— GESTAPÓ —
Hetja eða bullustampur?
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 19/4/05 12:23

Þetta er alltaf að gerist, bæði hérlendis og erlendis þar sem einkavæðing á sér stað, að fyrirtæki sem hafa verið einkavædd að þau rjúka upp í verði. Hvers vegna? Oftast fyrir að nýjir eigendur koma með nýjar hugmyndir, sjá nýja möguleika og skapa þannig eitthvað nýtt úr því gamla. Það er ma tilgangur einkavæðingarinnar, fá menn að fyrirtækjunum sem fara með þau sem sín eigin af því að þau eru þeirra, ekki ríkisins. Minni á orð Péturs Blöndals um fé án hirðis.
Varðandi gjaldþrot Sambandsins, er einhver svo minnugur að hann geti frætt mig um hversu mikið stóð þar út af borðinu af skuldum þegar upp var staðið?
Ef ég man rétt þá var það ekki mikið og í raun var það Landsbankinn (undir stjórn Sverris Hermannssonar) sem knúði Sambandið í gjaldþrot á vafasömum forsendum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 12:26

Þær voru nú ekkert svo vafasamar forsendurnar. Bankinn rétt slapp fyrir horn með því að gera upp Sambandið. Og fékk svo einn til tvo milljarða innspýtingu til að jafna sig (reyndar á öðrum áföllum líka).

Gjaldþrot Sambandsins var snyrtilegt. Það hefði getað farið miklu verr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 12:37

Forkólfar SÍS áttuðu sig ekki á breyttum tímum og því fór sem fór. Afleiðingarnar voru m.a. þær að bændur og fleiri töpuðu stórum upphæðum og því er þetta svo gruggugt. Að nú skuli þau fyrirtæki sem stolið var út úr SÍS rétt fyrir gjaldþrot vera að græða á tá og fingri.

Snyrtilegt gjaldþrot og enn snyrtilegri þjófnaður.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 12:39

Iss piss, var ekki löngu búið að stela eign bænda í SíS, réðu þeir nokkurn tímann nokkru?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 12:43

Sennilega var búið að því fyrir löngu en mig minnir nú samt að bændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafi fengið skell í aðdraganda gjaldþrots SÍS.

SÍS breyttist með árunum úr því að vera bjargvættur almennings í ófreskju sem enginn réði við. Rétt eins og Framsóknarflokkurinn.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 19/4/05 12:45

Heyr, heyr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 19/4/05 13:00

Sumir þessara manna eiga sér þó fortíð sem að ekki væri leiðinnlegt að grufla í.
En þetta verður þó að fara í með varkárni en ekki þessu offorsi sem að mér hefur sýnst að hún vinkona okkar sé að gera.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 19/4/05 13:06

Framsóknarflokkurinn er þekktur fyrir margt annað en eðlilega viðskiptahætti enda samanstenur hann nær eingöngu af sérlegum flokksgæðingum sem hafa beinan hagnað af því að tengjast honum. Allavegana á ég enn eftir að hitta framsóknarmann sem ekki græðir á flokknum á einhvern hátt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 13:07

Sama hver hefur svona umræðu eins og Jónína gerði, mun hann alltaf verða gerður tortryggilegur með einhverjum hætti. Ef DV færi nú að fjalla um þetta, sem það hefur kannski gert, tæki ekki nokkur mark á því. Ef Stöð2 myndi beina sjónum sínum að þessu, væri sagt að um aðför Baugs væri að ræða. Og svo framvegis.

Það eru bara fjölmiðlarnir sem geta afhjúpað svona lagað því annað hvort skortir opinbera rannsóknaraðila getu, vilja eða styrk til að gera það. Afhjúpa segi ég því það er svo greinilega maðkur í mysunni og við eigum heimtingu á að fá að vita hvað gerðist á bakvið tjöldin.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 13:12

Ég er amk. löngu hættur að vonast eftir alvöru rannsóknarblaðamennsku hér á landi. Ég grunar að blaðamenn hér á landi séu hreinlega of vitlausir til að stunda slíkt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 13:15

Það er ekki gott ástand á fjölmiðlum nú í dag... eini fjölmiðillinn (fyrir utan Baggalútinn hehe) sem eitthvað var að marka, hefur beðið hnekk... þ.e. RÚV, hann mun rétta úr kútnum, en ég sé hann ekki fyrir mér að ætla að tækla svona mál...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 13:15

Þeir sem hafa prufað það, hafa verið úthrópaðir sem friðarspillar og fengið yfir sig málshöfðanir og hótanir. Þjóðfélagið er einfaldlega þannig að það er ekki pláss fyrir rannsóknarblaðamennsku. Íslendingar vilja nefnilega að lífið sé ein stanslaus fermingarveisla. Svo eimir enn eftir af amtmannsóttanum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 13:21

Ég er ekki sannfærður um það. Hingað til hefur ekki verið gerð nein heiðarleg tilraun til almennilegrar rannsóknarblaðamennsku. Þeir bjálfar sem hafa kraflað í þessu (helgarpóstur, pressan, 'Dv') hafa af einhverjum ástæðum séð ástæðu til að skjóta sig í fótinn með því að reka í sama blaði óvirðuleg götufréttablöð.

Kannski er það hluti af þessum 'ótta' sem þú minnist réttilega á. Hræðslan er slík að ef menn þora á annað borð að stunda svona blaðamennsku, þá ákveða þeir að gengisfella sig með sorpblaðamennsku á næstu síðu, bara svona svo enginn taki þá alvarlega. Og þessi blöð eru ekki sorpblöð af því valdsmenn segja að þau eru sorpblöð, þau eru það af því að ritstjórar ákveða greinilega að vera gul pressa.

Í hinum fínu útlöndum er rannsóknarblaðamennska nefninlega stunduð á vönduðum og virtum blöðum, ekki sorpsneplum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Vestfirðingur 19/4/05 13:27

Það fer afskaplega lítið fyrir rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Blaðamennirnir taka gjarnan ræflana sem enda fyrir héraðsdómi í gegn og hengja út á forsíðu DV. Oftast er þetta fólk af lægstu þrepum þjóðfélagsins, sem framið hefur glæp í vímu og geðsveiflukasti. Inná milli eru atvinnusmákrimmar, en stóru fiskarnir eins og olíumafían láta bara lögfræðinganna semja um þetta á skrifstofu saksóknara og aldrei sést fólk af þessum kalíber í réttarsal. Nú, í litlu samfélagi eins og Íslandi eru allir með nefið niðrí hvað nágranninn er að bardúsa. Þess vegna breiðist út svona paranojuhræðslustemning, menn passa sig á hvað þeir segja við hvern, það er aldrei að vita nema náunginn sé að snuðra til að reyna að hafa eitthvað uppá mann seinna meir etc.
Nú, Jónína kom með athyglisverðan punkt hvað varðar fjármögnun Eglu (S-hópsins) á Búnaðarbankanum. Þýski bankinn sem lagði fram fjármögnunina ekki bara gufaði upp, heldur var hvergi minnst á viðskiftin í ársreikningi bankans, skv. Jónínu. En aftur að blaðamönnunum. Þeirra vinna er jú að setja upplýsingar í aðgengilegt samhengi og þar hafa þeir brugðist. Íslenskar fréttaskýringar eru ákaflega fátæklegar samanborið við handbragð fjölmiðla í nágrannalöndum okkar. Einna skástu skýringarnar um þessa frægu útrás íslenska fjármagnsins hef ég lesið í skandinavískum og enskum netmiðlum. Fámennið á Íslandi gerir það að verkum að blaðamenn virðast ekki ná að setja atvik og atburði í breiðara samhengi, heldur drukknar þetta oftast í veigalitlum smáatriðum og karpi einhvers konar. Auk þess ná ekki tjórnarandstaðan og fjölmiðlarnir að vinna skipulega saman. Þingmenn í stjórnarandstöðu hafa jú betri aðgang að upplýsingum en almenningur og blaðamenn, en það er eins og stjórnarandstaðan sé lömuð þegar kemur að veigamiklum málum eins og einkavæðingunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/4/05 13:29

Ja hér. Vestfirðingur með skiljanlegt innlegg. Bravó.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/4/05 13:33

Að þessum umfjöllunum skandinavískra og enskra fjölmiðla... íslenskir fréttamenn taka yfirleitt á þeim málum þannig að maður getur ekki annað en haldið að þetta sé bara svívirðilegur áróður af því Íslendingum gengur svo vel...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 19/4/05 14:19

Breskir fréttamiðlar halda því fram að Ísland fljóti allt í Rússneskum peningum. Að hluta til í von um að útskýra fyrir fáfróðum samlöndumm sínum hvernig víkingar og samlandar Bjarkar Guðmundsdóttur fara að því að fjárfesta í þeirra fyrirtækjum. Að vísu kann þetta að byggjast á sögum sem spunnist hafa um dvöl Björgólfs eldri í Búlgaríu, og bjórævintýr hans þar í landi. En hvernig stendur á lítilli umfjöllun um þetta hér á landi? Samsæriskenningar eru alltaf áhugaverðar og þá sérílagi þegar rússneska mafían á í hlut. Það þarf að taka á þessu máli!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/4/05 17:12

Vestfirðingur, þakka þér fyrir þessa útskýringu. Hún er góð og líklega rétt.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: