lífið og að það sé þess virði að lifa því, jafnvel þó við skilgreinum okkur sem trúleysingja, efatrúarfólk (agnostic), heiðin, kristin, búddista eða hvaða nafni sem við kjósum að kalla okkar trú.
Ef við hefðum ekki trú, þá myndum við sennilega ekki gera neitt allt okkar líf.

Ég held að við gerum okkur ekki grein fyrir að þetta er trú, en ég held að ef ég myndi ekki hafa einhverja trú, þá myndi ég ekki fara fram úr rúminu daglega.
Ég trúi á lífið, hamingjuna og ástina.
Hversu gáfulegt sem það er nú.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 5/6/05 15:20

Ætli það ekki.

Annars er ég búinn að pæla svolítið í þessu ástandi fyrir botni Miðjarðarhafsins. Allar þessar sjálfsmorðsárásir sem maður heyrir um í fréttunum, kynjamismunun og þar fram eftir götunum.
Þetta er allt svo framandi okkur, hvernig þetta getur talist eðlilegt. Hvernig mönnum þykir það í lagi að konur séu barðar. Þetta er eitthvað sem aðrir menningarheimar gagnrýna harðlega, en eru þeir í einhverri aðstöðu til þess? Þessar athafnir, sem sumir kjósa að kalla ofsatrú, eru rótgrónar í þeirra samfélagi.

Svo fannst mér svolítil kaldhæðni þegar ég heyrði í fréttunum um daginn eitthvað á þann veg að islamskir skólar (eða eru það ekki örugglega islamstrúarmenn, minnir það) væru að heilaþvo börn. Segja þeim að BNA væru vondir, að það væri í lagi að hata þá o.s.frv. Þá hugsaði ég: „En er þetta ekki nákvæmlega það sem bandarískir skólar/fjölmiðlar segja, nema bara á hinn veginn, að islam sé vont.“

Hvað finnst ykkur?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/6/05 15:52

Málið er að það fer eftir því frá hvaða hlið er litið, hver er sá "vondi" og hver sá "góði"
Ég er hreinlega ekki viss, hvorir hegða sér asnalegar.. bandaríkjamenn eða Talibanar/palestínumenn eða hverjir þetta eru nú sem eiga að vera hvað verstir.
Það sem mér finnst vera aðal málið er, að á báðum hliðum eru saklaust fólk sem á engan hlut í þessu stríði sem þarna er á milli.
Mér finnst persónulega að stríð eigi að vera þreytt á milli kóngafólks, forseta og pólitíkusa.. (þ.e. bara því valdafólki sem í hvert skipti ákveður að stríð skuli verða)
Bush myndi kannski hugsa sig um áður en hann réðist inn í írak, ef það væri hann sjálfur sem þyrfti að vera í fremstu víglínu og svo framvegis.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 5/6/05 17:03

Já.
Svo er það eitt sem einkennir fréttir af svona bardögum. Þá er t.d. sagt „tveir bandarískir hermenn féllu í valinn“ en aldrei er minnst á þessa tíu hryðjuverkamenn og hvað þá þessa þúsund óbreyttu borgara.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 5/6/05 18:02

Ég sjálfur mælti:

Já.
Svo er það eitt sem einkennir fréttir af svona bardögum. Þá er t.d. sagt „tveir bandarískir hermenn féllu í valinn“ en aldrei er minnst á þessa tíu hryðjuverkamenn og hvað þá þessa þúsund óbreyttu borgara.

Akkúrat!
Fólk grætur yfir þessum tvem hræðum sem eru bandarískar.. En er alveg sama um öll þúsund börnin og saklausa fólkið.. já og ég tala nú ekki um dýrin.
Ég hef aldrei heyrt í svona fréttum að mörg dýr hafi slasast og að náttúran hafi skaddast varanlega.
Þeim er alveg sama um það.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 5/6/05 18:04

Mannkynið... hnuss... hin dýrin eru náttúrulega einu lífverurnar með viti.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 5/6/05 18:25

Tilvitnun:

Ég sjálfur 05/06/05 - 17:03
Já.
Svo er það eitt sem einkennir fréttir af svona bardögum. Þá er t.d. sagt „tveir bandarískir hermenn féllu í valinn“ en aldrei er minnst á þessa tíu hryðjuverkamenn og hvað þá þessa þúsund óbreyttu borgara.

Mótsagnarkennt: tveir bandarískir hermenn og svo tíu hryðjuverkamenn . Bandarískir hermenn og hryðjuverkamenn er það sama.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 5/6/05 18:30

Bölverkur mælti:

Tilvitnun:

Ég sjálfur 05/06/05 - 17:03
Já.
Svo er það eitt sem einkennir fréttir af svona bardögum. Þá er t.d. sagt „tveir bandarískir hermenn féllu í valinn“ en aldrei er minnst á þessa tíu hryðjuverkamenn og hvað þá þessa þúsund óbreyttu borgara.

Mótsagnarkennt: tveir bandarískir hermenn og svo tíu hryðjuverkamenn . Bandarískir hermenn og hryðjuverkamenn er það sama.

Eru þá allir hryðjuverkamenn bandarískir hermenn?

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 5/6/05 18:39

Tja, ef til vill ekki alveg allir. ‹Dáist að röksemdarfærslunni.›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anar 16/8/05 11:41

Trúðu mér lambið mitt, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Og þá er það jafnvel of seint. Ekki þó jafn slæmt og að vera seinn í eigin jarðaför. Ég mun líklega láta brenna skrokkinn þegar ég er búinn að nota hann, ef ég fæ hann ekki þá fær hann enginn annar. Ljótt að segja svona. Ljótt að þegja yfir svona líka. Þegi þú greppitrýni! Það verður engin eplakaka fyrir þig í nótt svo mikið er víst.

~Fyrir sumum er Betlehem í norður~

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 18/1/06 18:22

‹Trúir öllu sem sagt er.›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Ásgeir Valur 25/5/06 00:07

Ókei - hvað ef trúarbrögð eru í raun ´brögð ´, þ.e. það eru n.k. ´brögð´í tafli í tengslum við trúarbrögðin?

Allir kannast við hugmyndina um að trúarbrögðin séu tilbúningur, enda ósköp skiljanleg. Þau bjuggu sjálf sig nefnilega til! Þau eru vandamál sem samanstendur af eintómum tilgangslausum eilífðarspurningum því þær eru svo vitlausar að það gat ekki annað verið en að sá sem beri ábyrgð á þeim þekki sjálfann sig betur sem Jón og Gunnu nú á dögum.

Ég hef ekkert á móti trúarbrögðum lengur, og hef prófað nokkur. Fæst þeirra hafa hins vegar prófað mig. Ef trúarbrögð eru vandamál eins og Björk segir, þá eru þau rispa á DVD disknum. DVD diskurinn lagar svo sjálfann sig og þá hverfur rispan. Spurningin er hvað verður þá eftir?

Flest fólk virðist óttast Guð en ég geri það ekki. Hvað ef Guð kæmist að því að hann væri í raun í fangelsi? Hvernig myndi hann bregðast við? Fangelsið yrði að vera ósýnilegt svo að hann geti ekki séð í gegnum rimlana. Hver bjó þá fangelsið til, myndi hann spyrja sjálfann sig, og þá hljóta að vera til vitsmunir sem eru honum æðri sem hann veit ekkert um sjálfur. Þar með er öll kirkjan kominn í hnút, og Baggalúturinn þarf að reisa nýja kirkju sem verður sennilega full af mandölum með fólki af ólíku trúarbragðakyni, og svo verða allir svo ósammála að það ríkur upp úr kirkjunni.

Lögreglan kemur á vettvang vegna misskilnings og í ljós kom að um venjulegt heimboð var að ræða. Þetta var allt saman misskilningur. ´Reykurinn´stafaði af pizzubaxtri því við áttum ekki peninga fyrir Dominoz pizzu upp á 3000 krónur í partíinu okkar,

kveðja,

Ásgeir,

matrixs@mi.is

        1, 2
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: