— GESTAPÓ —
Bændaflokksvefur Vatnebræðra
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/4/05 17:13

Það hefur lengi verið draumur minn að finna verðugan vettvang til að breiða út hugsjónir Bændaflokksins og efla hann á landsvísu.
Því hef ég ákveðið að hrinda af stað þessum spjallþræði þar sem fólki gefst kostur á að lýsa yfir stuðningi við framboð okkar og koma með fyrirspurnir um stefnuna og jafnframt að koma að sínum baráttumálum eigi þau samleið með pólitísku starfi okkar.
Mun bróðir minn Vatnar Blauti Vatne vera mér stoð og stytta og svara flestum fyrirspurnum ykkar enda er hann formaður Bændaflokksfélags Ýsufjarðar, sem er stærst sérsamtaka flokksins. En það má nefna að faðir okkar Hundblautur Vatne var stofnandi félagsins og fyrsti formaður.
Í stuttu máli má segja að við í Bændaflokknum gerum okkur grein fyrir því að rætur íslenskrar menningar liggja í sveitum landsins og því ber að efla búsetu í dreifbýli og minni byggðarlögum þar sem stuðla má að heilbrigðu líferni og uppeldi íslenskrar æsku. Landbúnaðinn skal byggja upp sem undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar svo byggð megi blómgast í hinum dreifðu byggður fósturlandsins.
Vona ég svo að þráður þessi verði vettvangur frjórra skoðanaskipta.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 19/4/05 17:13

Jafnaðarmannaflokkur?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/4/05 17:17

Þessu get ég svarað:
Nei rótgróinn íslenzkur flokkur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 19/4/05 17:20

Hvur er stefna Bændaflokksins varðandi lyfjagjafir í sauðfjárbúskap? Eruð þið með eða á móti noktun pensilíns? Hvað með sæðingar? Styðjið þið gæðastjórnunarkerfið?

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 19/4/05 17:20

Hvað finnst ykkur um ríkisstjórnina?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 17:21

Mínar ráðleggingar.

Ég mæli að sama skapi með því að hinn ofmetni sjávarútvegur verði lagður niður nema upp að því marki að leyfilegt yrði að fiska ofan í sig og sína.

Vistarbönd ætti að innleiða á ný, enda skynsamleg forvörn gegn flækingshætti. Bóndabýli um allt land á að rífa niður og veita ætti styrki til að endurbyggja gömlu góðu torfbæina.

Rífa ætti niður allar byggingar og hús á höfuðborgarsvæðinu að undanskildu Alþingishúsinu og dómkirkjunni.

Vélknúin farartæki fyrir almenning ættu að vera leyfð, svo framarlega sem bifreiðin er af gerðinni Land Rover, framleiddur fyrir 1975.

Fækka á deildum Háskóla Íslands niður í guðfræðideild og lögfræðideild.

Ég mæli að lokum með því að flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni að gagna til samninga við Danadrottningu og að samið verði um að Ísland verði á ný nýlenda Danaveldis, að öllu laus við fullveldi en þó með heimastjórn með ráðherra sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 19/4/05 17:21

Skyldur Framsóknarflokknum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 19/4/05 17:27

Júlía mælti:

Hvur er stefna Bændaflokksins varðandi lyfjagjafir í sauðfjárbúskap? Eruð þið með eða á móti noktun pensilíns? Hvað með sæðingar? Styðjið þið gæðastjórnunarkerfið?

Við viljum efla sem mest vistvænan landbúnað með aðferðum reynst hafa vel í aldaraðir. Lyfjagjöfum verður að stilla mjög í hóf og best er að ungviðið komi undir á sem náttúrulegastan hátt svo blessaðar skepnurnar fái nú að gamna sér líka. Gæðastjórnun er mikilvæg til að efla landbúnað sem útflutningsatvinnugrein.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 19/4/05 17:28

Smábaggi mælti:

Hvað finnst ykkur um ríkisstjórnina?

Guðni er fínn, hann er bara áttavilltur. Annars kærum við okkur kollótta um þetta malarpakk.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 19/4/05 17:31

Gott mál. En hvað með stjórnarandstöðuna?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 17:33

Andstöðuflokkurinn yrði væntanlega Borgaraflokkurinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 19/4/05 17:38

Hakuchi mælti:

Mínar ráðleggingar.

Ég mæli að sama skapi með því að hinn ofmetni sjávarútvegur verði lagður niður nema upp að því marki að leyfilegt yrði að fiska ofan í sig og sína.

Vistarbönd ætti að innleiða á ný, enda skynsamleg forvörn gegn flækingshætti. Bóndabýli um allt land á að rífa niður og veita ætti styrki til að endurbyggja gömlu góðu torfbæina.

Rífa ætti niður allar byggingar og hús á höfuðborgarsvæðinu að undanskildu Alþingishúsinu og dómkirkjunni.

Vélknúin farartæki fyrir almenning ættu að vera leyfð, svo framarlega sem bifreiðin er af gerðinni Land Rover, framleiddur fyrir 1975.

Fækka á deildum Háskóla Íslands niður í guðfræðideild og lögfræðideild.

Ég mæli að lokum með því að flokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni að gagna til samninga við Danadrottningu og að samið verði um að Ísland verði á ný nýlenda Danaveldis, að öllu laus við fullveldi en þó með heimastjórn með ráðherra sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.

Bezt væri að leigja kvóta til erlendra fiskveiðiþjóða sem hér myndu fiska undir ströngu eftirliti og það fé sem kæmi inn fyrir leiguna væri almannafé.

Vistabönd eru ekki af hinu góða hins vegar ber að gera ráðstafanir til að sporna við auknum fjölda útigangsmanna. M.a. með því að koma þeim í heilbrigða sveitavinnu.

Við viljum eiga glæsilega höfuðborg sem þjóna myndi landbúnaðahéruðum okkar, nk. þjónustumiðstöð sem þægilegt væri heim að sækja.

Það er í takt við tímann að eiga vélknúin farartæki. Ekki verra að þau nýtist einnig til bústarfa

Öflugur háskóli er nauðsyn hverju nútíma þjóðfélagi. Lagadeild og guðfræðideild duga ekki einar sér. Við efla landbúnaðarháskólana og hefja kennslu í dýralækningum að Hvanneyri. Öflugur kennaraháskóli þarf að mennta verðandi kennara gagngert svo þeir nýtist til kennslu heilbrigðrar sveitaæsku. Verkfræðinám á Íslandi skal nýtast sem bezt bústörfum og markaðsfræðingar framtíðarinnar verða að kunnað selja lambakjöt, það getur ekki verið erfitt. Svona mætti lengi telja.

Við erum stoltir af því að eiga frjálst og fullvalda Ísland. Hins vegar væri ekki útilokað að samið yrði við Dani um sameiginlegan rekstur þjóðhörðingjaembættis og rekstur sendiráða sunnan miðbaugs.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 19/4/05 17:40

Berserkur mælti:

Skyldur Framsóknarflokknum?

Framsóknarflokkurinn klauf sig frá Bændaflokknum árið 1934 og hefur verið villuráfandi síðan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 19/4/05 17:43

Hakuchi mælti:

Andstöðuflokkurinn yrði væntanlega Borgaraflokkurinn.

Æskilegast væri að vera laus við alla stjórnarandstöðu. Við sjáum hins vegar fyrir okkur að í þéttbýli muni starfa launþegaflokkur sem væri í nánu samstarfi við Bændaflokkinn og gætti hagsmuna þeirra sem vinna að verzlun, þjónustu ýmisskonar og opinberum störfum. Sá flokkur mætti þó aldrei varna því að Bændaflokkurinn nái að láta stefnumál sín fram ganga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 19:21

Verða einhverjir ríkisstyrkir til Kúmensbænda... en þeirra sem brugga Ákavíti?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vatnar Blauti Vatne 19/4/05 20:31

Skabbi skrumari mælti:

Verða einhverjir ríkisstyrkir til Kúmensbænda... en þeirra sem brugga Ákavíti?

Að sjálfsögðu viljum við styrkja alla frumherja í leit þeirra að nýjum og arðbærum búgreinum sem verða til þess að afla þóðfélagi okkar tekna og styrkja byggð í sveitum landsins.
Vísi-Gísli Magnússon gerði tilraunir með kúmenrækt hér strax á 17. öld og lofaði það þá góðu. Því miður varð stopult framhald á, en nú er lag.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 20/4/05 01:10

Nei hættu nú alveg, ertu búinn að gleyma því að svona hagskipulag er dauðadómur yfir frekari hagvexti á Íslandi? Þú sem sagt kærir þig kollóttan um hagsæld þjóðar þinnar sem þú þykist elska svo heitt. Hvernig væri að þú gengir bara alla leið og skýrðir þennan flokk: Aftur á Steinöld.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 20/4/05 01:52

Fæ ég skotleyfi á hunda? ‹Hleður haglabyssuna› Helvítis kvikyndi útum allt!

LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: