— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 2/4/05 00:24

Ég lýsi eftir kvikmynd, en ég man hvorki titilinn á henni né nöfnin á neinum leikara. Söguþráðurinn var hins vegar um ungan mann sem kemur á lestarstöð ásamt ungri dóttur sinni, en henni var rænt og þess krafist af manninum að hann myndi skjóta ríkisstjóra (kona) í þessu fylki innan klukkustundar (minnir mig). Hún var sýnd á RÚV í sept. - des. á síðasta ári (hugsa ég).

Ég skammast mín dálítið fyrir það ef myndin er þekkt.. en ég hef álíka mikið vit á kvikmyndum og rússneskum hellasveppum svo það væri frábært ef einhver myndi eftir titlinum á þessari ágætu mynd. Sá sem kannast við þetta fær klapp á bakið frá mér og útrunna happaþrennu í verðlaun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/4/05 00:31

Ég sá þessa mynd en man ekki hvað hún heitir eða hverjir léku aðalhlutverk. Stelpunni var haldið í sendiferðabíl og gaurinn sem átti að skjóta fylkisstjórann var reddað af skóburstara. Var þetta ekki einhvernveginn svona?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 2/4/05 00:32

Jú, nákvæmlega. Myndin þótti mér góð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 2/4/05 00:33

Nick of time með Johnny Depp.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 2/4/05 00:35

Ahh.. takk. ‹Gefur Haraldi gott klapp á bakið› Annars þá var titillinn þýddur sem Á elleftu stundu, eða eitthvað álíka viðbjóðslegt. Sjá http://www.imdb.com/title/tt0113972/.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 20/4/05 22:44

Ahh RÚV sýndi þessa mynd.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 20/4/05 22:57

Ég hef séð tvær myndir á RUV sem bera það forkastanlega heiti Á elleftu stundu.- Önnur með Harrison Ford.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 23/4/05 12:08

Man einhver eftir: "'Útsendari á ystu nöf", "Spæjarar í kröppum dansi" eða "Illa farið með góðan dreng"?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 23/4/05 12:44

Það voru a.m.k. 10 myndir með því nafni á RÚV.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 23/4/05 18:56

Það er reyndar ekki RUV sem þýðir myndir svona, heldur bíóin. RUV er oft með flottar þýðingar eins og t.d. "Laumuspil leikstjórans" (Bowfinger). Þeir nota oft þá aðferð að láta heildarhugmynd kvikmynda endurspeglast í þýðingunni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Koeman 26/4/05 18:49

„Ajgör plága“ = "The Caple Guy"

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hverfill Kverúl 10/5/05 14:29

Ég held að þarna sé átt við "Síðasta bæinn í dalnum". Þarna er að vísu fjallað um Lestarstöðvar, en það gæti verið þitt misminni, sem kemur ekki að sök, því það er innan skekkjumarka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 10/5/05 15:48

Tinni mælti:

Man einhver eftir: "'Útsendari á ystu nöf", "Spæjarar í kröppum dansi" eða "Illa farið með góðan dreng"?

Verst fannst mér þýðingin á Naked Gun... Beint á ská.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: