— GESTAPÓ —
Enn einn nýr notandi
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Afnám Þrælahalds 16/5/05 17:47

Sælir gestapóar

Undanfarið hef ég verið að skoða þetta ágæta spjallborð og lagt fáein orð í belg hér og þar. Hef ég fundið það út að hérna er frábært fólk og þar að auki er þetta frábær staður til að þjálfa beitingu íslensks máls. Ég skrifaði ekki kynningarpóst strax því hugsanlega hefði ég bara svarað örfáum póstum og horfið svo, en að öllum líkindum verðið þið ekki laus við mig strax þar sem ég hef ákveðið að vera hérna nokkuð lengur.
Jæja ég vona að pósturinn hafi ekki verð of langdreginn.

Kveðja
Afnám Þrælahalds

hmmm... þetta er kannski aðeins of líkt bréfi, ég vona að það trufli engan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 16/5/05 17:49

Velkominn Afnám Þrælahalds!
Skál. xT

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 16/5/05 18:05

Hvaða andskotans straumur er þetta af nýju liði hingað, ég hef bara ekki undan að fylgjast með!

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 16/5/05 18:08

Velkomin(n) Afnám. Þú ættir að fá þér mynd við fyrsta tækifæri, Gestapóar taka síður mark á spurningamerkjum heldur en almennilegri mynd af skrifaranum.

Að lokum: Er það bara ég, eða er erfitt að tala um/við persónu sem heitir Afnám Þrælahalds? (Sbr. fyrstu orðin í þessu innleggi.)

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 16/5/05 18:09

Þetta var að sjálfsögðu argasta grín og bull í mér.

Velkominn

Þetta var fínt bréf hjá þér.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Afnám Þrælahalds 16/5/05 18:10

Er það ekki bara það Afnámið?

Annars, hvernig reddar maður sér mynd? Ég get bara valið um einhverju undarlega leikara, en ég ætlaði að hafa mynd af einhverju allt öðru, sem ég á eftir að ákveða ofan á allt saman.

Takk fyrir svörin samt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 16/5/05 18:10

Velkomið Afnám. Láttu það eftir þér að velja þér einkennismynd.

Þú getur fundið þér þína eigin mynd og sent á enter@baggalutur.is.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
prinsinn 16/5/05 18:12

vertu heill og vertu sæll, og láttu sjá þig sem oftast en aldrei of mikið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 16/5/05 19:52

Vertu heill og sæll, heil eða hálft, fullt eða tómt. Það streymir þvílíkur fjöldi af furðufuglum hingað sem engin leið er að átta sig á hvers kyns eru. Ég tel það skyldu mína að boða ykkur á Heilsugæslu mína til frekari rannsóknar. Hér er að skapast vandræðaástand af þessum sökum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 16/5/05 21:37

Velkominn, við erum nokkuð margir nýliðar hérna. Eigum við að stofna samtök. En hversu lengi er maður nýliði, í viku, mánuð, ár?

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 16/5/05 21:38

Á morgun er mánuður síðan ég kom hingað, eigum við ekki bara að setja mörkin þar?

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 16/5/05 22:25

Sæll. Varaðu þig bara á litlu apakríli sem hefur þráhyggju fyrir blúndukjólum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 17/5/05 00:57

Hvað með sex mánuði?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 17/5/05 09:48

Ár? Svona til þess að halda gæðunum uppi. ‹Lítur yfir farinn veg, sér í lagi til baka eftir innlegginu, efast þá um að ár dugi til›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/5/05 09:59

Það mætti líka mæla áfengismagnið sem í þá fer. Ég get ekki ætlast til að liðið fari að skófla í sig lyfjum lika.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 17/5/05 11:06

Smábaggi mælti:

Sæll. Varaðu þig bara á litlu apakríli sem hefur þráhyggju fyrir blúndukjólum.

Þú ert lasin ef það hvarlar að þér að ég taki þetta til mín, bjáni.

En sjáðu þetta!

grýtið yfirheyrt vegna gruns um að villa á sér heimildir.

grýti: Já Vímus, þú veist þínu viti og kannt að meðhöndla sjúklinganna

grýti: Heyrðu mig ! Vísaðir þú ekki einum nýliðanum til þín í dag, svo komstu aldrei. Greyið þurfti að sitja aleinn á biðstofunni í allan dag!

dordingull: Þessi gögn eru komin í bankahólf.
Hvernig veist þú að einhver nýliði hafi hangið á biðstofu Vimma í allan dag?
Get ég sagt þér það? Já, þú í enn einu gerfinu!

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 17/5/05 12:31

dordingull mælti:

Smábaggi mælti:

Sæll. Varaðu þig bara á litlu apakríli sem hefur þráhyggju fyrir blúndukjólum.

Þú ert lasin ef það hvarlar að þér að ég taki þetta til mín, bjáni.

‹Flissar›

Þú virðist svo sannarlega hafa tekið þetta til þín, annars hefðirðu ekki svarað.

Veit mamma þín annars hvurslags orðbragð þú ert að nota á netinu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 17/5/05 13:54

Heill og sæll Afnám. Vertu velkominn.

     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: