— GESTAPÓ —
Merki um notkun tímavjela
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/3/05 16:12

Tigra mælti:

Ah.. ég skil.
Nú skil ég afhverju ég er aldrei titluð sem dama
‹Verður niðurlút›

..eða kannski er það vegna þess að ég er tígrisdýr..

Nei, það er vegna þess að þú ropar við matarborðið.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 17/3/05 16:41

Vladimir Fuckov mælti:

Hmm... Hawaii, Honolulu og gamlir bílar ‹Reynir að átta sig á samhenginu, gengur illa og finnst það ótvírætt merki um tímavjel›

En ætli einhver hafi rekist á oss einhversstaðar þar sem vjer höfum eigi verið, sjer í lagi á öðrum aldri (og þá væntanlega eldri) en vjer erum á núna ? Það væru góðar frjettir og ótvírætt merki um vel heppnaða notkun tímavjelar hjá oss í framtíðinni ‹Ljómar upp við tilhugsunina›

Mér fannst ég nú rekast á þig í röðinni í mötuneytinu á Grund um daginn...það hefur máske verið missýn; en mikið assgottli heldurðu hárinu vel á gamals aldri!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 17/3/05 18:11

Vladimir Fuckov mælti:

Hmm... Hawaii, Honolulu og gamlir bílar ‹Reynir að átta sig á samhenginu, gengur illa og finnst það ótvírætt merki um tímavjel›

En ætli einhver hafi rekist á oss einhversstaðar þar sem vjer höfum eigi verið, sjer í lagi á öðrum aldri (og þá væntanlega eldri) en vjer erum á núna ? Það væru góðar frjettir og ótvírætt merki um vel heppnaða notkun tímavjelar hjá oss í framtíðinni ‹Ljómar upp við tilhugsunina›

Hefurðu ekki einu sinni pælt í Kúbu þar stoppaði tíminn um 1960.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Fendis 17/3/05 19:22

feministi mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Birgir Ármansson hefur örugglega þurft tímavél til að ná sér í þessa klippingu sem hann er með.

‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Heyr, heyr!‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bangsímon 17/3/05 19:23

Eitt sinn hitt ég gamlan, horaðan mann með brotin gleraugu í kolaportinu sem hafði tímavjel til sölu. Þetta var minnti helst á gamla sveiflusjá sem vantaði kassann á og búið að bæta við tonni af snúrum og einhverjum tölvuborðum við. Allt saman stjórnað af sincler spectrum tölvu með gúmmítökkum. Hann var mjög sannfærður um að hún virkaði og ég ætlaði fyrst ekkert að vera tala nánar við hann, þó mér hafi fundist þetta skondin snúruflækja sem hann var að reyna að selja fyrir nokkrar krónur. Eftir að hann hafi farið með einhverja romsu um hvernig alheimurinn og þetta tæki virkuðu saman varð ljóst að eina leiðin til að ferðast í tíma er að færa allan alheiminn til í einu. Hann sýndi mér hvernig þetta virkaði og við prófuðum að ferðast 1000 ár fram í tíman. Ekkert gerðist, en hann vildi samt meina annað. Nú hefði allur alheimurinn ferðast 1000 ár fram í tíman. Ég keypti þessa vél samt ekki, þó ég gat ekki afsannað að hún virkaði ekki. Ég hef samt ekki séð þennan mann aftur í kolaportinu.

Þeir sem eru klárir og hugsa, skilja aldrei neitt.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 17/3/05 19:27

Auðvitað sástu hann aldrei aftur. Hann er núna 30.000 ár fram í tíma í Kolaportinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Marbert 17/3/05 23:56

Hlustaðu á hjarta þitt, það veit hvað gera skal.

Endurtakist daglega.
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/3/05 17:40

Þú vildir ekki skreppa með og heilsa upp á sjálfan þig?

Hvaða eldsneyti munt þú nota til að keyra vélina áfram?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/3/05 18:08

‹Verður litið á dagsetningu skeytis Myglars hjer fyrir neðan›
Hvernig, hvernig, og HVAR ?? ‹Á erfitt með að leyna ákafa sínum, áhuga og græðgi í vjel þessa›
Hvar er þessi timavjel eiginlega ?
‹Gælir við þá hugmynd að hóta að gera eliptonárás á höfuðstöðvar Baggalútssamsteypunnar verði þessu eigi svarað. Óttast að eyða alheiminum samhliða því sje tímavjelin þar og íhugar aðrar aðgerðir›

Júlía mælti:

Mér fannst ég nú rekast á þig í röðinni í mötuneytinu á Grund um daginn...það hefur máske verið missýn; en mikið assgottli heldurðu hárinu vel á gamals aldri!

Hmm... þetta er vel mögulegt ‹Starir þegjandi út í loftið›. Sumt fólk í Fuckov-ættinni hefur einmitt haldið hárinu vel langt fram eftir aldri, bæði hvað snertir hárvöxt og skort á gráum hárum.

PS Hversvegna í tímavilltum tapírum kemur svar vort við innleggi Myglars ofan við hans innlegg ??

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/3/05 18:15

Hvur fjandinn er á seyði? Er tíminn vitlaus?

‹Grípur um katanasverðið og setur sig í varnaðarstellingu.›

‹Sér Boy George, árgerð 1983, poppa upp fyrir framan sig.›

Gaaaahhh!

‹Bregst sjálfkrafa við og heggur höfuðið af Boy á svipstundu.›

Hmmm, ég vona að ég hafi ekki breytt framtíð fortíðarinnar um of með þessu bráðræði mínu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/3/05 18:16

Myglar mælti:

Hérna rétt áðan birtist á miðju gólfi ritstjórnarskrifstofunnar fínasta tímavél.

Þetta verður stöðugt grunsamlegra. Vjer getum vitnað í innlegg neðan við innleggið sem tilvitnunin birtist í ‹Starir þegjandi út í loftið og finnst eitthvað bogið við þetta allt›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/3/05 18:18

Hakuchi mælti:

Hmmm, ég vona að ég hafi ekki breytt framtíð fortíðarinnar um of með þessu bráðræði mínu.

Vonandi ekki því þá verður innlegg vort þar sem vjer vitnuðum í innlegg Myglars hugsanlega ótrúverðugt ef það færist t.d. niður fyrir innlegg Myglars. Og eigi viljum vjer ósannindamaður verða.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/3/05 18:24

Eitthvað verður að gera því innlegg Myglars hér að neðan, sem er í fortíðinni, veldur sífellt stærri bjögun á línulegri framrás tímavitundar oftar, þ.e. eftir því sem fleiri innlegg bætast við sem skrifuð eru í framtíðinni m.v. innlegg Myglars en þó fortíðinni miðað við þetta innlegg, þó ekki sömu fortíð og Myglarsinnleggjafortíðin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/3/05 18:30

Það er líka sjerlega undarlegt að einhvernveginn finnst oss endilega að ártal innleggsins frá Myglari hafi breyst frá því vjer komum hingað fyrst ('38' er af einhverjum ástæðum fast í huga vorum). Bendir það eindregið til að verið sje að krukka í fortíðinni og/eða framtíðinni. Einnig er hugsanlegt að óvinveitt öfl hafi náð að brengla annars að mestu óskeikult minni vort.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/3/05 18:35

Ég held það sé nú líklegra að fortíðarMyglar hafi sent sjálfan sig á rangan tíma í framtíð sinni og jafnvel farið fram úr fortíð framtíðarMyglars og lent í framtíð beggja. Þá er allt eins hætt við því að hann hafi lent í klónum á framtíðaróvinum ritstjórnar.

Líklegra er þó að þetta tímaflakk Myglars hafi haft eðlisfræðilegar afleiðingar. Verið getur að tímaflakkið milli punkta í tímafleti fjórvíddarinnar valdi eins konar tímaöldugangi í víddinni allri sem gæti valdið samkrulli fortíðar og framtíðar á vissum stöðum. Ég vona bara að slíkur bylgjugangur sé einungis staðbundinn og tímabundinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 19/3/05 18:51

Hvar er Al þegar maður þarf á honum að halda, já og andskotans lófatölvunni hans líka?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/3/05 14:31

Þetta er náttúrulega stórfurðulegt... ‹hleypur út›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 20/3/05 14:35

Hvað er að gerast? Myglar treður sér alltaf fram fyrir mann, þetta gengur ekki! ‹Ýtir Myglari úr röðinni›

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: