— GESTAPÓ —
Gettu Betur, ungt fók og tónlist = Hörmung?
» Gestapó   » Efst á baugi
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 18/1/05 22:04

Eftir að hafa hlustað á nýkláraða útsendingu útvarpsins þá get ég ekki annað en hafið þessa umræðu. Það lá við að ég héldi að sum Gettu Betur liðin væru með bara uppá grín en þegar taugarnar tóku til starfa aftur eftir áfallið þá komst ég að rót vandans.

Steininn tók alveg úr á lokaspurningu kvöldins í ati Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Ísafirði þegar eitt þekktasta lag margfaldra Íslandsvina í hljómsveitinni The Prodigy var svarað á afar undarlegann hátt að mínu mati. Svörin sem komu upp voru 2 Unlimited og lagið Start (eða eitthvað álíka) og hitt liðið giskar á SASH! Bæði böndin voru frá svipuðum tíma og umrætt Prodigy lag (No good, start the dance) svo að tímalega séð voru bæði lið heit. Einnig var þetta síðasta spurningin, liðin orðin þreytt og ekkert í húfi lengur, annað liðið búið að sigra en jæja ég held áfram að bölsótast....

Þetta er ekki endilega þeim að kenna, tónlistarframboð á Íslandi er algerlega óviðunandi og hefur verið það í langan tíma eða allt frá því að Heyrðu og Reif safnplöturnar voru settar saman í sápuóperunna Pottþétt sem á einhvern óskiljanlegan hátt fær ALLT pláss í hillum plötuverslana. NOW safnplötuserían breska og margar fleiri hættu skyndilega að fást um svipað leyti. Skífumenn LUGU því í opið geðið á mér persónulega að þeir fengju ekki lengur að flytja NOW inn vegna einhvers sem vissu ekki af hverju og svo framvegis. Loksins eftir að hafa kvartað við um 30 manns í öllum verslunum náði einn að ropa sannlekanum út úr sér „Við verðum að tryggja sölunna á Pottþétt plötunum, þessvegna hættum við að flytja allt hitt inn“. Hananú.

Nú græt ég gamla tíma þegar apparatið "Playlisti" var ekki enn fundinn upp og steingeldi tónlistarvit ungmenna svo herfilega að í dag búum við við nær óbætanlegan skaða á heilli kynslóð annars ágæts upprennandi fólks. Nú fer í hönd tími Grunn- og framhaldskólaútvarps víða þannig að verið á takkanum að hlusta á næstu kynslóð tjá sig. ‹Hlakkar til›

Íslensk tólistarsköpun er reyndar með ólíkindum frumleg, skapandi og fjölbreytt þannig að íslenskt tónlistar(áhuga)fólk á ekki að taka þessu persónulega. Sú sköpun er engu íslensku útvarpi að þakka fyrir utan Rás 2. Aðrar stöðvar hafa tekið eitt og eitt lag EF viðkomandi var hjá réttu útgáfunni og spilun hjálpaði plötusölu (með örfáum undantekningum).

Ég er líka að ráðast gegn þeim sem hafa ekkert andlit heldur mata tölvu á misgóðum lagalistum framleiddum af markaðsfræðingum og hafa ekki hugmynd um að stanslaus spilun Top 40 er EKKI lílegt til langtíma vinsdælda. Þessvegna var Topp 40 kynntur EINU SINNI í viku í sérþætti sem þá er hægt að forðast ef vill.

Að lokum ítreka ég hugmynd mín um Baggalútvarpið. Sett upp í anda gamla muzik.is (sem vonandi einhverjir kannast við). Þar var algerlega gagnvirkt, ég vil fá lag og það fer í röðina, punktur. Ekkert bull um „Það passar ekki“. „Ég vil ekki spila það“. eða annað sem svekkir oss. Sent út á netinu með efni frá Bagglýtingum.

Skál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/1/05 00:19

Orð í tíma töluð og já, maður á ljúfsárar minningar tengdar muzik.is, en þar var á tímabili mjög líflegt spjallsamfélag, líkt og gerist hér, með mjög málefnalegum umræðum.

Annars fannst mér líka makalaust hvað "Gettu betur" eru slöpp í að glöggva sig á alþekktri rokktónlist og maður bara varla trúir því að hljómsveitir eins og Talkingheads séu fallnar í gleymskunnar dá. Nú er hún Snorrabúð stekkur...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/1/05 02:08

Það væri gaman að sjá Gettu Betur liðin spreyta sig á poppkommunni á Lygilega vinsælum leikjum!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 19/1/05 16:26

Þetta verður merkilegur dagur í sögu Gettu Beturs... Þar sem MR mun ekki komast í sjónvarp.

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/1/05 16:54

Sammála!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/1/05 16:56

Einnig sammála. Þetta verður gaman.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 19/1/05 18:13

Ha!? þetta hlýtur að vera svindl.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mikill Hákon 19/1/05 19:25

æ, blessaðir verið þið. Auðvitað kemst MR áfram.

Mikill Hákon • Keisari Baggalútíu • Eigandi sálar Vambans • Sendiherra Baggalútíu í Afríku
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 19/1/05 21:08

HAHAHAHA in jor feis Mikill Hákon!!!

MR ER DOTTIÐ ÚT!!!

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/1/05 21:08

Það mun nú opinbert að MR fer ekki í sjónvarpskeppnina á þessu ári. ‹Stekkur hæð sína›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 19/1/05 21:08

‹dansar við Hexíu de trix›

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/1/05 21:08

Mikill Hákon mælti:

æ, blessaðir verið þið. Auðvitað kemst MR áfram.

Því miður lauk útsendingu með sigri Borgarholtsskóla. Það er mikill missir af MR úr sjónvarpinu engu að síður, samúðarkveðjur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/1/05 21:12

Jú reyndar hefði verið miklu skemmtilegra að sjá Borgó vinna MR í úrslitum - en það verður ekki á allt kosið. Næsta skref er að slá MR út í fyrstu umferð ‹Hlær djöfullega og dansar við Plebbina›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 19/1/05 21:19

múahahaha!

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Áfram Framhaldsskólinn á Laugum! Mínir menn!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 19/1/05 21:26

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Áfram Framhaldsskólinn á Laugum! Mínir menn!

það útskýrir margt

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Það er margt í mörgu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 19/1/05 21:28

Er það ekki þannig að stigahæsta tapliðið úr útvarpinu kemst áfram ? Var alla vega alltaf þannig... Og þar sem þetta var mjög hörð keppni eru allar líkur á að það verði MR. Þannig að líklega erum við ekki alveg laus við þá...

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: