— GESTAPÓ —
Nýjasti Íslendingurinn
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/3/05 19:20

Bobby Fischer kominn með ríkisborgararétt. Ókei. Nú verðum við sett í viðskiptabann af Bandaríkjunum og ef við þraukum það, verða gerðar loftárásir á Reykjavík. Þá hækkar kannski kofinn minn hérna í sveitinni í verði, enda með afar traustu kjarnorkubyrgi í kjallaranum.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 21/3/05 19:21

FÁRÁÐLINGAR!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 19:22

Ömurlegur vitnisburður um hvað skákfrekjur geta náð langt með nöldri og leiðindum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/3/05 19:24

Er ekki einhver mætur maður til í að kenna mér mannganginn? Ég fæ þá kannski einhver trúnaðarstörf í flokknum.

‹Starir á fílabeinsskákborðið með taflmönnum úr súkkulaði›

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/3/05 19:24

Við munum reyndar aldrei standast viðskiptabann af hálfu BNA lengi. Hvað verður um þjóðina ef hún fær ekki ammrísku heilsudýnurnar eða ofur pikkupana? Hún framselur Fischer.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 21/3/05 19:25

Ég segi nú bara eins og kerlingin: ÉG HATA BOBBY FISHER!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/3/05 19:25

Órækja mælti:

Er ekki einhver mætur maður til í að kenna mér mannganginn? Ég fæ þá kannski einhver trúnaðarstörf í flokknum.

‹Starir á fílabeinsskákborðið með taflmönnum úr súkkulaði›

Hliðar saman hliðar er nóg til að komast í Framsóknarflokkinn.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 19:26

Enter mælti:

Ég segi nú bara eins og kerlingin: ÉG HATA BOBBY FISHER!

Ég segi nú bara eins og söfnuðurinn: AMEN!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 21/3/05 19:27

Vinir Fishers mega skammast sín. Það er fjöldi fólks sem verr er statt en hann, sem er hent öfugu út héðan. Hvenær ætlar skákmafían að hjálpa því að fá íslenskan passa?

Nú væri réttast að taka upp færeyskt ríkisfang í mótmælaskini.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/3/05 19:27

Enter mælti:

Ég segi nú bara eins og kerlingin: ÉG HATA BOBBY FISHER!

Þú hatar líka Færeyinga, svo nú er bara tímaspursmál hvenær þeir fá ríkisborgararétt líka.

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 19:27

Svei, nær væri ef nokkrir framtakssamir Íslendingar tækju sig til og rændu Bobby Fischer eftir að hann kemur til landsins og skiluðu honum til Bandaríkjanna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 21/3/05 19:28

Hakuchi mælti:

Svei, nær væri ef nokkrir framtakssamir Íslendingar tækju sig til og rændu Bobby Fischer eftir að hann kemur til landsins og skiluðu honum til Bandaríkjanna.

Afbragðs hugmynd...eru þeir ekki með 'tapað-fundið' móttöku á Vellinum?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/3/05 19:28

Hakuchi mælti:

Svei, nær væri ef nokkrir framtakssamir Íslendingar tækju sig til og rændu Bobby Fischer eftir að hann kemur til landsins og skiluðu honum til Bandaríkjanna.

Blessaður vertu, honum yrði skilað eins og Soffíu frænku.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 21/3/05 19:32

Vitiði, ég er ekki viss um að ég þori að ganga með gleraugu niður í bæ lengur, ekki ef maður á á hættu að rekast á Fischer á vappi ‹Starir þegjandi út í loftið›

Krúsídúlla Gestapó.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/3/05 19:35

Júlía mælti:

Hakuchi mælti:

Svei, nær væri ef nokkrir framtakssamir Íslendingar tækju sig til og rændu Bobby Fischer eftir að hann kemur til landsins og skiluðu honum til Bandaríkjanna.

Afbragðs hugmynd...eru þeir ekki með 'tapað-fundið' móttöku á Vellinum?

Auðvitað! Er völlurinn ekki bandarískt svæði. Við gætum þróað mannvörpu (í stíl við miðaldagrjótvörpurnar). Rænt honum og skotið honum yfir gyrðinguna við völlinn. Ekkert mál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
albin 21/3/05 22:35

‹Styður fingri á höku› Hérna... skulduðum við Bobby Fisher eitthvað?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 21/3/05 23:21

Hakuchi mælti:

Svei, nær væri ef nokkrir framtakssamir Íslendingar tækju sig til og rændu Bobby Fischer eftir að hann kemur til landsins og skiluðu honum til Bandaríkjanna.

Getum við ekki fundið fleiri Bandaríkjamenn til að skila, svona í leiðinni? ‹Klórar sér í höfðinu og starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 21/3/05 23:23

Það er ekkert að Bandaríkjamönnum og við eigum ekki að dæma þá út frá Bobby Fischer eða Bush. Ekki frekar en við viljum verða dæmd út frá Ástþóri Magnússyni eða Halldóri Ásgrímssyni.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: