— GESTAPÓ —
Krabbamein
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 17/5/05 16:13

Biðst afsökunar á að hafa vakið deilur, en jú það er réttur skilningur Hakuchi á merkingu fyrsta innleggs. Var reyndar ekki viss hvort þetta ætti heima hér eða á vísindaakademíunni, en það er spurning hvort þetta sé virkilega málið, er krabbamein að aukast eða er maður bara meir meðvitaður um það. Svo vil ég nota tækifærið og lýsa yfir samúð minni til allra sem misst hafa ættingja og vini vegna þessa hroðalega sjúkdóms.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/5/05 16:33

Einhvern veginn efast ég um að krabbamein hafi aukist. Það eru nokkrir þættir sem þarf að horfa til svo að hægt sé að sannfæra sig um að krabbamein hafi aukist.

Eitt er að greining er orðin miklu betri en áður, betri flokkun og þess háttar. Vera má að áður hafi fólk látist án þess að hafa verið greint með krabbamein. Þannig hefur krabbamein líkast til ávallt verið meðal okkar framan af vissi fólk ekkert hvaða sjúkdómur var á ferðinni. Nú er þetta flokkað vel og greint frá og því gæti fólk fengið á tilfinninguna að þetta sé að aukast þegar í raun er greiningin orðin þróaðari.

Annað er að hér á Vesturlöndum hafa stórauknar framfarir í heilbrigðismálum valdið því að ótrúlega margir sjúkdómar sem áður leiddu fólk til dauða í massvís eru nú annað hvort útrýmdir eða meðhöndlaðir á þann hátt að fólk getur átt von á að lifa þá af. Þar sem framfarir læknavísindanna hafa útrýmt hverjum sjúkdómnum á fætur öðrum (þá helst þessum algengustu, bólusótt, mænusótt, berklar osfrv.) hefur áherslan, eða kannski frekar athyglin, færst yfir á illviðráðanlegri sjúkdóma eins og krabbamein. Þannig að eftir því sem heilbrigðiskerfi verða þróaðari í viðkomandi landi, má gera ráð fyrir að athyglin beinist í auknum mæli að krabbameini og erfiðari sjúkdómum af því tagi.

Kannski má líka velta því fyrir sér að hærri lífslíkur geti 'aukið' krabbameinstíðni. Þ.e. eftir því sem maður eldist meir þá aukast líkurnar á að viðkomandi þrói með sér krabbamein. Þar sem velmegunin er mikil í Vesturlöndum, nær fólk háum aldri og að sama skapi verður krabbamein 'algengara'.

Það þarf líka að passa sig mjög á tölfræðinni í gegnum árin. Hún getur gefið villandi mynd ef ekki er leiðrétt fyrir vissar skekkjur, bæði hvað varðar greiningu eins og minnst var á að ofan og gæði gagnanna sem oft eru mjög léleg þegar litið er aftur í tímann, en mun betri og nákvæmari (þ.e. komast nær sannleikanum um raunverulega tíðni krabbameins) í nútímanum. Þannig gæti myndast eins konar tímabjögun, þar sem krabbamein er ranglega vanmetið í fortíðinni en kannski nær lagi í nýjustu gögnum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 17/5/05 16:45

Þetta er góð pæling Hakuchi, maður myndi t.d. áætla að fólk sem annars hefði orðið veikt og dáið af þeim sjúkdómum sem nú eru læknanlegir fái kannski krabbamein nú, þar sem það hefur ekki látist af þeim sökum. Það sem lá aðeins að baki þessari upprunalegu pælingu minni er það hvort eitthvað í umhverfi nútímamannsins auki líkur á krabbameini. Mig grunar að svo sé að einhverju leiti, en líklega ekki eins stórt atriði og maður myndi halda.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/5/05 16:54

Það er sannarlega verðugt rannsóknarefni að kanna hvort eitthvað í umhverfinu valdi því að krabbameinstíðni hafi aukist. En áður en það er gert verður að útiloka alla þessa möguleika sem ég taldi upp að ofan og meira til.

Það þarf að fara mjög varlega í svoleiðis rannsóknir áður en byrjað er að fullyrða um eitthvað þessu líkt. Sérstaklega ef verið er að nota e-k metríurannsóknir sem byggja á gömlum gögnum sem ekki koma úr stjórnuðum endurteknum rannsóknum. Svoleiðis metríufræði eru afar mistækar og vandmeðfarnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/5/05 11:11

Stutt innlegg, á þetta ekki betur heima í Vísindaakademíunni?

Sönnun lokið.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 11:12

Jú líklega er það rétt, er hægt að færa þetta eða verðum við að starta þráðinum aftur á vísindaakaemíunni?

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 11:20

Hakuchi var fyrri til að segja nákvæmlega það sem hefði viljað tjá mig um meinta aukna tíðni sjúkdómsins. Á þessu stigi tek ég því bara undir orð hans og hvet fólk til að gleyma ekki að fylgni er ekki það sama og orsakasamband.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 18/5/05 13:18

Þræðirnir verða sífellt málefnalegri og málefnalegri. Það fer í taugarnar á mér en ef til vill er þetta innlegg ekki viðeigandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 13:21

Biðst afsökunar á því hversu málefnalegur ég er á þessum þræði, en það er varla hægt að tala um krabbamein öðru vísi. Var það feill að búa til þráð um þennan illa sjúkdóm?

Skall þar hurð nærri hælum
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 18/5/05 13:23

Já. Hinir eiga samt eftir að halda öðru fram fyrir kurteisis sakir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/5/05 13:25

Nei. Raunverulegar og málefnanlegar umræður eiga alveg rétt á sér. Þessi þráður er til fyrirmyndar. Einfaldar pælingar, laus við skotgrafarhernað í íslenskum 'rökræðu' stíl.

Svona þræðir eru velkomnir og þarfir hér á Baggalúti, þó svo þeir þurfi helst að vera í minnihluta. Það væri afar fínt að hafa alvöru þræði um alvöru mál á yfirveguðum og öguðum umræðunótum. Ef umræðan fer hins vegar að sökkva niður á lágkúruleg öskurplön eins og sést á Málefnin.com eða h***.is, er hins vegar í óefni komið.

Þetta var fínt framtak hjá þér Sæmi minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 18/5/05 13:27

Smábaggi?! Þú ert loksins að koma til sjálfs þíns! Þú varst að nálgast það að vera almennilegur. Voru próf kannski að stressa þig?

Þetta er fínasti þráður.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 18/5/05 13:32

Úps, fyrirgefið. Verð dónalegri næst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/5/05 13:33

Þér er fyrirgefið litli minn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 13:34

Þakka ykkur fyrir það og líka Smábaggi, gott að einhver skuli vekja mann til umhugsunar um það hvort maður er að gera feil. Smábaggi, þú ert góður strákur ‹Gefur Smábagga ávaxtabrjóstsykur›

Skall þar hurð nærri hælum
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 18/5/05 13:38

Strumpur, meinarðu. Haltu þessu eitri fyrir sjálfan þig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 18/5/05 13:41

Já fyrirgefðu elsku strumpur ‹Klappar Smábagga á kollinn›

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/5/05 13:42

Gefðu honum nú koss... bara svona vinakoss á kinnina.

-

Þorpsbúi -
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: