— GESTAPÓ —
Sjöundi Sonurinn
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 12/1/05 18:51

Ég var að hlýða á flutning á ljóðinu Seventh son of the seventh son í flutningi söngflokksins Iron Maiden.

Veit einhver hvað pæling þarna býr að baki? Hvað er þetta með sj´öunda son sjöunda sonarins, mér er þetta framandi?

Ég man að söngflokkurinn Bauhaus flutti óð er hét Third Uncle, en þriðji frændinn virtist vera frekar meinlaus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/1/05 18:57

Sjöundi sonur sjöunda sonar býr yfir afar öflugum galdramætti; ég held þeim öflugasta sem dauðlegur maður getur búið yfir. Meira veit ég ekki.

Stórgott kvæði (og hljómplata) með stórgóðum sönghópi, annars.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 12/1/05 19:05

Þarfagreinir mælti:

Sjöundi sonur sjöunda sonar býr yfir afar öflugum galdramætti; ég held þeim öflugasta sem dauðlegur maður getur búið yfir. Meira veit ég ekki.

Þetta stemmir allt, sérstaklega þetta með að þú vitir ekki meira.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 12/1/05 20:54

Áhugasömum um sjöundu syni er hér með bent á bókina Sourcery í Discworld seríunni, en hún fjallar einmitt um seiðkarl, sem er sjöundi sonur galdrakarls (þ.e. sjöundi sonur sjöunda sonar sjöunda sonar).

http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/0061020672/ref=pd_sim_b_2/102-9792020-5908136?%5Fencoding=UTF8&v=glance

Seiðkarlar eru:
A) Með öflugri galdramátt en galdrakarlar.
B) Dauðlegir menn.
Fyrst að Þarfi veit ekki meira, og það sem hann þykist vita er rangt, má leiða líkum að því að hann viti ekki neitt ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 12/1/05 23:12

Er það það eina sem hann veit? ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/1/05 23:30

Steinríkur mælti:

Áhugasömum um sjöundu syni er hér með bent á bókina Sourcery í Discworld seríunni ‹Ljómar upp›

Og svo er reyndar líka talað um sjöunda son sjöunda sonar í Ísfólkinu. Samt ekki fyrr en í bók 36 eða svo. Það er hins vegar tilgangslaust að ætla sér að byrja að lesa seríuna í númer 36, svo ég mæli með að fólk lesi allar 47 bækurnar. Í réttri röð.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 13/1/05 00:09

Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/1/05 12:17

Hér er sitthvað um sjösoninn:

http://www.mystical-www.co.uk/7son.htm

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 13/1/05 14:32

Enter mælti:

Hér er sitthvað um sjösoninn:

http://www.mystical-www.co.uk/7son.htm

Enter ert þú nokkuð sjösonur? kæmi mér ekkert svo sem á óvart.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/1/05 15:41

Hexia de Trix mælti:

Það er hins vegar tilgangslaust að ætla sér að byrja að lesa seríuna í númer 36, svo ég mæli með að fólk lesi allar 47 bækurnar. Í réttri röð.

Þarfagreinir mælti:

Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt.

En nú vitum vér þó a.m.k. tvennt ‹Ljómar upp›: Að vér munum aldrei lesa eina einustu Ísfólksbók og að vér vitum a.m.k. tvennt.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/1/05 15:48

Klobbi mælti:

Enter mælti:

Hér er sitthvað um sjösoninn:

http://www.mystical-www.co.uk/7son.htm

Enter ert þú nokkuð sjösonur? kæmi mér ekkert svo sem á óvart.

Mei. Ég er fyrsti sonur annars sonar. Enda hef ég óbrigðult tímaskyn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermir 18/1/05 10:51

Enter mælti:

Klobbi mælti:

Enter ert þú nokkuð sjösonur? kæmi mér ekkert svo sem á óvart.

Mei. Ég er fyrsti sonur annars sonar. Enda hef ég óbrigðult tímaskyn.

Var afi þinn nokkuð „dóttir“?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 18/1/05 22:42

Vladimir Fuckov mælti:

En nú vitum vér þó a.m.k. tvennt ‹Ljómar upp›: Að vér munum aldrei lesa eina einustu Ísfólksbók og að vér vitum a.m.k. tvennt.

Já það er líklega rétt hjá þér elsku Vladimir að þú ættir aldrei að lesa eina einustu ísfólksbók. Þær eru nefnilega uppfullar af samsærismakki og það myndi bara halda fyrir þér vöku. ‹Glottir með sjálfri sér›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 18/1/05 23:13

Hvernig er með fyrsta son fyrsta sonar? Er hann yfirleitt fjallmyndarlegur eða er ég einsdæmi? ‹skoðar sjálfan sig í speglinum›

Eða hafa þér kannski óraunhæfa sjálfsmynd?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 18/1/05 23:17

Fyrsti sonur fyrsta sonar ætti að vera kominn í beinan karllegg af föður sínum eins og reyndar sjöundi sonur sjöunda sonar - það er að segja ef hann er ekki eingetinn á laun.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
kolfinnur Kvaran 18/1/05 23:21

Merkilegt nokk

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/1/05 23:29

Hexia de Trix mælti:

Fyrsti sonur fyrsta sonar ætti að vera kominn í beinan karllegg af föður sínum eins og reyndar sjöundi sonur sjöunda sonar - það er að segja ef hann er ekki eingetinn á laun.

Er ekki talað um að hann væri kominn í beinan karllegg af afa sínum ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 18/1/05 23:31

Það fer vitaskuld eftir því hvort afinn var karlkyns eða kvenkyns.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: