— GESTAPÓ —
Breytt og bætt Gestapó
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 9/3/05 20:44

Mig langar bara til að lýsa yfir endalausri gleði minni með hvað þið eruð frábærir þarna á ritstjórn.
Allar þessar nýju breytingar finnast mér mjög skemmtilegar og það gleður mitt litla hjarta að sjá að þið eruð ekki mótfallnir framþróun.
‹Klappar ritstjórn lof í lófa›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/3/05 23:44

Ætlaði að fara að segja það nákvæmlega sama og Nornin... Bravó...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 10/3/05 05:41

Það vantar alveg að hægt sé að nálgast mig sem skjáhvílu.

Lagið þetta umsvifalaust ormarnir ykkar!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 10/3/05 11:42

Frelsishetjan mælti:

Það vantar alveg að hægt sé að nálgast mig sem skjáhvílu.

Lagið þetta umsvifalaust ormarnir ykkar!

Það yrði ugglaust til að auka afköst einhversstaðar, í það minnsta yrði skjávörnin ekki látin vera á til lengdar hjá venjulegu fólki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 10/3/05 17:08

Frelsishetjan mælti:

Það vantar alveg að hægt sé að nálgast mig sem skjáhvílu.

Lagið þetta umsvifalaust ormarnir ykkar!

Já einhverntímann áttu eftir að hvíla á eigin skjá með holu og blý í haus...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/3/05 16:09

Nornin mælti:

Allar þessar nýju breytingar finnast mér mjög skemmtilegar og það gleður mitt litla hjarta að sjá að þið eruð ekki mótfallnir framþróun.
‹Klappar ritstjórn lof í lófa›

Breytingarnar eru mjög til bóta, t.d. rafmæli, listi á síðum gesta yfir öll fjelagsrit þeirra o.fl. Ávallt er þó til siðs að nöldra er breytingar verða og tilkynnist hjer með opinberlega að vjer höfum ákveðið að gera það hjer og nú:

(1) Glugginn þar sem slegin eru inn svör við fjelagsritum er sannkallað kýrauga, þ.e. óþægilega lítill. Leggjum vjer hjer með formlega til að hann verði stækkaður.

(2) Í listanum á síðum gesta er byrjar á Finna öll pysti og endar á Pysti: <tala> er svo lítill munur á lit lína sem eru tenglar og línum sem eru venjulegir textar að mismunurinn sjest varla. Leggjum vjer hjer með opinberlega til að bætt verði við auðri línu þar sem tenglum lýkur.

(3) Ósamræmi er í dagsetningum, sumsstaðar birtist bara dagurinn en sumsstaðar klukka líka. Leggjum vjer hjer með opinberlega til að þetta verði eins allsstaðar og að klukku verði bætt við þar sem hana vantar, t.d. Fæðing á Gestapó og Síðast á ferli (er reyndar virkar eitthvað undarlega). Þetta flokkast reyndar undir smámunasemi en ef hjer væru eigi smásmugulegar athugasemdir væri eigi um alvöru nöldur að ræða.

Látum vjer nöldri þessu svo hjer með lokið ‹Veltir fyrri sjer hvort einhver eigi eftir að nöldra yfir því að vjer sjeum að nöldra hjer eða hvort nöldrað verði yfir að eigi sje þetta nógu mikið nöldur hjá oss›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/3/05 16:13

Ég hef ákveðið að nöldra formlega yfir þeirri hugdettu þinni að nokkur eigi eftir að nöldra yfir nöldri þínu. Þetta var fínt nöldur hjá þér, og því er nöldursvert að þú skulir hafa það lágt álit á eigin nöldri að þú látir þér detta það í hug að nöldrað yrði yfir því.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 11/3/05 20:12

Ég myndi klappa fyrir þessum breytingum ef þið hefðuð ekki sett inn orðskrípið pysti.

Hvað er að því að kalla þetta innlegg?

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 11/3/05 21:56

Ritstjórn reynir að vera eins nördaleg og hægt er.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/3/05 00:33

Ég vil nöldra yfir nöldri Þarfagreinis yfir því að Vladimir gerir ráð fyrir nöldri... einn tveir og ‹NÖLDUR›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/3/05 02:18

Ég ætla að nöldra yfir nöldri Skabba sem nöldraði yfir Þarfagreini sem nöldraði yfir Vladimir sem nöldraði um nöldur.NÖHÖLDUR

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/3/05 02:26

Þar sem mig sárnaði svo mjög nöldur Ívars yfir mínu nöldri um nöldur Þarfagreinis yfir hugsanlegu nöldri Vladimirs... verð ég að nöldra yfir nöldri Ívars yfir mínu nöldri... þar sem ég var svo sannarlega að nöldra yfir nöldri Þarfagreinis yfir hugsanlegu nöldri Vladimirs... ‹NÖLDUR›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/3/05 11:13

Mér sárnar vissulega að Skabba skyldi sárna yfir nöldri mínu yfir nöldri hans um nöldur Þarfagreinis yfir meintu nöldri Vladimirs sem leiðir að því að ég verð að nöldra yfir sárnun Skabba vegna nöldurs míns yfir nöldri Skabba yfir nöldri Þarfagreinis yfir væntanlegu nöldri Vladimirs. ‹Nöldur?›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/3/05 12:41

Steinríkur mælti:

Ég myndi klappa fyrir þessum breytingum ef þið hefðuð ekki sett inn orðskrípið pysti.

Hvað er að því að kalla þetta innlegg?

Vesitu Steinríkur, þetta er bara alveg rétt hjá þér. Þetta er bölvaður hortittur. Talað er um innlegg í umræður og það er gott og gilt íslenskt mál.

Ég hlýt að hafa verið illa drukkinn þegar ég át þetta skrípildi upp.

Vladimir, línubilið færðu.
Það er svosum hægt að stækka belgjagluggann, þó honum hafi ekki verið ætlað að hýsa neinar romsur. Enda hvorki hægt að breyta né eyða því sem þangað er sent. Einhver stakk upp á því að texti sem færi í belginn væri takmarkaður við ákveðinn stafafjölda. Sjáum hvað setur, ég stækka hann dulítið í bili.

Ég mótmæli þessu með klukkuhelvítið. Mér þykir óþarfi að vera að troða henni allsstaðar á eftir dagsetningum. Nákvæma tímasetningu fæðingar má t.d. sjá í heimavarnarlistanum.

Hvernig er annars síðast á ferli bilað?

Þið hinir, reynið að halda ykkur við efnið. Eða í það minnsta frá efnunum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/3/05 12:54

En er ekki ráð að merkja þá einhvern veginn sérstaklega sem ekkert hafa skrifað í þrjá mánuði eða meira?

Dæmi: Heiðursgestur, skriffinnur og letingi.

eða

að nafn viðkomandi yrði ljósgrátt eða eitthvað svoleiðis.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/3/05 13:14

Eða með lítilli gyðingastjörnu kannski?

Ehemm.

Jújú, ég skal merkja þessa svikara við tækifæri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/3/05 13:20

Enter mælti:

Eða með lítilli gyðingastjörnu kannski?

Ehemm.

Jújú, ég skal merkja þessa svikara við tækifæri.

Alltaf jafn hnyttinn Enter...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Vlad sem gestur 12/3/05 13:28

Enter mælti:

Ég mótmæli þessu með klukkuhelvítið. Mér þykir óþarfi að vera að troða henni allsstaðar á eftir dagsetningum. Nákvæma tímasetningu fæðingar má t.d. sjá í heimavarnarlistanum.

Hvernig er annars síðast á ferli bilað?

Eigi kemur fram hvenær vjer vorum síðast á ferli heldur kemur eitthvað annað fram (e.t.v. hvenær vjer vorum 'þarsíðast' á ferli). Síðast á ferli sýnir t.d. núna að vjer höfum síðast verið hjer í fyrradag (10.3.2005) en vjer vorum hjer mikið í gær (11.3.2005). Er það ástæða þess að vjer ritum þetta sem gestur, eigi viljum vjer spilla sönnunargögnunum (líklega myndi 10.3.2005 breytast í 11.3.2005 eða e.t.v. 12.3.2005 ef vjer ljetum sjá oss hjer undir rjettu nafni).

Jafnframt er núna skyndilega orðið miklu mikilvægara að klukka komi fram í þessu tilviki en vjer gerðum oss grein fyrir. Án klukku eru mikilvægar grundvallarrannsóknir á hegðun Gestapó hvað þetta atriði snertir mjög erfiðar, ein lítil tilraun á þessu sviði tekur minnst einn sólarhring í staðinn fyrir nokkrar mínútur. Viljum vjer því fá klukku þarna aftur. Og hana nú !

Vlad (sem gestur til að spilla eigi sönnunargögnum)

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Umvandanir, ábendingar, tilmæli   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: