— GESTAPÓ —
Evróvísíon
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 21/3/05 12:19

Ef maður hefur horft oftar en einu sinni á júróvísjón þá er maður plebbi. Það stóð a.m.k. í plebbabókinni eftir Jón Gnarr.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/3/05 12:22

Er það lögmæt afsökun að hafa verið ölvaður á meðan slíkt áhorf fór fram?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 21/3/05 12:24

Það fer eftir því hvort þú varst drukkinn eftir nokkra bjóra eða ákavítisflösku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/3/05 12:32

Þetta var fyrir tíma ákavítisdrykkju minnar ...

‹Skammast sín›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/3/05 15:15

Viðlagið er stolið frá hljómsveitinni Sum 41. Það má finna í laginu "We´re all to blame"

http://www.islandrecords.com/sum41/site/musicvideo_albums.las

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Helena 21/3/05 15:19

Reyndar ekki alveg Vamban minn. Nálægt því, en ég held þetta sé ekki sami hljómagangur.

...hin fagra.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/3/05 15:20

VÍST! ‹Fer í fílu›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 21/3/05 15:24

Hexia de Trix mælti:

Það sem mér finnst markverðast er að Gísli vildi meina að Eurovision-stefið væri úr 9. sinfóníu Beethovens. Nú er ég ekki mjög skóluð í þessum fræðum og get ekki sagt til um hvaðan stefið kemur, en þykist þó fullviss um að það er ekki úr 9. sinfóníu Beethovens. Er kannski einhver ykkar Bagglýtinga sem getur frætt mig um það, því ég nenni ekki að leita mér upplýsinga á þartilgerðum vettvöngum.

Þar sem enginn ykkar gat hjálpað mér þá hjálpaði ég mér bara sjálf og talaði við mann sem er allfróður um klassíska músík. Stefið er, eins og ég gat mér til, alls ekki eftir Beethoven. Þetta er eftir Marc-Antoine Charpentier og er eitt af Te Deum-verkum hans. Í C-dúr, nánar tiltekið.

Eigum við ekki öll að fara og leyfa Gísla að heyra hvernig 9. sinfónía Beethovens hljómar? ‹Ljómar upp›

Eða troða því upp í óbóið á honum, a là Enter? ‹Glottir eins og fífl›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
~*Gelgjan*~ 21/3/05 18:39

Hæmmz**

Mér finnst nýja íslenzka eurovisionlagið algjört ÆÐÐII líka myndbandið það er skohh það meerrgjaaðaasta hingað til síðasta var skohh LAME**

Bæbbz**

Kveðja
Skvíza aldarinnar..!**~

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Melkorkur 22/3/05 02:40

já...

En ég segi allavega fyrir mig að mér fannst mest megnis lítið varið í þetta framLag okkar til Evróvisíon. Og ég hugsa að mjög svo vanskapaðir kolkrabbar gætu gerta betra myndband heldur en það sem sýnt var í sjónvarpinu.

Korkur er mitt nafn, Korkur skal ek vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 22/3/05 02:50

Þetta var ágætt til síns brúks, þ.e.a.s. til að notast við í Eurovision. Það getur hver maður sagt sér að fimmtugur Evrópubúi hefur ekki hundsvit á tónlist og væri þess vegna vís til að kjósa þetta lag okkar.

Varðandi myndbandið þá fannst mér framlag Spaugstofunar ágætt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 22/3/05 13:20

Þetta lag er frat. Það væri fínn endir á þessu myndbandi ef hún myndi skjóta lagahöfundinn til bana.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ebet 22/3/05 13:37

Getur Ísland ekki sent smá Rokk í keppnina svona til tilbreytingar?‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjákvikindi 22/3/05 13:42

Er á Rás 2 núna, afskaplega óspennandi og litlaust

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 22/3/05 14:20

Þoddi er lunkinn steliþjófur, svo mikið er víst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 22/3/05 14:41

Afskaplega held ég að aðrar Evrópuþjóðir með reynslu af stríði og hörmungum hafi góðan húmor fyrir lokum þessa myndbands. Mjög smekklegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 22/3/05 14:42

Enter mælti:

Afskaplega held ég að aðrar Evrópuþjóðir með reynslu af stríði og hörmungum hafi góðan húmor fyrir lokum þessa myndbands. Mjög smekklegt.

Svona svipað og að koma sem flóttamaður frá Balkanskaga rétt fyrir áramót.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 22/3/05 14:47

Jújú. Sinn er siður í landi hverju.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: