— GESTAPÓ —
Gestapói svarar. Leiðinlegur leikur Galdra.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4 ... 15, 16, 17  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leikstjórinn 23/1/05 15:14

Ég er Leikstjórinn, með fullt umboð frá Galdrameistaranum, stundum er ég Galdrameistarinn og stundum er ég Heiðglyrnir og kannski einhverjir fleiri.
.
NÝJAR REGLUR, TAKA GILDI STRAX
.
1. Hver þáttakandi má aðeins nota sama umsagnaraðila einu sinni.
.
2. Gott er og háttvísi að hvíla umsagnaraðila í 3 umferðir
.
3. Ef þarf að koma á framfæri athugasemdum, rjúfið ekki keðjuna heldur komið þeim ....á framfæri á Athugasemda þráðnum sem stofnaður er með þessum leik.
.
4. Nefna skal þrjá umsagnaraðila, valið er frálst, miðast ekkert við val þess sem er á undan, það hjálpar til við að halda leiknum ....gangandi,....Fyrstur kemur, fyrstur fær, og um að gera að reyna ná upp góðum hraða í leikinn.
.
5. Leikstjórinn hefur leyfi til að trana sér inn í leikinn, til að hjálpa honum áleiðis.
.
6.........HAVE FUN

Krúttið hann bauv hefur því miður ekki svarað okkur, og öðlingurinn hann Vamban ekki sést lengi, Þannig að Leikstjórinn leggur til 2 ný nöfn, Hilmar H. biðum við velvirðingar á þessu, en þetta er eina leiðin til að tryggja framgang leiksins.

Ívar Sívertsen eða Tigra

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 23/1/05 15:22

Ég veit ekki hvort ég skildi þessar nýju reglur rétt og hvort ég er að gera rétt. En ég geri sem sagt bara það sem mér sýnist.

Hilmar Harðjaxl er maður kannski um og upp úr tvítugu. Hann stundar leikina grimmt og er ákaflega skemmtilegur á því sviði. Hann á það líka til að tjá sig um menn og málefni á öðrum þráðum en ég hef reyndar minna af honum að segja þar. Hann á það til að láta sig hverfa af Baggalúti í einhvern tíma en það virðist vera svo að maður geti alltaf treyst á að hann mæti aftur. Hilmar er ein af stoðum Gestapó og ólíklegt að það breytist alla vega í náinni framtíð.

Leikstjórinn. Óforbetranlegur bezzerwizzer og ferlega ráðríkur. Nýr á Gestapó og ryðst inn til að breyta leikjum. Hann er einn af þessum sem líklega fer að nota semikommu/tvípunkta og sviga broskalla og verður síðan búinn að breyta Gestapó í forboðnu vefsvæðin áður en yfir lýkur. Nei annars, ég veit ekkert um leikstjórann og vil því síður tjá mig um hann meira.

Hundinginn, Frelsishetjan eða Hóras

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leikstjórinn 23/1/05 22:16

Hexia de Trix skrifar um Ívar sinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 23/1/05 22:33

Þar fór leikstjórinn nú alveg með'ða! Á ég nú að fara að skrifa hérna í 3. sinn á 2 blaðsíðum? Og það um hann Ívar, af öllum? En af því að ég er svo hlýðin, þá geri ég það auðvitað... ‹muldrarumlarmuldrar›

Ívar er einn af þeim sem er búinn að stunda Gestapó frá örófi alda. Hann hefur afskaplega sýrðan húmor og hefur mjög mikið gaman af að gera góðlátlegt at í öðrum gestum. Uppáhaldið hans er að fá fólk með sér í allskonar fíflalæti hér á Gestapó.

Ívar er svolítill besservisser í sér, en er samt manna fyrstur til að játa að hafa haft rangt fyrir sér ef sönnunargögnum þess eðlis er otað framan í hann. Hann elskar tónlist, bjór og góðan mat (og mig náttúrlega líka).

Wonko the Sane eða Z. Natan Ó. Jónatanz eða Mikill Hákon

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 23/1/05 22:53

Hexia er mikill prakkaranorn og hefur gaman að því að ger mönnum grikki og og jafnvel gera menn að Grikkjum.
Hún hefur mest gaman að því að hanga í hinum ýmsu skúmaskotum Baggalútíu og hrekkja menn góðlátlega.
Þó mann langaði til, þá væri erfitt að segja eitthvað illt um hana.
Hexia er vog en það skiptir engu máli þar sem það er ekkert að marka stjörnumerkin.
Hún er hagsýn og notar meðal annars seiðpott sem hún fékk fyrir lítið hjá mannætum sem ákváðu skyndilega að gerast grænmetisætur.
Já, já og seisei þannig er það.

Tina, Tigra eða Vladimir

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 23/1/05 23:40

Wonko er mikill maður raka og skynsemi en hann er einnig mikið skáld í sér. Hann er yfirleitt hress og kátur og stundar leikina hér á gestapó af miklum móð og ég held að þar sé hans helsti staður á lútnum.
Hann er mikill herramaður en nokkuð glettinn og til í smá grín.
Ég hef ekki kynnst Wonko nægilega vel en væri til í að kynnast honum betur.
Ég hugsa að hann sé ekki alveg eins "sane" eins og hann vill láta vera, enda held ég að það verði að viðurkennast að flestir gestapóar eru í það minnsta svona létt klikkaðir.

Ívar, Hilmar eða Nafni

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 24/1/05 01:03

Já, hér er ég aftur. Tígra er glæsilegur fulltrúi felis stofnsins og ber þess glögglega merki að hér fer sko Kisa með stóru k-i. Þessi stóra (en þó netta) kisa er svakalegt kelidýr og hefur gaman af að hlýja öðrum því þá fær hún klapp. Eins og lang flestir af kattakyni fer hún sínar eigin leiðir og lætur vita duglega af sér ef henni er misboðið. Ég held að ég sé enn með sár í hársverðinum eftir hana frá því á hittingi í desember.‹langar óskaplega til að setja tvípunkt og sviga sem er að lokast en stenst freistinguna því Ívar er sko enginn ósómi!›

En ég reyni að gera aðra atlögu að Hundingjanum, Frelsishetjunni eða Hórasi

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 24/1/05 20:45

Þar sem enginn hinna þriggja hefur svarað eftir þetta langan tíma legg ég til að ný nöfn verði kölluð fram.

Tilkallaðir eru:

Gefa lýsingu á Ívari.

Hákon, Vímus og Litlanorn

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 25/1/05 04:03

Augnablik minn kæri! Eins og ég benti á á reglugerðarþræðinum þá er ekki til siðs að taka fram fyrir hendurnar á skákmönnum. Skákin fer bara einfaldlega í bið eftir hvern leik. Ég vil fá Frella, Hóras og Hundingjann inn í þennan leik!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 25/1/05 18:01

Ívar er hin mesti og besti bílstjóri sem sögur fara af. Án alls vafa munu hinar nýju Íslendingasögur að einhverju leiti snúast um hann og hans afrek. Einstakur rokkari er hann og hefur dásamlega kvennveru upp á arminn. Sífellt kemur hann með góðan brandara eða sögu þegar mest á reynir auk þess sem hann er frábær friðargæsluliði. Einnig kann hann að meta ákavíti sem er hið besta mál.

Hundinginn, Stelpið eða Skoffín

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 25/1/05 18:29

Hóras er smekklega djöfullegur sjentil-ári með lúmskan húmor. Ég gruna um að vera afar dagfarsprúðan í hinu daglega lífi og hann hefur góðan smekk á bókmenntum. Hann er líklega á bilinu 23-25 ára og er bæði listrænn (sbr. sögurnar hans og myndir) og vísindalega þenkjandi (sbr. námið hans).
Hann tekur flestu með jafnaðargeði og æsir sig sjaldan en þegar það gerist þá springur gjörsamlega alltsaman. Hann á fáa en góða vini og er sannur vinur þeirra. Honum finnst leiðinlegt að kaupa föt og finnst gott þegar mamma hans gerir það fyrir hann.
Hann er mikið gefinn fyrir kynlíf með dýrum (þ.e. tígrisdýrum) og hann er ávallt nakinn á Gestapó.
Mottó: RAWR.
Á það til að hamstra.

Skabbi, Þarfagreinir eða Frelsishetjan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/1/05 19:10

Stelpið er frekar nýtilkomið á Gestapó, en ég hef kunnað vel við það frá upphafi. Þetta er róleg og þægileg stúlkukind með ágætan húmor og skap. Hún er að læra japönsku og slettir henni gjarnan, sem er gaman, þó svo að ég skilji minna í því mæta máli en ég vildi gjarnan gera.

Stelpið hangir mikið á leikjaþráðunum, sem er vel skiljanlegt, þar sem þeir eru auðvitað afar skemmtilegir. Ég hef ekki verið svo mikið var við hana annars staðar, en þó skýtur hún upp kollinum hér og þar.

Skabbi, Tina St. Sebastian eða Frelsishetjan.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/1/05 19:16

Þarfagreinir er indælis piltur og auðvelt að draga hann út í allskyns vitleysisgang. Hann hlustar á Tom Waits og les Discworld (skilst mér), sem er auðvitað bara frábærtm . Auk þess hefur hann mikið vit á gamanefni ýmisskonar. Við eigum víst sameiginlega vini, en mér vitandi höfum við aldrei hist, þó sjálfsagt komi einhverntímann að því...ekki að ég hefði neitt á móti því að kynnast honum betur.

bauv, Nornin, Vladimir

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/1/05 13:02

Tina er náttúrulega svo ný að ég hef lítið kynst henni nema í gegnum leikina og svo nýverið á Kaffi Blút. Það hræddi mig aðeins, þar sem hún virðist vera töluðvert skrítnari en ég!
Hún virkar annars á mig sem stelpa með bein í nefinu. Ein af þessum sem mér myndi líka vel við í raunheimum. Kannski er hún á aldrinum 25-30 ára, en gæti líka verið aðeins yngri eða örlítið eldri (þessi pæling er vegna þess sem hún skrifar á "ég man" þræðinum).
Hún er álíka ofvirk og ég í innleggjum (er komin með 821 þegar þetta er ritað og hún skráði sig 12. janúar!) sem er ágætt. ‹Ljómar upp›
Meira hef ég ekki að segja um hana í bili.

Jóakim, Vímus eða Mosa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 26/1/05 19:29

Nornin er alveg sérstakur kapituli. Hún birtist hér í nóvember og hefur ekki stoppað síðan. Annað hvort er hún á einhverjum lyfjum sem ég hef ekki prófað, ( hver andskotinn gæti það verið?) eða hún er vel í ofvirkari kantinum. Hvernig er hægt að vera með 4500 innleg á þessum stutta tíma? Jú hún er á fullu dag og nótt og virðist ekki þurfa mikinn svefn. Hún tekur þátt í nánast öllu hér á Lútnum hvort sem það er kveðskapur, leikir eða spjall og er alltaf hress og vingjarnleg.
Ég sé hana sem mikla öfgamanneskju sem tekur allt með trompi og má eflaust vara sig á vímugjöfum. ( Minnir mig stundum á sjálfan mig)
Hafðu samt engar áhyggjur elskan! Ég er algjört einsdæmi.
Ég gæti best trúað að hún væri hrútur.
Nornin er engin norn í mínum augum en enginn engill heldur.

Finngálkn, Natan Z. eða Vlad.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 26/1/05 21:49

Vímus: velgefinn náungi sem veit hvað hann er að tala um. Er eitthvað á milli fimmtugs og sextugs og hefur fengið að smakka á því... Mjög fróður um lyftiduft og smartís en er að mínu mati of skýr til þess að vera nokkuð viðriðin slíkt. Frekar að hann sé búinn að starfa náið með föngum eða jafnvel á vogi: eða nei... ekki nógu þurr til þess.
Ein allra þroskaðasta sál lútsins.

Tinni, Þarfagreinir, Krumpa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/1/05 22:09

Jæja, þú baðst um þetta kæra Finngálkn.

Finngálkn er mjög svo furðulegt kvikindi. Hann kann sér aldrei hóf í neinu og hefur óeðlilega gaman af því að slengja fram ofstopakenndum staðhæfingum í örvæningafullri tilraun til að æsa fólk. Hann er hins vegar nokkuð klár inni við beinið; skrifar sæmilega vel þótt þetta sé oft á tíðum æði óskipulegt hjá honum. Ég held að hann hljóti að vera mest ritskoðaði einstaklingur Gestapó, og er það ekkert undarlegt. Suma hluti segir maður bara ekki á opinberum vettvangi þar sem alls konar saklausar sálir geta hugsanlega rekið augun í það.

Lokaorð: Finngálkn, aðgát skal höfð í nærveru sálar, óþroskaða sálin þín.

Skabbi, Goggurinn eða Gvendur skrítni

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/1/05 00:08

Þarfagreinir er rauðhærður maður, í köflóttum jakka og með rautt bindi...
Rauður er hann í gegn og rauður mun hann alltaf vera, eigi er hann blár og ekki er hann gulur... ekki er hann heldur appelsínugulur né fjólublár... grænn er hann alls ekki og bleikur mun hann aldrei verða...

Hann er tiltölulega nýr hér á Gestapó (miðað við marga aðra), en er nú þegar búinn að slá í gegn, enda rökvís og standast fáir honum að sporði í rökleikjum... andskotanum fróðari og gott að skála við hann... hann er ljúfur og góður í umgengni...

Halli, Mosa eða Limbri

LOKAÐ
        1, 2, 3, 4 ... 15, 16, 17  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: