— GESTAPÓ —
Skólatrúboð, kristnifræði og ungar sálir í hættu
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 24/2/05 02:13

Reykjavík.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 24/2/05 02:13

Neibb þetta er ekki frændi.
Þannig að þeir eru a.m.k. tveir.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ned Kelly 24/2/05 09:18

B. Ewing mælti:

Ned Kelly mælti:

Þetta er rángt Hr. Sívertsen. Okkur er sagt frá báðum hliðum mála í íslenskum fjölmiðlum. Ert þú ekki að horfa of mikið á Ómega?

Og með hvaða hætti ver Ómega tíma sínum í óháða umfjöllun á þessu sviði?

Inntak þess sem ég sagði var einmitt þetta: Til að geta þróað með sér jafn mikla sleggjudóma og Ívar þessi Sívertsen virðist hafa tekist að gera, er skilyrði að horfa ekki á aðrar stöðvar en Ómega. Því spurði ég hann hvort svo væri ekki með hann.

Það eru miklar ýkjur að 99% Íslendínga trúi öllu sem Búss segir og ber vitni alvarlegum dómgreindarskori að halda slíku fram.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 24/2/05 10:16

Vladimir Fuckov mælti:

Hinsvegar er ótrúlegur munur á því sem stendur í Biblíunni og því sem er kennt í kristinfræði (eða bara almennt haldið fram). Vér urðum t.d. steinhissa er vér sáum boðorðin tíu fyrst í Biblíunni - þau innihalda m.a. refsiákvæði auk þess sem nákvæmur fjöldi þeirra er eigi alveg augljós.

Sammála. Mér gekk óskaplega illa að skilgreina boðorðin í biblíunni. Við fyrstu talningu sýndist mér þau vera um það bil 13-17 talsins, en ég man ekki hvort ég nennti að telja betur.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 24/2/05 10:44

Siðmenntarkjánarnir eru nú lítið skárri. Ég virði þá ákvörðun fullkomlega sem þeir taka sem ekki láta fermast. Það felst í því takmarkalaus hræsni að játast trúarbrögðum eingöngu af þrýstingi eða græðgi.
Þó tekur steininn úr þegar menn búa til athöfn sem er hreint kópípeist af hinni kristnu fermingu, eingöngu til þess að krakkarnir geti tekið þátt í fermingagjafaflóðinu. Þar er græðgin svo grímulaus að manni hreinlega fallast hendur. Ef fólk er svo óskammfeilið að taka þátt í slíku, getur það eins gefið skít í guð almáttugan og fermst, það er hvort eð er ekkert á bak við það nema græðgin.

Ég þekki hins vega fólk sem tók yfirvegaða ákvörðun um að sleppa fermingunni á sínum tíma, án þess að gera kröfu um gjafaflóð. Ég hef alla tíð dáðst að þroska og kjarki þessa fólks.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ned Kelly 24/2/05 11:23

Það hefur ávallt verið ofvaxið mínu skilníngi af hverju einhverjir sjálfsskipaðir siðmenntapostular þurfi að hafa skoðun á því hvað kristið fólk gerir. Eigum við alltaf að víkja með okkar gömlu gildi fyrir öllum nýjum og misgáfulegum straumum og stefnum? Ég seigi nei.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/2/05 11:46

Þarfagreinir mælti:

Ferming er ekkert annað en argasta peningaplokk.

...fyrir foreldrana. Fyrir raunsæja unglinga er þetta massíft gróðatækifæri. Fermingar unglinga sanna umfram allt að þeir eru úrvals kapítalistar inn við beinið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 24/2/05 11:51

Varast ber að rugla saman fræðslu og trúboði. Kvartanir yfir trúarinnrætingu er ekki það sama og vilja úthýsa fræðslu um trúarbrögð. Riddarinn heldur að menn séu almennt á því að nausynlegt sé að kenna um kristni og ítök hennar í sögu þjóðarinnar, rétt eins og fræðsla um íslam, búddisma, hindúisma og allt hitt hégiljudótið er hið besta mál.

Trúboð innan veggja skólanna er aftur á móti fullkomlega siðlaust. En hér er talað eins og þessir tveir þættir, trúboð og fræðsla um trúarbrögð, séu eitt og sama fyrirbærið. Auðvitað eru þetta tveir fullkomlega óskyldir hlutir, en greinilegt er að ekki koma allir auga á það.

(hannesað og breytt í samræmi við skoðanir Riddarans.)

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/2/05 12:01

Vel hannesað Heiðglyrnir. Ég held að flestir geti verið sammála um þessi orð. Að sama skapi vil ég bæta við að það er alveg eins óæskilegt að kennarar séu að boða hvers kyns aðrar skoðanir sínar fyrir börnum, hvort sem það er sósíalismi, kapítalismi eða hvers kyns ismi eða trú.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 24/2/05 12:05

Gamli kennarinn minn var alltaf að blaðra um fóstureyðingar og útburði nútímans. Reyndar var ég sammála (að mörgu leyti).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 24/2/05 12:30

Hannesað í heilu lagi frá "Vantrú" og sýnir vel öfgarnar í báðar áttir.

1) Guð talaði öll þessi orð og sagði: "Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Brot á stjórnarskrá Íslands 63 gr, 64 gr og 65 gr. Þetta boðorð stríðir gegn 9 gr. um mannréttindasáttmála Evrópu um Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi. Boðorðið brýtur líka 1 gr. laga um skráð trúfélög. Brýtur í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þ.e.a.s. 2 gr., 16 gr., 18 gr, og 26 gr. Einnig hafa Íslendingar aldrei verið í þrælahúsum í Egyptalands þannig að þessi guð á varla erindi við Íslendinga.

2) Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Brot á stjórnarskrá Íslands 63 gr, 64 gr og 65 gr. Þetta boðorð stríðir gegn 9 gr. um mannréttindasáttmála Evrópu um Hugsana-, samvisku- og trúfrelsi. Boðorðið brýtur líka 1 gr. laga um skráð trúfélög. Brýtur í bága við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þ.e.a.s. 2 gr., 16 gr., 18 gr, og 26 gr. Morð á börnum í allt að fjórða ættlið er brot á 211 gr. hegningalaga og auk þess koma til greina fleiri hegningarlög ef barnið er enn í móðurkviði. Þessi morð brjóta einnig í bága við 3 gr. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttinn til lífs 2 gr. Kafli I mannréttindasáttmála Evrópu.

3) Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.

Brot á stjórnarskrá Íslands um tjáningarfrelsi 73 gr. og 10 gr. um tjáningarfrelsi í mannréttindasáttmála Evrópu auk brots á 2 gr. og 19 gr. Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hefndarráðstafanir þessa guðs samkvæmt sögum biblíunnar brjóta nær alltaf gegn Genfarsáttmálanum og öðrum mannréttindasáttmálum.

4) Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Hér er guð samsekur um þrælahald sem brýtur í bága við 4 gr. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi regla er óframkvæmanleg þar sem loka þyrfti sjúkrahúsum, löggæslu o.s.fr. Slíkt myndi brjóta í bága við réttindi og skyldur opinbera starfsmanna o.s.fr. Einnig er þetta brot á atvinnufrelsi og trúfrelsi.

5) Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.

Þetta boðorð er brot á tjáningarfrelsi og sem betur fer er börnum frjálst að tjá sig. Í Biblíunni er því lýst hvernig foreldrar eiga að berja börn sín til óbóta svo að þau hlýði. Sem betur fer er þetta ógeðslega Biblíuuppeldi aflagt að mestu enda andstætt lögum að misþyrma börnum.

6) Þú skalt ekki morð fremja.

Þetta ákvæði var ekki fundið upp af guði eða Móses. Slíkar reglur má finna í langflestum samfélögum frá örófi alda. Allt væri þetta gott og blessað nema að Guð heldur ekki sín eigin boðorð:
Hós14:1 Samaría fær að gjalda þess, að hún hefir sett sig upp á móti Guði sínum. Fyrir sverði skulu þeir falla, ungbörnum þeirra skal slegið verða niður við og þungaðar konur þeirra ristar verða á kvið.
Mt14:41 Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

7) Þú skalt ekki drýgja hór.

Það þykir að sjálfsögðu ekki gott til afspurnar að halda framhjá en slíkt er alls ekki bannað samkvæmt lögum. Þessi hór sem er í boðorðunum er miklu víðtækari en margir halda. Samkvæmt því er bannað að hafa samfarir fyrir giftingu, bann við hjónaskilnuðum og konur mega ekki giftast aftur. Þetta boðorð á enga samleið með lögum landsins.

8) Þú skalt ekki stela.

Þetta er eitt af þessum sjálfsögðu hlutum sem Guð sjálfur getur ekki haldið:
4Mós31:23 Drottinn talaði við Móse og sagði: "Tel þú herfangið, bæði menn og skepnur, þú og Eleasar prestur og ætthöfðingjar safnaðarins, og skipt þú herfanginu til helminga milli þeirra, er vopnaviðskiptin áttu, þeirra er í leiðangurinn fóru, og alls safnaðarins"

9) Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Þetta er svo sem ágætt en Guð karlinn hefur furðulega ást á lyginni: 2Þe2:12 Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. Hins vegar á þetta ákvæði litla samleið með lögum.

10) Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

Þetta hörmulega rugl er ekki í lögum landsins. Aftur verður guð meðsekur um þrælahald.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/2/05 13:10

Ég er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Mér finnst til háborinnar skammar að íslenska þjóðkirkjan geti ekki starfað án þess að hafa ríkið í bakhöndinni.
Ég er sjálf í ásatrúarfélaginu og veit að við fáum líka borgað per haus eins og öll trúfélög, en kirkjan fær náttúrulega mikið meira en öll önnur. Ríkið borgar fyrir byggingar, laun starfsmanna og allann daglegann rekstrarkostnað, á meðan önnur félög fá fasta upphæð á ári miðað við fjölda félagsmanna.
Þessu verður að breyta og fyrir þann dag er ekki trúfrelsi í landinu.

(svo hélt ég áfram að röfla og ákvað að skella restinni í félagsrit)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 24/2/05 13:18

Ég er sammála Norninni (eins og alltaf). Ég stend sjálfur utan þjóðkirkju, en er þó reyndar félagi í kristnum söfnuði þrátt fyrir trúleysi. Ég hef oft velt fyrir mér hvort ég ætti að stíga skrefið til fulls og standa utan trúfélaga, en hef hummað það fram af mér hingað til. Ég get nefnilega tekið undir eitt og annað í kristinni siðfræði, auk þess sem mér finnst ákveðin ástæða til að halda í ýmsa siði íslensks samfélags burt séð frá trú.
Reyndar hefur mér oft þótt afar freistandi að ganga til liðs við heiðna, en er eiginlega ekki til á stíga það skref heldur þar sem ég er trúlaus og þætti það móðgun við hið heiðna trúfélag að ganga þar inn trúlaus, þó æsir höfði meira til mín en guðir miðausturlanda.

‹Starir þegjandi út í loftið og veltir fyrir sér stöðu sinn í alheiminum›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/2/05 13:28

Þar sem Ásatrúarfélagið er trú- og menningarfélag þá ertu velkominn Fíflagangur þó trúna skorti. Menningarleg arfleið okkar er líka mikilvæg.

‹Veltir fyrir sér stöðu alheimsins í sinni eigin persónulegu útópíu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 24/2/05 13:44

Ívar Sívertsen mælti:

Mín skoðun er sú að ef kenndar eru biblíusögur þá eigi að kenna kóranssögur o.s.frv. Það er víst ekkert síðri boðskapur í trúarritum annarra trúarbragða. Það eina sem okkur er sagt að allir arabar séu vondir því þeir séu múslimar. Síðan er okkur sagt að allir múslimar séu vondir af því að þeir eru hryðjuverkamenn. Það liggur vitanlega í hlutarins eðli að hryðjuverkamenn eru glæpamenn og þannig er okkur talin trú um að allir arabar séu glæpamenn.

Ég er Ívari sammála. Það ætti að kenna trúarbragðafræði í skólum en ekki boða ákveðna trú. Ég held að lítill munur sé á ofsatrúarmönnum kristinna og múslíma. Ég hef oft spurt hvernig ástandið væri hér ef menn eins og Geðsjúklingar Omega væru hér við völd og hefðu yfir her að ráða. Ég finn ekki mikinn náungakærleika hjá þessum refsiglöðu óþokkum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 24/2/05 13:46

Heiðglyrnir mælti:

2) Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.

Það er þetta sem vér áttum við er vér nefndum að í boðorðunum eins og þau eru í Biblíunni væru refsiákvæði. Að auki væri hægt að nota mjög bókstaflega túlkun á þessu boðorði til að banna myndavélar, sjónvörp, leiksýningar, myndlist, höggmyndalist o.m.fl.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 24/2/05 14:15

Og ekki er allt búið en, maður lifandi, er furða þó að þó að þetta blessaða fólk falli í transa og fari að tala tungum, hér á að vera sú útfærsla boðorðanna sem er nú í gildi.

****************************************************************************

Einhver neyðarlegasti misskilningur Kristinnar kirkju allt frá upphafi Rómarkirkjunnar er meðferð hennar á boðorðunum tíu. Á einhver bjánalegan hátt hefur það ekki borist til eyrna guðfræðinga eða presta að núverandi boðorð eru ekki lengur í gildi. Því Móses braut lögmálstöflurnar í tætlur og fékk nýjar frá Yahweh. Þessu er lýst í annarri Mósesbók:

2Mós 32:19 En er Móse nálgaðist herbúðirnar og sá kálfinn og dansinn, upptendraðist reiði hans, svo að hann þeytti töflunum af hendi og braut þær í sundur fyrir neðan fjallið. 20Síðan tók hann kálfinn, sem þeir höfðu gjört, brenndi hann í eldi og muldi hann í duft og dreifði því á vatnið og lét Ísraelsmenn drekka.

34:1 Drottinn sagði við Móse: "Högg þér tvær töflur af steini, eins og hinar fyrri voru. Mun ég þá rita á töflurnar þau orð, sem stóðu á hinum fyrri töflunum, er þú braust í sundur. 2Og ver búinn á morgun og stíg árla upp á Sínaífjall og kom þar til mín uppi á fjallstindinum. 3Enginn maður má fara upp þangað með þér, og enginn má heldur láta sjá sig nokkurs staðar á fjallinu. Eigi mega heldur sauðir eða naut vera á beit uppi undir fjallinu." 4Þá hjó Móse tvær töflur af steini, eins og hinar fyrri. Og hann reis árla næsta morgun og gekk upp á Sínaífjall eins og Drottinn hafði boðið honum og tók í hönd sér báðar steintöflurnar.

Hér komu svo boðorðin tíu sem eru í gildi:

1) Þú skalt eigi tilbiðja neinn annan guð, því að Drottinn nefnist vandlætari. Vandlátur Guð er hann.
Varast að gjöra nokkurn sáttmála við íbúa landsins, því að þeir munu taka fram hjá með guðum sínum og þeir munu færa fórnir guðum sínum, og þér mun verða boðið og þú munt eta af fórnum þeirra. Og þú munt taka dætur þeirra handa sonum þínum, og dætur þeirra munu taka fram hjá með guðum sínum og tæla syni þína til að taka fram hjá með guðum þeirra.

2) Þú skalt eigi gjöra þér steypta guði.

3) Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skaltu eta ósýrð brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma í abíb-mánuði, því að í abíb-mánuði fórst þú út af Egyptalandi. Allt það, sem opnar móðurlíf, er mitt, sömuleiðis allur fénaður þinn, sem karlkyns er, frumburðir nauta og sauða. En frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi. Leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum. Alla frumburði sona þinna skaltu leysa, og enginn skal tómhentur koma fyrir auglit mitt.

4) Sex daga skaltu vinna, en hvílast hinn sjöunda dag, þá skaltu hvílast, hvort heldur er plægingartími eða uppskeru.

5) Þú skalt halda viknahátíðina, hátíð frumgróða hveitiuppskerunnar, og uppskeruhátíðina við árslokin.

6) Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast frammi fyrir Drottni Guði, Guði Ísraels. Því að ég mun reka heiðingjana burt frá þér og færa út landamerki þín, og enginn skal áseilast land þitt, þegar þú fer upp til að birtast frammi fyrir Drottni Guði þínum þrem sinnum á ári.

7) Þú skalt ekki fram bera blóð fórnar minnar með sýrðu brauði.

8) Páskahátíðarfórnin má ekki liggja til morguns.

9) Hið fyrsta, frumgróða jarðar þinnar, skaltu færa til húss Drottins Guðs þíns.

10) Þú skalt ekki sjóða kið í mjólk móður sinnar.

Frelsarinn

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 24/2/05 14:20

Æ, nú er ég orðinn ringlaður. Nú þyrftum við á guðfræðingi til að útskýra þessa hringavitleysu, hvernig hafa boðorðin orðið að því sem þau eru í dag og hvað skýrir þetta misræmi m.v. Mósebók.

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: