— GESTAPÓ —
Hefnd Sítanna
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 10/5/05 16:30

Mér bauðst að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina fyrir skömmu. Ég bjóst við hörmulegum samræðum, ömurlegum leik, leiðinlegum og flötum persónum og öllu því sem Stjörnustríðsmyndir hafa upp á að bjóða. Þessir hlutir eru vissulega til staðar en það væri ekki sanngjarnt að hengja sig á þá og líta fram hjá þeirri hörkuskemmtun sem þessi mynd er. Hún er mun dekkri en allar hinar fimm myndirnar og er það hennar helsti kostur, að mér finnst. Hún er afreksverk þegar litið er til tæknilegu hliðarinnar og maður fær, loksins, einhvern smá áhuga á persónunum. Ég get jafnvel hugsað mér að fyrirgefa Lucas síðustu tvær myndir.

Niðurstaða þessa mótsagnakennda ritdóms er: þrjár stjörnur af fjórum.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 11/5/05 15:29

Það eru allir augljóslega of öfundsjúkir út í Magnús til að svara þessu.

Það er hins vegar gott að heyra að Goggi virðist vera í stuði í þessari mynd.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/5/05 15:31

Hverjum svafstu hjá til að geta séð þessa mynd? Sástu hana í bíó eða í tölvu?

Fífl!

‹Sparkar öfundsjúkur í tóma dós á veginum. ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 11/5/05 15:58

Þetta var svona very spes sýning í Smárabíói. Það kemur sér oft vel að þekkja rétta fólkið. Og Goggi lítur mun betur út í þessari mynd er þeirri síðustu, þótt því sé erfitt að trúa þar sem hann var nokkuð flottur í Klónunum.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 11/5/05 17:40

Já sá Goggi, það er vissulega ánægjulegt, en ég var meira að meina Þarfagreinisgoggann.

‹Veltir alvarlega fyrir sér hvor sér frægari í raun og veru, Goggurinn eða Jóda - og íhugar í framhaldinu sölu á ýmsum varningi tengdum gestapó, s.s. Hakuchidúkkur, Fuckovnestisbox og Sívertsenlyklakippur.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/5/05 17:43

Það er massívur monníngur í þessu Enter. Massívur.

‹Dýfir feitum kúbuvindli í dýrasta kóníak jarðar og kveikir í á hinum endanum. ›

‹Horfir stoltur á exponential lögun arðsemislínuritanna af bauvböngsunum.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/5/05 17:47

Þarfagreinisgoggi? Hvar er minn skerfur af því? Og hvernig lítur gripurinn svo út?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 11/5/05 17:52

Ég er að tala um Georg Lúkas stórmennskubrjáluðu rafeindirnar ykkar!

‹Róast þegar hann sér línurit Hakuchis. Kinkar ákaft kolli og slefar ögn.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 11/5/05 18:24

Nú skil ég.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 11/5/05 18:36

Má ég fá Fuckov-nestisbox Enter?
‹Setur upp sakleysissvip og blikkar bráhárunum eins hratt og hún getur›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 11/5/05 18:42

‹Laumast til að fela Sívertsenlyklakippuna sína›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 11/5/05 18:43

‹Stelur einum Hakuchi bardagakalli›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 11/5/05 19:01

‹Knúsar alla ritstjórnarseríuna sína›

Krúsídúlla Gestapó.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 11/5/05 20:35

Ég byrjaði fyrir löngu markaðssetningu á litlum fýlustrumpabolum, -sælgæti, -sjónvarpsþáttum og -teiknimyndabókum um strumpana. Auk þess er til takmarkað upplag af litlum fýlustrumpadúkkum sem segja „ég hata Pollýönnu!“ þegar hún er kreist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/5/05 20:44

Ég held að það sé selt mikið af allskyns eintökum af mér bæði í Kína og Tívolíum nær og fjær... Sem og almennum leikfangaverslunum.
Svo er auðvitað til Tigru bjór..
Svo var gerð kvikmynd um Tuma og Rikka syni mína.. ég lék líka í henni.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/5/05 20:47

Ég hef ekki séð þessa mynd, því miður. En hérna fann ég fígúru:

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 11/5/05 20:48

Að ekki sé talað um að þú ert alltaf í aðalhlutverki í öllum fræðslumyndum um spendýr... ‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 11/5/05 20:50

Þarfagreinir mælti:

Ég hef ekki séð þessa mynd, því miður. En hérna fann ég fígúru:

AAAAAAA! THUNDERCATS!

♪♪ Thunder- THUNDER - THUNDER - THUNDER-CATS! ♪♪

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: