— GESTAPÓ —
Sálarblöndungurinn
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 10:45

Er einhver hérna sem þekkir áhrif hins nýja Sálarblöndungs, þ.e. Últrakóbalts og kosmíska lífeindasálarblöndunginn?

Hef verið að spá í hver áhrifin yrðu t.d. ef Afturhaldskommatittur og Nykur myndu blandast, svona sem dæmi, yrði þá voff til úr þeirri blöndu?

Athugið að ég biðst afsökunar fyrirfram ef einhver heldur að ég sé að reyna að móðga þessa úrvalsmenn

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 20/1/05 13:25

Nei, ertu frá þér? Það er að sjálfsögðu Bauv!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/1/05 14:17

Ég held að slíkt væri mikið óráð. Þetta væri svipað því ef efni og andefni myndu sameinast; niðurstaðan yrði að þeir myndu eyða hvor öðrum og ekkert stæði eftir. Það er ekki svo jákvætt, er það nokkuð?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 16:23

Ég held þið ættuð frekar að velta fyrir ykkur blöndum sem eiga möguleika á að koma fram..... eins og t.d. tígrisdýr og púki..

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 17:46

Púki... og tígrísdýr, þetta er náttúrulega allt spurning um stillingu á tækinu, segjum að við setjum háhraðainnspýtinguna á 6 megateslur á púkann, en 4 megateslur á tígrisdýrið, en það eru staðlarnir fyrir púka og kattardýr (þó vissulega megi stilla það öðruvísi...
‹byrjar að reikna›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 18:26

‹Bíður spennt›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/1/05 17:23

úff, ætlaði ekki að láta þig bíða svona lengi... var búinn að steingleyma hvað ég var að reikna, þegar ég var búinn að reikna í hálftíma, þannig að ég reiknaði bara flatarmál á sporöskjulaga hringleikahúsi... en sálarblöndunarvélin virðist virka þannig að einhverskonar meðaltal verður á milli sálanna... þó verður líklega meiri púki en tígrisdýr í þannig blöndu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 22/1/05 17:36

‹Losar beltið›
Það var mikið.. ég er búin að sitja hérna spennt í tvo daga!
Beltið farið að þrengja svolítið að..

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/1/05 17:39

Ég var lengi að fatta þetta djók. Er ég þá treggáfaður?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/1/05 17:41

Nei, ætli þú sért ekki svona tregvitlaus... sem sagt of gáfaður... hehe

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/1/05 17:45

Ahh ... einmitt.

‹Ljómar upp›

Hvernig væri annars ef maður myndi blanda þér og Smábagga saman? Yrði það ekki líka sprenging?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/1/05 17:49

Það yrði líklega eitthvað sprenghlægilegt fyrirbæri úr því... hehe

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 22/1/05 17:55

Þarfagreinir mælti:

Ahh ... einmitt.

‹Ljómar upp›

Hvernig væri annars ef maður myndi blanda þér og Smábagga saman? Yrði það ekki líka sprenging?

Ertu þá að meina svínið eða gamla karlinn?

Hvernig væri ef Smábaggi blandaðist við sjálfan sig?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/1/05 17:57

Ég meina gamla karlinn ... en að blanda honum og svíninu saman væri áhugaverð tilraun líka. Það yrði þá svín með skegg. Og hvað er fyndnara en það?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 23/1/05 16:29

Sérstaklega er þetta athyglisvert gagnvart því vandamáli hvernig fer ef sálarlaus einstaklingur er settur í blandarann. Tekur þá sál hins sem hefur sál líkama hins yfir? T.d. ef blandað væri saman sál úr venjulegum manni annars vegar og hinum sálar- og samviskulausa þrjóti, þorpara og óféti Hjörleifi Guttormssyni hins vegar. Hvað kæmi út úr því?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 31/1/05 08:07

Nú hef ég smíðað sálarblöndung. Hann virkar sæmilega vel en ég hef samt bara fengið 3 fullgerðar sálir úr honum. Hinar hafa verið soltið skrítnar. En það virðist virka best að taka sál úr dýri og blanda við sál úr manneskju. Ég held það sé vegna þess hve litlar sálir eru í dýrum.

Fyrsta fullgerða sálin er blanda af fíkniefnahund og votta Jehóva. Þeirri sál var sprautað í sálarlausan tryggingasala. Sá er nú söluhæstur í deildinni sinni. Hann er sérstaklega snöggur að þefa uppi tryggingalaust fólk og svo situr hann um það þar til það kaupir af honum.

Næsta sálin var blanda af gúbbífisk og tölvunnarfræðing. Ég setti hana svo í sálarlausan bifvélavirkja. Sá hefur verið rekinn úr starfi vegna þess að hann hætti að gera við bílana og reyndi bara í sífellu að endurræsa þá. Hann var ekki fyrr búinn að reyna það en að hann gleymdi að hann hafði gert það og reyndi því aftur.

Síðasta vel heppnaða sálin var blanda úr þrem einstaklingum. Kólíbrífugl, uppistandara og kolkrabba. Þessari blöndu var sprautað í einkaritara sem vildi skipta um sál og er sá nú skemmtilegasti og jafnframt sneggsti einkaritarinn á sinni hæð. Getur blandað kaffi, sagt brandara, tekið niður bréf, svarað í símann og þjalað á sér neglurnar, allt í einu og á ógnarhraða.

Frekari tilraunum hefur þó verið hætt þar sem í ljós hefur komið að flest tilraunadýranna eiga í vandræðum með að kúka ekki á gólfið.

Fleira er ekki í fréttum. Verið þið sæl.
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Ásgeir Valur Sigurðsson 25/5/06 00:55

Hvaða efni mynduð þið nota til að geta blandað saman mína sál? Viðurkenni í fúlustu alvöru að ég eigi engann sálarblöndung sjálfur né viti hversu mikið einn slíkur gæti kostað.
Ég held að ég gæti orðið sálarblöndunarráðherra hér á lútnum ef ég kærði mig um. Það yrði flott, ég myndi bjóða mig fram sjálfur, hafa lögin þannig að ég þyrfti einungis eitt atkvæði, og eftir það er ég orðinn fyrsti sálarblöndunarráðherra Íslandssögunnar. En ég heppinn

kær kveðja,

Ásgeir,

hervaremailulfamannsins@einhverisp.dummydomain

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/1/08 16:10

Geiri... þú ert blöndungum til háborinnar skammar... Skamm...

Pissustopp:

Ég ætla ekki að senda þér tölvupóst, þó það sé freistandi...

To live outside the law, you must be honest.
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: