— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 26/5/05 18:35

Hér mun ég reyna að setja daglega glóðvolga vísu eftir mig. Ég vona að fleiri geri það sama.

Stjórnin hefur höfuð tvö,
hún er völt á stóli.
Þetta ljóð frá A til Ö
orti ég á hjóli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 27/5/05 08:48

Best að halda þræði, en nú kemur vísa dagsins, önnur í röðinni, og hefur ekki fallið niður frá stofnun þráðarins. Vísan í dag tekur mið af veðurfarinu góða.

Fagnar degi foldar skart
og fer á stjá í einum rykk.
Æðislega er Esjan smart
en Akrafjallið dáldið sikk.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 28/5/05 12:10

Þá kemur loksins vísa dagsins. Hún er léleg, því miður, en slíkar afurðir geta alltaf lekið úr ölkærum mönnum.

Ég hreyfi hvorki legg né lið,
læt í ekkert skína
þegar drósir dúlla við
dekurrófu mína.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 28/5/05 19:17

þetta er ekki ósnotur hugmynd, best að gera vísu dagsins fyrir mína parta.

Laugardagur ljós og fagur
leiðist út í geim
styrkist hagur sting ei ragur
staupi'að munni heim

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 29/5/05 11:51

Býsn ég drekk af bjór í næði,
Björk á fóninn set,
en hvað ég geri öls í æði
aldrei munað get.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 29/5/05 13:40

seisei nú er sunnudagur
sopið var úr skál í gær
minnið lúið maginn svagur
maður varð af landa ær

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 29/5/05 21:32

vísu dagsins sendir senn
Sæmi Fróði
kyrja allir kátir menn
við kvæðaljóði

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/5/05 08:35

Smá morgun stemm(n)ing í dag:

Þegar klukkan hringdi hátt
húmið var á burtu.
Fékk ég mér þá fínan drátt,
fór svo beint í sturtu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 30/5/05 10:24

Vænn er dagur, vænt er geð
vænt er kaffið ramma
vænt er dagsins vinnustreð
vænn ég áfram gjamma

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 30/5/05 15:19

Mánudagur mæðufullur
miðlar vætunni
andans vex því óðar sullur
eyðir glætunni

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 30/5/05 21:52

Vísur daganna vappa á hæðunum
vel gerðar klappa þær afdalalæðunum.
Ég brosi nú breitt og hef gaman af gæðunum
glaður og sæll yfir Bölverks-kvæðunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 10:11

Hópist saman himni á
hrikalega myglugrá
skýin býsna blaut að sjá,
búast má við regni þá.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 31/5/05 10:49

Ansi var þetta lélegt hjá mér, því hef ég eytt því.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 31/5/05 12:15

Sálma dagsins vísast vjer
vildum hafa kveðið
að birta kvæðið bara hjer
bætir mikið geðið

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 31/5/05 12:56

skelfilegur skýjahnaus
skjótt af himni greiðist
Þriðjudagur þrautalaus
þægilega eyðist

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ira Murks 31/5/05 13:18

Þriðjudagur þrautarganga
þorna upp þann daginn langa
Tölvu fyrir framan hanga
finnst mér betra út að spranga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 09:39

Setjist fyrir sólu ský,
sortni jörð í hasti
tryllist margur maður í
móðursýkiskasti.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 2/6/05 09:04

Er í fjarskakistan að því er virðist:

keyrsla lífsins, ljúft en bratt
líð ég því um dragið
dagar lifna, líða hratt
ljúft er ferðalagið

Skall þar hurð nærri hælum
LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: