— GESTAPÓ —
Léttar og leikandi stærðfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 31/5/05 22:59

Aðeins 6305 inniheldur 0

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 31/5/05 23:00

2168 .... alveg fáránleg fyrir þær sakir að ekkert íslenskt símanúmer byrjar á þessum 4 tölustöfum í þessari röð.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 31/5/05 23:01

Neibb, eins mætti segja: 2168 er sú eina undir 2169. Þetta er ekki lausnin. Viljið þið lausnina núna?

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ofurmenni 1/6/05 16:33

Mér þykir ég leiðinlegur að vera alltaf með þessi leiðindi, en það er annar smá(stór) galli á þrautinni.

Náttúruleg staða gormsins með 1kg massa hangandi í er 0,613m og því gæti gormurinn líklega ekki fjaðrað með svieflunni 1 til -1. Allavega ekki með svona fallegri sínusbylgju. Nema auðvitað að það sé tekið til greina í þrautinni að reikna inní frjálsa fallið á lóðinu... tja, þetta er kannski útfyrir minn ramma.‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 1/6/05 16:40

Mér finnst 5255 úr kú, því í henni er talan 5 endurtekin 3*

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 17:51

Þú veist svarið, ert bara að safna baunum.

9637 5255 4238 6305 2168 8243 9273 6549 - : - : - 4238 er út úr kú!

Önnur og þriðja tala eru margfeldi fyrstu og fjórðu tölu, nema í 4238.

Hin er eftir: Bætið við réttri röð neðst!

1
11
21
1211
111221
312211
13112221

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 18:53

Æi, greyin mín.

1 ............. er einn ás, í tölustöfum 11, ritist í næstu línu
11 ........... eru tveir ásar, í tölustöfum 21, ritist í næstu línu
21 ........... er einn tvistur og einn ás, í tölu
1211 ........ er einn ás, einn tvistur, tveir ásar, 111221 í næstu línu
111221
312211
13112221

Var þetta svo erfitt?

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 1/6/05 19:30

Vá þú varst ekki einu sinni að gefa fólki færi á að svara

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 1/6/05 19:32

Byrjaðu á að skoða þessa síðu og líttu í leiðinni á dagsetningarnar.

http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2493&postdays=0&postorder=asc&start=350

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 1/6/05 19:36

Sko mig!

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 1/6/05 19:40

Sorry, þigg samt baunirnar. Maður getur ekki lesið öll fornritin. ‹Teygir sig upp í hillu og nær rímfræði.›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kóvasevítsj 2/6/05 09:20

Ofurmenni mælti:

Náttúruleg staða gormsins með 1kg massa hangandi í er 0,613m og því gæti gormurinn líklega ekki fjaðrað með svieflunni 1 til -1. Allavega ekki með svona fallegri sínusbylgju. Nema auðvitað að það sé tekið til greina í þrautinni að reikna inní frjálsa fallið á lóðinu...

Í dæmum sem þessu er alltaf miðað við jafnvægisstöðu gormsins, sé kerfið á annað borð í einhverju þyngdarsviði. Þyngdaraflið hefur engin önnur áhrif en þau að jafnvægisstaðan hliðrast aðeins til eftir því hver þyngdarhröðunin er.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 2/6/05 10:13

Auðvitað hefði Bölverkur (sem skráði sig fyrir nokkrum dögum) átt að hafa vit á að lesa allar rökfræðiþrautirnar sem hér hafa verið birtar. Það er hreinlega fáránlegt að hann hafi ekki enn lagt þræði Gestapó á minnið áður en hann skrifar e-ð á þeim góða stað. Skammastu þín, Bölvi!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 2/6/05 10:45

‹Hundskammast sín!›

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 2/6/05 10:47

Bölverkur mælti:

‹Hundskammast sín!›

Það er borið fram "Hundingjaskammast sín" ‹Kinkar kolli og er almennt sjálfsánægður›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 2/6/05 13:56

Bölverkur mælti:

Sorry, þigg samt baunirnar. Maður getur ekki lesið öll fornritin. ‹Teygir sig upp í hillu og nær rímfræði.›

Ég var nú bara að vísa í þetta þar sem þú varst svo ógnarsnöggur að koma með svarið og virtist svo gefa í skyn að við hefðum ekki ráðið við þetta.

Það var nú stóra málið.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 6/6/05 02:32

Kóvasevítsj mælti:

Virkilega ánægjulegt, Koeman. Ég held það væri rétt að tengja leikinn núna við hinn svokallaða „raunveruleika“.

Við höfum massa m=1kg sem er hengdur er neðan í gorm með gormstuðulinn k=16N/m. Í upphafi er gormurinn togaður niður um einn meter og honum síðan sleppt. Eftir 2 sekúntur er massinn sleginn leiftursnöggt með hamri sem gefur atlagið 4N∙s. Lýsið hvernig hreyfing kerfisins kemur til með að þróast.

(Vísbending: Samkvæmt upplýsingunum hér að ofan verður hreyfijafna kerfisins y'' + 16y = 4δ(t-2), y(0)=1, y'(0)=0, þar sem δ er deltafall Diracs.)

Er búinn að steingleyma nánast öllu um diffrun, en miðað við hvað diffurjafnan er snyrtileg segi égMeð fyrirvara um fullt af villum:
að massinn sveiflist í fallegri sínusbylgju með útslag 1, lotu sqrt(16)=4, í 2 sek. Þegar 2 sek eru liðnar hefur massinn farið 4/2=1/2 úr sínusbylgju og er því í toppi þegar höggið kemur (y(2)=-1, y'(2)=0). Því fær massinn bónus hröðun niður á við og fer því alla leið niður í 2 (?). Eftir það sveiflast hann á bilinu [-2:2] með lotu 4.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 4/10/05 20:52

Guðfinna fékk stórann poka af túlípanalaukum í afmælisgjöf. Í pokanum voru minna en hundrað laukar. Þegar frú Guðfinna hafði af alkunnri skörungsemi fengið mann sinn til að bjóðast til að gróðursetja komu honum eftirfarandi möguleikar í hug.

Að gróðursetja þrjá lauka í hverja röð, þá varð einn afgangs.
Að gróðursetja fjóra lauka í hverja röð, þá urðu tveir afgangs.
Að gróðursetja fimm lauka í hverja röð, þá urðu þrír afgangs.
Að gróðursetja sjö lauka í hverja röð, þá urðu tveir afgangs.

Hve margir voru laukarnir?

Til að leysa þessa þraut skuluð þið fá tímavél Vlads lánaða og fara aftur til þess tíma þegar þið voruð 10 ára.

Feministi og fjallakóngur Baggalútíu
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: